Vísbending


Vísbending - 06.10.2014, Blaðsíða 2

Vísbending - 06.10.2014, Blaðsíða 2
2 V Í S B E N D I N G • 3 8 . T B L . 2 0 1 4 Skuldastaða Reykjanesbæjar, Hafnar- fjarðar, Kópavogs og Reykjavíkur er alvarleg og vel yfir 150% af tekjum, sem er lögboðið hámark. Eftirlitsnefnd sveitarfélaga nefndi í ársskýrslu sinn vegna ársins 2012 Reykjanesbæ, Norðurþing og Breiðdalshrepp sem sveitarfélög sem væru í sérstakri umfjöllun. Sveitarfélög sem skulduðu í lok árs 2011 meira en 150% af tekjum sínum fengu allt að 10 ár hjá nefndinni til að ná 150% skuldaviðmiði og því þarf að gera meiri kröfur í rekstri gagnvart þeim. Við framsetningu viðmiða er miðað við lágmarkskröfur og ekki er gert ráð fyrir nema takmarkaðri fjárfestingu, þar sem svigrúm til nýrra fjárfestinga/lántöku hjá þeim sveitarfélögum sem skulda meira en 150% af tekjum sínum, er mun þrengra en þeirra sem skulda 150% og minna. Viðmið fyrir þau sveitarfélög sem skulda minna en 150% af tekjum gerir ráð fyrir óbreyttu skuldahlutfalli þeirra við skoðun á lágmarksviðmiðum, þ.e.a.s. ef sveitarfélag skuldar 100% af tekjum sínum eru viðmiðin til þess fallin að viðhalda 100% skuldahlutfalli. Framsetning viðmiða fyrir sveitarfélög sem skulda meira en 150% af tekjum sínum gerir ráð fyrir niðurgreiðslu skulda á 10 ára tímabili. Einkunnagjöf Vísbending hefur í mörg ár skoðað fjárhag sveitarfélaga. Mörg undanfarin ár hefur tímaritið gefið einkunnir eftir nokkrum þáttum. Slíkt getur auðvitað ekki veitt fullnægjandi svör vegna allra þeirra spurninga sem upp koma um fjárhagslegt bolmagn sveitarfélaganna. Einkunnagjöfin hefur oft vakið eftirtekt og stundum hafa sveitarfélög mótmælt niðurstöðunni því að hún mæli ekki lífsgæði í sveitarfélögunum. Því er rétt að undirstrika að einkunnagjöfin mælir fyrst og fremst fjárhagslegan styrk sveitarfélaganna. Í tölunum hér á eftir er miðað við rekstrartölur úr ársreikningum sveitarfélaga árið 2013 sem eru að sjálfsögðu nýjustu tölur sem fyrir liggja. Upplýsingaveita Sambands íslenskra sveitarfélaga birtir gögn á Netinu og er aðalheimild um tölur í þessari grein. Mjög mikilvægt er að líta á heildarskuldir sveitarfélaga þar sem meðtaldar eru skuldir vegna eftirlaunaskuldbindinga og ábyrgðir vegna einkaframkvæmda svo að dæmi séu tekin. Einkafjármögnun framkvæmda naut mikilla vinsælda sumra stjórnmálamanna, ekki bara vegna þess að hún sé hagkvæmari en framkvæmdir hins opinbera heldur ekki síður vegna þess að hún kom ekki fram í skuldum. Þetta hefur nú breyst bókhaldslega, en enn tala stjórnmálamenn þó um einkaframkvæmdir, nú síðast í vegamálum. Hér er alltaf horft á bæjarfélagið í heild en ekki aðeins sveitarsjóð. Þetta er eðlilegt vegna þess að mörg sveitarfélög hafa fært ákveðna þætti út úr sveitarsjóði og eru því ekki sambærileg við önnur sem ekki hafa gert sambærilegar breytingar. Skuldir Heildarskuldbindingar sveitarfélaganna í landinu minnkuðu úr 593 milljörðum króna árið 2012 í um 550 milljarða árið 2013 sem er raunminnkun um 9%. Hlutfall heildarskulda (með skuldbindingum) var um 184% af tekjum á ári hjá sveitarfélögunum í heild, en var 213% árið áður. Skuldir sveitarfélaganna minnkuðu meðan tekjur jukust og staðan batnaði talsvert á þennan mælikvarða. Lengi vel hefur mælikvarðinn skuldir á íbúa verið talinn gefa góða vísbendingu um fjárhagslega stöðu sveitarfélags. Í árslok 2013 var hún tæplega 