Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2011, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 03.03.2011, Blaðsíða 9
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 9VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. MARS 2011 Keilisnemar að gera góða hluti í háskólunum þýðir að þegar allt er komið á fullt að hér verið 60 nemendur í faginu sem munu enda veturinn með tískusýningu. Aðalhugs- unin er svo sú að í framhald- inu, í stað þess að hver hverfi til síns heima, að þá hjálpum við þeim að stofna sín eigin félög sem þó hefðu sameiginlega að- stöðu á saumaverkstæði hér á Ásbrú, væntanlega í Eldey. Þetta er nám á framhaldsskólastigi og má túlka sem iðn- og hönn- unarskóla að danskri fyrirmynd. Þetta er hins vegar ekki lög- vernduð iðngrein. Það er mikill áhugi fyrir þessu námi sem er í anda Ásbrúar. Það er einnig gott dæmi um það hvernig námið getur leitt af sér beina fram- leiðslu og sölu“. - Þið auglýstuð nám sem þið kölluðuð TROMPIÐ. Hvað varð um það? „Það er kreppa og skólagjöldin eru dýr. Við fengum ekki nægan fjölda nemenda núna en von- umst til með að geta farið af stað með námið í haust. Þegar TROMPIÐ fer af stað verður ekki aftur snúið því það verður svo mikið af lifandi og skemmti- legum verkefnum sem eiga eftir að vekja mikla athygli“. Metanstöðin að verða klár Af öðru starfi hjá Keili, þá er vonast til að generalprufan á metanstöð Keilis verði nú í byrjun mars og í framhaldi af því verði hún opnuð. „Við höfum ekki viljað opna hana fyrr en allt væri komið á hreint, að öll tækni virki og allt kerfið verið orðið slípað. Það hefur tekið lengri tíma en við ætluðum. Fjöl- margir hér á svæðinu hafa sýnt metaninu áhuga. Fleiri en einn aðili ætla að setja upp starfs- stöðvar til að breyta bílum til að brenna metani í stað bensíns og Keilir ætlar að hafa tekjur af stöðinni til að efla skólann. Jafn- framt er stöðinni ætlað að þjálfa nemendur í að vinna með þetta eldsneyti. Áhuginn er ótrúlega mikill á Suðurnesjum,“ segir Hjálmar. Í anda Amazing Race - Þið eruð einnig að fara af stað með skemmtilegt verkefni í anda Amazing Race. „Við erum í samstarfi við Fisk- tækniskólann að skoða raun- greinabúðir. Raungreinabúð- irnar eru aðstaða fyrir nemendur úr grunn-, framhalds- eða þess vegna háskólanum. Þarna erum við að horfa bæði á innlendan og erlendan markað þar sem nemendur geta komið hingað og unnið létt og skemmtileg verkefni á sviði raungreina. Þeir gætu t.a.m. sett saman lítinn vetnismódelbíl eða sólarraf- hlöðubíl og annað í þeim dúr og til þess að gera þetta að leik búum við til hópa sem fara í keppni ekki ósvipuð Amazing Race, þar sem hópar keppa í að fara yfir einstakar starfsstöðvar og leysa verkefni á hverri starfs- stöð. Þetta getum við kallað raungreinahlaup. Fyrstu hóp- arnir komu í lok febrúar. Hingað koma Danir í mars og apríl og í framhaldinu munum við bjóða þetta innlendum nemendum“. Ráðstefna um flug og snjó - Þið hélduð ráðstefnu um eld- gos og flugsamgöngur á síðasta ári með góðum árangri. Í vetur hafa verið fréttir af vandræðum á flugvöllum vegna snjóa. Er það efni í nýja ráðstefnu? „Jón Hjaltalín Magnússon, sá snillingur, er