Vísbending


Vísbending - 06.10.2014, Blaðsíða 3

Vísbending - 06.10.2014, Blaðsíða 3
V Í S B E N D I N G • 3 8 . T B L . 2 0 1 4 3 fjögur ár í röð og makalaust að hann nái öðru sæti eftir að hafa sameinast skuldugu sveitarfélagi, Álftanesi. Næst er Bláskógabyggð með 7,4 í einkunn, en Grindavík með 7,1. Nokkur sveitarfélög fá milli 6,0 og 7,0. Þau eru Fjallabyggð, Vestmannaeyjar, Húnaþing vestra, Akureyri, Snæfellsbær, Rangár- þing ytra, Ölfus, Akranes, Dalvíkur- byggð, Eyjafjarðarsveit, Árborg og Fjarðabyggð. Sjö sveitarfélög til viðbótar ná einkunninni 5,0, meðal annars höfuðborgin. Í töflu má sjá einkunnagjöfina undanfarin þrjú ár. Einstaka óvenjuleg útgjöld eða tímabundin staða geta ruglað einkunnagjöfina, en ólíklegt er að það standi lengi. Því er að þessu sinni litið á einkunnir undanfarin þrjú ár. Eðlilegt er að spyrja hvað það sé sem gerir Garðabæ og Seltjarnarnes góð sveitarfélög? Útsvarsprósentan er lægri þar en annars staðar. Afkoma er hófleg og skuldir sem hlutfall af tekjum eru litlar auk þess sem veltufjárhlutfall er viðunandi. Því má segja að öll hlutföll séu mjög hagstæð í sveitarfélögunum. Á botninum eru Reykjanesbær (3,9), Stykkishólmur (3,5) og Fljótsdalshérað (2,9) en staða allra þessara sveitarfélaga er mjög þröng. Horfur Skuldir flestra sveitarfélag hafa lækkað. Eftirlitsnefnd með fjárhag sveitar- félaga hefur sett sér það viðmið nú að heildarskuldir og skuldbindingar sveitar félags þurfi að vera undir 150% af heildartekjum og stefnt verði að enn lægra hlutfalli. Að sjálfsögðu er litið til ýmissa annarra þátta svo sem framlegðar frá rekstri, peningalegra eigna á móti skuldum o.fl. Síðastliðið vor var kosið til sveitar- stjórna og því hætt við að fjárhagurinn fari einhvers staðar úr böndum í ár. Í heild eru fjármál sveitarfélaganna á réttri leið þó að líklegt sé að fjármál margra þeirra verði áfram erfið. Ríkið hefur fært ýmis verkefni til sveitarfélaga, verkefni sem lítil sveitarfélög ráða ekki við. Því mun sameining sveitarfélaga halda áfram. Hagur sveitarfélaganna helst í hendur við afkomu almennings. Þess vegna hefur staðan batnað í mörgum sveitar félögum þar sem sjómenn eru margir, en laun þeirra hafa hækkað við gengisfall krónunnar. Sveitarfélög þurfa að halda áfram að sameinast, því að þannig ráða þau betur við stór verkefni og spara í stjórnsýslukostnaði. Batnandi samgöngur þýða að nú er Tafla 2: Íbúafjöldi í stærstu bæjarfélögunum og breyting frá 2012 til 2013 Sveitarfélag 2010 2011 2012 2013 Fjölgun Reykjavík 118.898 118.814 119.764 121.230 1,2% Kópavogur 30.779 31.205 31.726 32.308 1,8% Hafnarfjörður 26.099 26.486 26.808 27.357 2,0% Akureyri 17.754 17.875 17.966 18.103 0,8% Reykjanesbær 13.971 14.137 14.231 14.527 2,1% Garðabær 10.909 11.283 13.872 14.180 2,2% Mosfellsbær 8.642 8.854 8.978 9.075 1,1% Sveitarfélagið Árborg 7.827 7.783 7.826 7.889 0,8% Akranes 6.623 6.592 6.625 6.699 1,1% Fjarðabyggð 4.583 4.600 4.629 4.675 1,0% Seltjarnarnes 4.320 4.313 4.322 4.381 1,4% Vestmannaeyjar 4.142 4.194 4.221 4.264 1,0% Sveitarfélagið Skagafjörður 4.110 4.024 4.010 3.978 -0,8% Ísafjarðarbær 3.824 3.755 3.748 3.639 -2,9% Borgarbyggð 3.476 3.470 3.469 3.535 1,9% Fljótsdalshérað 3.401 3.408 3.434 3.463 0,8% Grindavíkurbær 2.821 2.830 2.860 2.888 1,0% Norðurþing 2.905 2.884 2.864 2.822 -1,5% Hveragerði 2.316 2.283 2.291 2.333 1,8% Sveitarfélagið Hornafjörður 2.119 2.143 2.166 2.167 0,0% Fjallabyggð 2.030 2.035 2.012 2.010 -0,1% Sveitarfélagið Ölfus 1.915 1.930 1.900 1.906 0,3% Dalvíkurbyggð 1.960 1.900 1.864 1.867 0,2% Rangárþing eystra 1.741 1.741 1.735 1.708 -1,6% Snæfellsbær 1.723 1.737 1.722 1.691 -1,8% Sandgerði 1.683 1.672 1.581 1.609 1,8% Rangárþing ytra 1.523 1.504 1.518 1.553 2,3% Sveitarfélagið Garður 1.452 1.477 1.429 1.409 -1,4% Húnaþing vestra 1.122 1.187 1.177 1.173 -0,3% Sveitarfélagið Vogar 1.161 1.126 1.105 1.127 2,0% Stykkishólmur 1.100 1.108 1.112 1.095 -1,5% Eyjafjarðarsveit 1.025 1.031 1.012 1.026 1,4% Bolungarvík 888 889 918 950 3,5% Vesturbyggð 890 910 941 949 0,9% Bláskógabyggð 935 906 897 931 3,8% Þingeyjarsveit 944 915 914 917 0,3% Blönduóssbær 904 871 878 881 0,3% Grundarfjarðarbær 903 899 905 872 -3,6% mun auðveldara en áður að komast milli byggðakjarna og því eðlilegt að tekið sé tillit til þess. Göng og vegabætur gerbreyta aðstæðum og sjálfsagt að nýta tækifærið til hagræðingar. Ekki er langt síðan nokkur sveitarfélög ömuðust við því að gerð væri úttekt sem þessi. Þau töldu að ekki væri hægt að miða við fjárhagslega mælikvarða því að íbúunum liði svo vel. Í sjálfu sér var það rétt og ekki bornar brigður á, en þannig er það yfirleitt í parýinu miðju. Allir eru kátir og timburmenn morgundagsins víðs fjarri. Mörg þessara sveitarfélaga eru einmitt þau sem verið hafa í gjörgæslu eftirlitsnefndarinnar undanfarin ár. Forsendur drauma­ sveitarfélagsins 1) Skattheimtan þarf að vera sem lægst. Sveitarfélög með útsvarshlutfallið 13,66% fá 10 og sveitarfélög með hlutfallið 14,48% fá núll. Skalinn er í réttu hlutfalli þar á milli. 2) Breytingar á fjölda íbúa þurfa að vera hóflegar. Fjölgun á bilinu 1,6 til 3,6% gefur 10 og frávik um 1% frá þessum mörkum lækka einkunnina um einn heilan. 3) Afkoma sem hlutfall af tekjum á að vera sem næst 10%, sem gefur einkunn ina 10. Dreginn er frá 1 fyrir hvert prósentu- stig sem sveitarfélag er fyrir neðan 10% Heimild: Hagstofa Íslands framhald á bls. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.