1.700 þúsund krónur á mann, en nam 1,843 milljónum króna árið 2012. Að raungildi er það minnkun um 10%. Nettóskuldir, þ.e. skuldir að frádregnum veltufjármunum voru 476 milljarðar króna í árslok en var 510 milljarðar króna árið áður. Fyrst og fremst er horft á nettóskuldir á íbúa. Nokkur sveitarfélög eiga talsverðar peningaeignir og eðlilegt að tekið sé tillit til þess þegar horft er á stöðuna. Skuldugasta sveitarfélagið samkvæmt þessum mælikvarða (sjá töflu 3) er Reykjanesbær með 2,5 milljónir í skuld á íbúa. Skuldirnar hafa hækkað í krónum talið frá fyrra ári. Í höfuðborginni eru nettóskuldir um 2,1 milljón á íbúa, en skuldir Orkuveitunnar eru enn afar háar. Sandgerði, Fjarðabyggð, Fljótsdalshérað og Norðurþing eru öll með skuldir upp á 1,5 til 2,0 milljónir króna á íbúa og hefur hlutfallið í flestum tilvikum lækkað nokkuð. Þetta hlutfall segir ekki allt. Sum sveitarfélög hafa staðið í miklum framkvæmdum og vænta þess að fá meiri tekjur til baka en hin. Einnig má horfa á hlutfall skulda af tekjum ársins. Hlutfallið sýnir hversu lengi sveitarfélögin væru að borga skuldir sínar ef þau þyrftu ekkert að sinna rekstri eða nýjum framkvæmdum. Hér er miðað við að hlutfallið sé ekki hærra en 1,0. Eftirlitsnefndin hefur miðað við að hlutfallið fari ekki yfir 1,5. Hjá mörgum sveitarfélögum er hlutfallið sem fyrr segir hærra en 2,0 í árslok 2012 (sjá töflu 3) sem er mjög alvarlegt veikleikamerki. Fólksfjöldi Sveiflur hafa verið í mannfjölda að undanförnu. Fólki fjölgaði um 0,7% á árinu 2012 og um 1,2% árið 2013. Þó voru flutningar frá landinu miklir. Fækkun ber það með sér að íbúarnir telji að betra sé að búa annars staðar og getur verið til vitnis um að ekki sé allt eins og best verður á kosið í sveitarfélaginu sem fækkar í. Það er heppilegt að fólksfjöldi aukist hóflega. Ef hann eykst of hratt er hætt við að erfitt verði að veita öllum nýju íbúunum þjónustu strax. Gatnagerð og aðrar framkvæmdir vegna nýbygginga geta líka komið niður á fyrri íbúum. Tekjur og afkoma Tekjur sveitarfélaganna á íbúa eru nokkuð mismunandi. Mestar eru þær í Fjarðabyggð, 1.131 þúsund krónur á mann og yfir milljón á mann í Reykjavík, Snæfellsbæ, Reykjanesbæ, Akureyri, Húnaþingi vestra og Vesturbyggð. Tekjurnar eru innan við 750 þúsund krónur á íbúa í Garði, Vogum, Kópavogi, Seltjarnarnesi og Hafnarfirði. Það er að sjálfsögðu ekki markmið í sjálfu sér að sveitarfélög afli mikilla skatttekna, en á næstunni er augljóst að sveitarfélög verða mörg bæði að draga úr þjónustu og fullnýta skattstofna. Eðlilegt má telja að afgangur af rekstri sé nálægt 10%. Allmörg sveitarfélög voru með milli 10 og 15% af tekjum í rekstrarafgang. Útsvarsprósenta var víðast 14,48%. Ekki er hægt að segja að mikil fjölbreytni sé í útsvarsprósentunni árið 2013. Lægst var hún hjá stærri sveitarfélögum13,66% í Garðabæ og á Seltjarnarnesi. Draumasveitarfélagið Í umfjöllun sinni um sveitarfélög hefur Vísbending útnefnt draumasveitarfélagið, en það er það sveitarfélag sem er best statt fjárhagslega samkvæmt nokkrum mælikvörðum (sjá skilgreiningar í kassa). Einkunnagjöfin endurspeglar erfitt árferði. Aðeins eitt sveitarfélag nær einkunn yfir 9,0, en það er Seltjarnarnes með 9,3. Seltjarnarnes er því draumasveitarfélagið í ár. Garðabær með 8,7. Garðabær var draumasveitarfélagið framhald af bls.1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.