sambærilegur við Albert Albertsson hjá Hita- veitunni, endalaus uppspretta hugmynda, átti hugmyndina að gosráðstefnunni. Hann fékk þá hugmynd að boða til nýrrar ráð- stefnu í maí á þessu ári um flug og snjó. Undirtektir hafa verið mjög góðar og vonandi verður af ráðstefnunni“. Ráðstefnuhald er ein af stoðum Keilis. Heilsuskóli Keilis hefur verið duglegur að halda ráð- stefnur fyrir einkaþjálfara. Nýlega voru ráðstefnur annars vegar um einkaþjálfun og eldri borgara og hins vegar ráðstefna fyrir einkaþjálfara sem vinna með barnshafandi konum. Þessar ráðstefnur voru vel sóttar af einkaþjálfurum sem eru að sérhæfa sig á þessu sviði. Um helgina 24.-26. febrúar voru hér um 80 toppþjálfarar í þjálfunarbúðum þar sem fimm bandarískir sérfræðingar á sínu sviði leiðbeindu. Heilsuskólinn, undir forystu Gunnhildar Vil- bergsdóttur, hefur verið öflugur við slíkt námskeiðahald. Handboltabúðir á Ásbrú Keilir er einnig að kanna mögu- leika á að halda á Suðurnesjum æfingar og æfingamót fyrir B- og C-landslið í handbolta. Þetta eru þau lið sem ekki komast í þessi alvöru mót. Málið hefur verið rætt við Færeyinga, Skota, Breta, Lúxemborgara og fleiri aðila og þar virðist vera tölu- verður áhugi. Þetta verkefni er hugsað fyrir öll íþróttahúsin á Suðurnesjum. „Með þessu verk- efni erum við að nýta aðstöð- una á svæðinu og þau svið sem við erum góð í,“ segir Hjálmar Árnason hjá Keili í samtali við Víkurfréttir og bætir við: „Tækifærin blasa við og aðstaðan á Ásbrú er engu lík. Hún á eftir að gegna mikilvægu hlutverki í endurreisn samfélagsins hér á Suðurnesjum“. hilmar@vf.is Námið hjá Keili er fjölbreytt. Hér er það nám í flugumferðarsjórn. Jóhann Smári Sævarsson heldur tónleika ásamt konu sinni, Jelenu Raschke í bíósal Duushúsa á sunnudag- inn þann 6. mars kl. 17:00. Móðir Jóhanns, Ragnheiður Skúladóttir mun leika undir á píanó. Jóhann er tilnefnd- ur til íslensku tónlistarverð- launanna sem rödd ársins en eins og margir vita er hann landsþekktur bassi. Jelena Raschke, kona hans, er sópr- an en hún er hálf rússnesk og hálf þýsk og fannst þeim þetta tilvalið verkefni. „Okkur datt þetta í hug að vera með íslenska og rússneska tón- list á sömu tónleikunum útaf konunni,“ sagði Jóhann Smári í samtali við Víkurfréttir. „Við munum skipta þessu á milli okkar og syngjum eitthvað frá báðum þjóðernum.“ Tónlistin sem þau munu flytja er ekki af verri endanum. „Tón- listin frá Rússlandi er róm- antísk og falleg. Sú íslenska er svo frá þekktum íslensku höf- undum eins og Eyþóri Stefáns- syni og bróður mínum, honum Sigurði Sævarssyni. Þarna má finna lög eins og Maríu vers en allir ættu að gera fundið eitt- hvað við sitt hæfi.“ Foreldrar Jelenu koma til landsins í vikunni og keyptu þau hundrað konfekt mola til að gefa með hverjum seldum miða svo allir fá rússneskt nammi við komu. „Ætli ég verði ekki að fara út í búð í vik- unni til að kaupa Nóa Síríus súkkulaði til að jafna þetta út,“ sagði Jóhann. Miðaverði er stillt í hóf og kostar miðinn 2.000 kr. en 1.500 kr. fyrir nemendur og eldriborgara. siggi@vf.is Fjölskyldutónleikar og rússneskir konfektmolar

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.