Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.06.2011, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 16.06.2011, Blaðsíða 8
8 FIMMTudagurInn 16. júní 2011 • VÍKURFRÉTTIR ›› Víkurfréttir rifja upp gamla frétt með þeim sem upplifðu atburðinn: Bruninn í „stóru blokkinni“ árið 1994 Allt orðið sótsvart og lyktin alveg skelfileg! Tilkynning barst um eldsvoða í stóru blokkinni svokölluðu á gatnamótum Sólvallagötu og Faxabrautar í Keflavík á fimmtudeginum 8. júní árið 1994. Tilkynn- ingin barst klukkan 23:05 en vegfarendur um Hringbraut urðu eldsins varir þegar þeir sáu mikinn reyk leggja frá húsinu og lögreglu var gert viðvart. Lögregla og slökkvi- lið voru fljót á vettvang enda ekki langt að fara. Þegar fyrstu menn höfðu kannað að- stæður var ljóst að aukalið þurfti til að glíma við eldsvoðann og allt tiltækt slökkvilið var kallað til. Á bilinu 70-80 slökkviliðsmenn börðust við eldinn og 25 lögreglumenn voru við störf auk fjölda björgunarsveitarmanna af Suðurnesjum. Þegar menn gerðu sér grein fyrir alvarleika málsins var kallað eftir aðstoð slökkviliðsins á Keflavíkurflugvelli sem átti eftir að reynast áhrifavaldur í því að ekki fór verr segir í frétt frá 1994. Þremur tímum eftir að útkalllið barst var búið að ráða niðurlögum eldsins en þá var allt þakið Sólvallagötumegin ónýtt og bróður- parturinn af þakinu Faxabrautarmegin mikið skemmdur. Jóhann Geirdal bjó í húsinu á þessum tíma og rifjar upp kvöldið. „Þetta var á fimmtudags- kvöldi og það var nýbúið að kjósa nýja bæjar- stjórn, þá fyrstu í nýju sveitarfélagi Keflavíkur, Njarðvíkur og Hafna sem ekki hafði hlotið nafn enn (Reykjanesbær verður til 2 dögum síðar, 11. júní). Við vorum einmitt að funda fyrr um kvöldið um ákveðna tillögu og ég kem heim um 10 leytið. Þá var sonur minn einn heima en hann var á fermingaraldri á þessum tíma og er að gera sig kláran í háttinn. Ég er bara að bíða eftir 11 fréttunum sem voru á þeim tíma en svona 5 mínútum fyrir 11 þá er bankað á dyrnar hjá mér og mér tjáð að það væri mikill reykur uppi á lofti og ég fer út og skoða það. Ég bað viðkomandi mann- eskju að ganga á íbúðirnar og biðja fólk um að ríma húsið. Ég fer aftur inn og vek strákinn og kem honum í föt og ætla að ná í köttinn en þá verður mér litið á sjónvarpið og 11 fréttir eru að byrja. Alþýðuflokkurinn var með flokksþing í íþróttahúsinu við Sunnubraut fyrr um kvöldið þar sem Jón Baldvin bar sigurorð af Jóhönnu Sigurðardóttur í formannskjörinu og Jóhanna lætur þessi fleygu orð falla þar sem hún steytir hnefann og segir: „Minn tími mun koma“. Um leið og ég sé þetta þá slokknar á sjónvarpinu. Þetta hafði það mikil áhrif að rafmagnið fór af blokkinni og sjónvarpið fór aldrei í gang aftur. Það komust allir út af sjálfsdáðum nema á 3. hæð. Þar var kona með ungt barn sem að bjarga þurfti með stiga frá svölunum aftan við húsið. En blessunarlega þá varð engum líkamlega meint af eldsvoðanum. Það voru reykskemmdir alveg niðurúr og einnig töluvert vatnstjón og þakið allt brunnið. Þar uppi voru geymslur sem eyðilögðust og fólk missti þar mikið af hlutum. Konan mín hafði erft víravirki frá ömmu sinni úr silfri og gulli fyrir upphlut og það var uppi í geymslu þar sem allt var brunnið. Við fengum að fara þangað upp daginn eftir vegna ein- hverra tryggingarmála og við ákváðum að leita að þessu skarti. Þar sem geymslan okkar hafði verið fundum við svo þennan plastköggul sem hafði áður verið taska og þar voru erfðagrip- irnir, allir orðnir svartir og sótugir. Það vildi svo þannig til að piltur innan fjölskyldunnar var að læra gullsmíði á þessum árum og sam- þykkti að kíkja á þetta og sjá hvort ekki væri hægt að bjarga þessu. Gullsmiðurinn þekkti svo handbragðið og var harðákveðinn í að bjarga þessu og það hafðist að lokum, eftir mikla vinnu. Annað var ekki mikið tilfinn- ingalegt tjón og flest hægt að endurnýja. Þetta var svo heljarinnar mál eftir á því fólk var mismunandi vel tryggt en þau mál tel ég hafa farið ágætlega hjá flestum og blokkin varð mun betri eftir þetta“. Jóhann og fjölskylda hans fluttust ekki aftur inn í íbúðina, hann leigði íbúð tímabundið og flutti svo á þann stað sem hann býr á nú í dag. „Fólk leitaði til ættingja og vina og Rauði krossinn aðstoðaði fólk á staðnum. Við fengum ekkert að fara inn til okkar næstu sólarhringa meðan hreinsun og tryggingarmál voru í vinnslu. Auðvitað var heilmikil vinna sem fór í hreinsunarstarf og ég var m.a. í lengri tíma að þrífa bókasafnið mitt.