Vísbending


Vísbending - 06.10.2014, Qupperneq 4

Vísbending - 06.10.2014, Qupperneq 4
4 V Í S B E N D I N G • 3 8 . T B L . 2 0 1 4 Aðrir sálmar Skynjun og raunveruleiki Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Benedikt Jóhannesson Útgefandi: Heimur hf., Borgartúni 23,105 Rvík. Sími: 512 7575. Net fang: visbending@heimur.is. Prentun: Heimur. Upp lag: 700 eintök. Öll réttindi áskil in. © Ritið má ekki afrita án leyfis út gef anda. Fyrir nokkrum árum barst frétt af því að elsti maður í Tókíó væri dáinn. Árum saman hafði hann gert fjölskyldu sinni gagn með því að liggja í rúminu og safna bótum inn á bankareikning sinn. Enginn taldi það eftir, því að fjölskyldan annaðist hann og þjóðfélagið þurfti hvorki að greiða umönnunar- né sjúkrakostnað. Gamli maðurinn kaus að vera heima að sögn fjölskyldunnar eins og „lifandi Búdda“. Ef einhver kom í heimsókn til hans sögðu ættingjar að hann vildi engan hitta. Þegar öldungurinn varð 111 ára töldu háttsettir embættismenn við hæfi að þeir heimsæktu hann og færðu honum blóm. Þeim brá þó í brún þegar þeir komu að rúmin og sáu að afmælisbarnið var látið. Og ekki bara það. Þá voru 30 ár síðan það hafði síðast dregið andann. Það er auðvitað fátítt að menn nýtist fjölskyldu sinni svona vel löngu eftir andlátið, en margir hafa gert valdstjórninni gagn með því einu að vera til. Sögur fara af einræðisherrum sem misstu meðvitund og komust aldrei til hennar aftur en héldu þó bæði embætti og völdum. Á ofanverðri 18. öld náði Struensee, líflæknir Danakonungs, völdum í skamma stund, en kóngurinn sjálfur hafði misst vitið eða kannski aldrei haft það. Völd Struensee og velferðartékkar múmíunnar í Tókíó eru dæmi um hvað getur gerst, vegna þess að aðrir halda að eitthvað sé rétt. Í sjálfu sér báru menn ekki brigður á það að danski kóngurinn treysti lækni sínum, en engum datt í hug að gera neitt í því að æðsti maður ríkisins væri bilaður. Hann var kóngur og orð hans voru lög. Flestir þegnar hafa kannski ekkert vitað um andlegt ástand konungsins, að minnsta kosti er það ekki umtalað í íslenskum sögubókum. Þegar útvarpið færir okkur umsagnir um mál líðandi stundar segir það okkur oft að „prófessor“ eða „stjórnmálafræðingur“ segi þetta eða hitt. Í nokkur andartök höldum við að stóridómur hafi fallið, þangað til að við heyrum að þetta er bara gamall flokksgæðingur sem segir það sem fréttamaðurinn vill heyra. En ef til vill telur fólk flest að sérfræðingar sem fram eru leiddir hafi rétt fyrir sér. Skynjunin er mikilvægari en raunveruleikinn. bj Tafla 3: Skuldir og tekjur stærstu sveitarfélaga á íbúa árið 2013 Bæjarfélag Skuldir Tekjur Skuldir á mann á mann /Tekjum Reykjanesbær 2.578 1.066 242% Fljótsdalshérað 2.212 958 231% Reykjavík 2.083 1.090 191% Sandgerði 1.992 912 218% Fjarðabyggð 1.825 1.131 161% Norðurþing 1.721 936 184% Hafnarfjörður 1.451 716 203% Kópavogur 1.312 709 185% Borgarbyggð 1.238 854 145% Vesturbyggð 1.216 1.018 119% Ísafjarðarbær 1.214 941 129% Skagafjörður 1.213 921 132% Stykkishólmur 1.212 840 144% Akureyri 1.090 1.056 103% Rangárþing ytra 1.043 809 129% Mosfellsbær 1.032 790 131% Hveragerði 993 767 129% Árborg 953 780 122% Ölfus 878 864 102% Akranes 842 758 111% Snæfellsbær 834 1.072 78% Garðabær 770 912 84% Fjallabyggð 674 917 74% Dalvíkurbyggð 638 884 72% Vogar 592 699 85% Bláskógabyggð 574 988 58% Hornafjörður 452 957 47% Húnaþing vestra 435 1.054 41% Þingeyjarsveit 426 874 49% Vestmannaeyjar 401 996 40% Rangárþing eystra 341 754 45% Seltjarnarnes 201 711 28% Eyjafjarðarsveit 188 758 25% Sveitarfélagið Garður -27 652 -4% Grindavíkurbær -146 805 -18% hlutfall. Dreginn er einn þriðji frá 10,0 fyrir hvert prósentustig yfir 10%. 4) Hlutfall nettóskulda af tekjum sé sem næst 1,0. Frávik um 0,1 yfir þessu hlutfalli lækkar einkunnina um 1,0 frá einkunninni 10. Frávik um 0,1 fyrir neðan þetta hlutfall lækkar hana um 0,2. Ef skuldir eru mjög litlar getur það bent til þess að sveitarfélagið haldi að sér höndum við framkvæmdir. Þetta er breyting. Áður var miðað við frádrátt Tölur í þúsundum króna. Heimild: Upplýsingaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga upp á 0,5. 5) Veltufjárhlutfall sé nálægt 1,0 (sem gefur 10) þannig að sveitarfélagið hafi góða lausafjárstöðu en hafi ekki of mikla peninga í lélegri ávöxtun. Frávik um 0,1 neðan við hlutfallið gefur 1 í frádrátt. Frávik um 0,1 fyrir ofan hlutfallið gefur 0,2 í frádrátt. Hlutfall yfir 2,0 gefur einkunnina 8. Þetta er breyting frá fyrra ári þegar það hlutfall gaf 5. Allir þessi þættir gilda jafnt. framhald af bls. 3

x

Vísbending

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.