Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.03.2011, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 03.03.2011, Blaðsíða 15
STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Í YFIR ÞRJÁ ÁRATUGI! 15VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 3. MARS 2011 SPORT BODYBUILDER.IS er netverslun með fyrsta flokks fæðubótarefni á góðu verði auk þess að vera með ýmsar aðrar vörur tengdar líkamsrækt. Glæsileg 3ja herbergja íbúð á 3. hæð við Aðalgötu 1 til sölu. Laus strax. Upplýsingar á Fasteignasölunni Ásberg í síma 421 1420. Jón Örvar Arason hlaut Starfsbikar Keflavíkur en margir fleiri fengu við- urkenningar fyrir góð störf sem afhent- ar voru á aðalfundi Keflavíkur, íþrótta- og ungmennafélags í vikunni. Helga Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ talaði um hversu vel reikningar félags- ins væru lagðir fram og skýrsla stjórnar. Þá sæmdi hún þá Ólaf Birgi Bjarnason og Guðsvein Ólaf Gestsson starfsmerki UMFÍ. Þórður Magni Kjartansson, gjaldkeri Keflavíkur, sagði í ræðu sinni að þó félagið í heild sinni kæmi ekki nema í rúmum tíu milljón króna tapi eftir árið, þá mætti lítið útaf bera. Hann sagði eigið fé ekki mega vera mikið minna til að illa færi. Körfuknattleiksdeild Keflavíkur kom best út árið 2010 en hún var með tæpar 2,8 milljónir í rekstrarafgang. Þá kom fim- leikadeildin verst út eða með rúmar 5 milljóna kr. tap. Stærsta körfuboltamót landsins, Nettómótið, verður haldið nú um helgina í Reykjanesbæ. Allur undir- búningur mótsins er á lokastigi en að mörgu þarf að huga svo jafn fjölmennt körfuboltamót gangi eins hnökralaust og mögulegt er. Mótið er einnig lang- stærsti einstaki íþróttaviðburðurinn í Reykjanesbæ ár hvert og er mótið fyrir drengi og stúlkur 11 ára og yngri. 20 ára afmælismótið í fyrra var gríð- arlega vel heppnað að sögn mótshald- ara og reyndist mótið það stærsta frá upphafi, en rúmlega þúsund keppendur mættu til leiks. Í ár verður um enn frek- ari fjölgun að ræða, enda hafa 190 lið skráð sig til keppni frá 24 félögum sem er um 25% fjölgun frá fyrra ári. Reikna má með að leiknir verði hátt í 450 leikir á 13 völlum í fimm íþróttahúsum. Nettó, Reykjanesbær og KarfaN, sam- eiginlegt hagsmunafélag barna- og unglingaráða Körfuknattleiksdeilda Keflavíkur og Njarðvíkur, hlakka til að sjá ykkur á Nettómótinu 2011 og bjóða alla velkomna til Reykjanesbæjar um helgina. Þar munu allir leggja sig fram um að öll fjölskyldan eigi stórbrotna helgi, skemmti sér konunglega og taki með sér góðar og ógleymanlegar minn- ingar heim frá mótinu. Veittar voru viðurkenn- ingar fyrir árið 2010 og voru þær eftirfarandi: Starfsbikar Keflavíkur 2010 Jón Örvar Arason Starfsmerki UMFÍ Ólafur Birgir Bjarnason Guðsveinn Ólafur Gestsson Bronsmerki Keflavíkur Ásdís Júlíusdótt- ir, badmintondeild Hjördís Baldurs- dóttir, knattspyrnudeild Halldóra B. Guðmunds- dóttir, fimleikadeild Helga H. Snorra- dóttir, fimleikadeild Silfurmerki Keflavíkur Geir Gunnarsson, skotdeild Hermann Helgason, körfuknattleiksdeild Þorsteinn Magnússon, knattspyrnudeild Gullmerki Keflavíkur Árni Pálsson, skotdeild Sigurvin Guðfinns- son, aðalstjórn Þórður Magni Kjartansson, aðalstjórn Silfur-heiðurs- merki Keflavíkur Björn Jóhannsson Hörður Ragnarsson Jón Ólafur Jónsson Gull-heiðursmerki Keflavíkur Sigurður Steindórsson Viðurkenningar Björn Jóhannsson, Sigmar Björnsson og Baldvin Sigmarsson Sjúkraþjálfun Suðurnesja Nettó-mótið aldrei verið stærra 4 Stærsta körfuboltamót landsins haldið um helgina í Reykjanesbæ Sundparið Árni Már Árna-son og Erla Dögg Haralds- dóttir sem stunda nám við Old Dominion háskólann í Virginu fylki Bandaríkjanna, náðu glæsilegum árangri á meistaramóti CAA sem er deild innan þeirra fylkis síð- ustu helgi. Árni var valinn sundmaður mótsins og telst það frábær viðurkenning. Hann vann allar þrjár ein- staklingsgreinarnar sem hann tók þátt í, en hann var alveg við sína bestu tíma í 100 og 200 jarda bringu og í 100 jarda bringusundi náði Árni 10. besta tíma ársins yfir alla háskólasundmenn landsins sem er frábær árangur. Einnig setti Árni mótsmet í 200 jarda fjórsundi. Erla bætti sig í öll- um sínum greinum 100 og 200 jarda bringu og 200 jarda fjór- sundi og setti skólamet í þeim öllum um leið. Erla fékk tvö silfur og eitt brons á mótinu. Bæði náðu þau lágmörkum til þátttöku á Háskólameist- aramóti NCAA sem er milli allra háskóla landsins en þar mun Erla taka þátt í fyrsta sinn en Árni hefur einu sinni áður komist inn. GlæsileGur áraNGur hjá erlu DöGG oG árNa Jón Örvar hlaut Starfsbikar Keflavíkur Ólafur Birgir Bjarnason og Guðsveinn Ólafur Gestsson fengu starfsmerki Ungmennafélags Íslands. Jón Örvar Arason fékk Starfsbikar Keflavíkur 2010.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.