“ Jóhann segist ekki mikið velta þessu fyrir sér nú til dags en þó hugsar hann til þess hvað blokkin hafi batnað til hins betra eftir þetta allt saman. „Þetta var svo sem ekki mikið áfall en fólk metur það sjálfsagt misjafnlega en þegar öllu er á botninn hvolft þá voru það bara ver- aldlegir hlutir sem eyðilögðust í brunanum þennan dag.“ Guðný Ósk Jensen bjó á Sólvallagötu 38 á 4. hæð árið 1994. „Elsta systir mín, þá 12 ára var að passa okkur systurnar, 7 og 10 ára, þar sem mamma mín varð 29 ára gömul þann 9. júní. Eins og lög gera ráð fyrir vorum við systur ekkert voða stilltar að fara að sofa þegar mamma var ekki heima. En ég man það vel að við lágum báðar í rúmunum okkar og elsta systir mín inni í stofu að horfa á sjónvarpið þegar að rafmagnið allt í einu slær út. Við systur vorum auðvitað fljótar framúr til að athuga hvað væri í gangi. Stuttu seinna er svo barið harkalega á hurðina hjá okkur og við heyrðum kallað „opnið hurð- ina, þetta er lögreglan“. Við vorum orðnar vanar að það væri óreglu- fólk á háloftinu fyrir ofan okkur og að við ættum ekki að opna fyrir neinum, þannig að systir mín trúði ekki að þetta væri lögreglan og sagði honum að koma sér í burtu og lét fylgja með nokkur vel valin orð sem ekki eru prent- hæf. En áfram hélt hann að hamast á hurðinni og var farinn að hóta að sparka hurðina niður ef við opnuðum ekki. Við vorum auðvit- að orðnar virkilega hræddar núna og viss- um ekkert hvað var í gangi. Þá ákveður syst- ir mín loksins að opna rifu á hurðina og inn ryðst lögreglumað- urinn og skipar okkur út undir eins þar sem það er kviknað í há- loftinu fyrir ofan íbúð- ina okkar. Ég fraus algjörlega og gat mig hvergi hreyft og systir mín hljóp um að leita að skónum sínum. Ég man að lögreglu- maðurinn öskrar eitt- hvað á systur mína að gleyma skónum og koma sér út og hrifsar mig svo í fangið, vefur um mig teppi og hleypur niður stigann. Ég kem aldrei til með að gleyma því hvað það var allt gjörsamlega sótsvart þeg- ar ég leit upp í loftið á leiðinni niður og lykt- in alveg skelfileg! Þegar út er komið erum við settar inn í lögreglubíl með gam- alli konu, ég man mjög vel eftir því að hún var ekki með neinar tenn- ur, enginn tími til að taka svoleiðis með sér þegar húsið brennur. Við sátum í þó nokk- urn tíma í lögreglu- bílnum og horfðum á húsið okkar brenna, hágrátandi með mikl- ar áhyggjur af öllum dýrunum okkar, en þau lifðu öll af þótt ótrúlegt sé. Allt í einu sjáum við mömmu okkar koma á hlaupum og ætlar inn í brennandi húsið að leita að okkur, þá hafði hún reynt að hringja heim en þegar enginn svaraði lítur hún út um gluggann hjá vinkonu sinni og sér þá reykjar- mökk leggja frá húsinu sínu. Eftir að það náð- ist að stoppa hana var henni fylgt til okkar og stuttu eftir það man ég að við vorum færðar yfir í rútu með restinni af íbúunum. Ég man ekki mikið eftir þetta en mig minnir að pabbi okkar hafi komið og keyrt okkur heim til ömmu okkar þar sem við bjuggum næstu daga. Nokkru seinna fórum við svo með blóm á lög- reglustöðina í Keflavík, ég gaf manninum sem bar mig niður stigann blómvönd og svo gáfu systur mínar lögreglukonunni sem bjargaði dýrunum okkar annan blómvönd. Sjálfsagt hefur allt okkar dót og innbú verið ónýtt en það er ekki eitthvað sem 7 ára gamalt barn veltir fyrir sér, ég fékk nýtt dót gefins minnir mig. Nokkrum árum seinna flytjum við svo á Sólvallagötu 42, í blokkina við hliðina á „stóru blokkinni“ og fyrsta árið dreymdi mig mikið að það væri kviknað í húsinu okkar en það óx svo af mér þó ég viðurkenni fúslega að enn þann dag í dag er húsbruni eitthvað sem ég hræðist hvað mest.“ „Minn tími mun koma“ voru lokaorðin og blokkin brann ›› Guðný Ósk Jensen var 7 ára þegar bruninn varð: Ljósmynd: Ragnar Axelsson „Við vorum orðnar vanar að það væri óreglu- fólk á háloftinu fyrir ofan okkur og að við ættum ekki að opna fyrir neinum, þannig að systir mín trúði ekki að þetta væri lögreglan og sagði honum að koma sér í burtu“.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.