Alþýðublaðið - 28.11.1919, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 28.11.1919, Blaðsíða 2
2 alÞýðublaðið í Reglum brauðgerðarinnar (s.þ. á stofnfundi 28. okt. 1917) svo: „1. gr. Brauðgerö sú, sem sett er á stofn með frumkvæði Alþýðu- sambands íslands þann 28. okt. 1917, er eign verklýðsfélag- anna í Reykjavík, þeirra sem í Sambandinu eru, og heitir Brauð- gerð alþýðufélaganna. Er það einn þáttur í starfsemi Sambandsins". Þeim, sem lánuðu stofnféð, var þó í reglum þessum trygt eftirlit með fyrirtækinu, meðan stofnféð var ekki endurgreitt, áttu þeir að kjósa meiri hluta stjórnarinnar og reikningar áttu að leggjast fyrir fund þeirra. Yar þetta sett, svo að mönnum þætti aðgengilegra að lána fé í brauðgerðina. En öll- um var Ijóst, að hér var að eins um lánsfé að ræða, en ekki hluta- fé, enda segir í 5. gr. áðurnefndra Reglna: „Stjórnin getur í samráði við fulltrúa félaganna (þ. e. Full- trúaráðið) tekið ákvörðun um að endurgreiða stofnféð, sjái hún fram á, að brauðgerðin þurfi þess ekki lengur með“. Og enn í 6. gr.: „Þegar stofnféð er endurgreitt, getur fulltrúafundur Alþýðusam- bandsins einn breytt reglunum". Þessi ákvæði eru svo skýr og ljós, að ekki verður um deilt, hvað við sé átt. Þegar brauðgerðin hafði starfað í liðugt ár og ársreikningar voru lagðir fyrir fulltrúaráðið, þótti mönnum einsaétt, að rétt væri að taka ákvörðun um að endurgreiða stofnfjárlánin; það væri svo lítill hluti af því, sem þyrfti til rekst- urs fyrirtækinu, en það hafði hins vegar afiað sjálfu sér nokkurs fjár (iiðl. 8 þús. kr. var ágóðinn). Var siðan samþykt á fulltrúafundi 26. febr. 1919, að endurgreiða stofn- íéð; en af þvi að óskir komu fram frá nokkrum mönnum, um að mega láta ián sín standa inni hjá brauðgerðinni, var jafnframt ákveðið, að þeir, sem það vildu, gætu fengið að eiga fé sitt inni á vöxtum, sem tilteknir voru (5%), og fá lánsskírteini fyrir fjárhæð- inni. Létu sumir það í Ijós, að þeir vildu eiga þetta í minningu þess, að þeir hefðu verið með í stofnun þessa þarfa fyrirtækis. Sennilega er orðrómurinn, sem að framan er á minst, spunninn út af þeirri ákvörðun Fulltrúaráðs- ins, að endurgreiða lánsféð. Hér hefir verið frá því skýrfc, hvernig málum er háttað, og getur þá enginn, er sannsýnn vill vera og rétt mál skilur og vill skilja, lagt trúnað á þenna óhreina orðaslæð- ing. Það var ekki nein tilviljun, að Alþýðubrauðgerðin er eign verk- lýðsfélaganna, en ekki hlutafélag. Fyrirkomulagið var fyrirfram vand- lega íhugað og vegið. Það var að vísu girnilegt, að fara venjulega hlutafélagaieið, því hefði fyrirtækið verið stofnað á þann hátt, stóð til boða mikið fé. En að öllu yflrveg- uðu varð hitt fyrirkomulagið ofan á. Venjulegt hlutafélag hefði fljótt komist á þann rekspöl, að hugsa að eins um að grœða fé handa hluthöfunum, minna um aðaltil- ganginn, að framleiða vandaða vöru og að hafa sannvirði á brauð- unum. Það fyrirkomulag hefði því engin vörn verið almenningi í þessu efni, nema ef til vill rétt í bili. En með því fyrirkomul'Bgi, sem á er, verður hvötin sterkust til að fylgja hinni upphaflegu tilætl- un. Verklýðsfélögin, sem eru í sambandinu, stjórna íyrirtækinu gegDum fulltrúa, sem þau sjálf velja, og hafa þannig hönd í bagga um alla starfsemi. Veiður það þá auðsætt, að menn lita fremur á vöndun í framleiðslu og sanngirni í verðlagi, heldur en þó að þús- undinu meira græddist á fyrir- tækinu. ifsíí: Símskeyti. Khöfn 26. nóv. Samsæri. Frá London er simað, að kom- ist hafi upp liðsforingjasamsæri, sem ætlaði sér að myrða Veni- zelos, forsætisráðnerrann gríska, en koma Konstantín konungi, hinum afsetta, aftur til valda. Eftirmaður Haases. Óháðir jafnaðarmenn hafa nú kosið sér nýjan formann í stað Haase, sem var myrtur, er það Henke, sem er meðal hinna svæsn- ustu af þeim flokki. Friðarsamningarnir. Bandamenn tilkynna, að Þjóð- verjar séu þess valdandi, ef frið- arsamningarnir öðlist ekki gildi 1. desember. Úttenðar jréttir. Hinni syknr. Fyrir stríðið voru framleiddar á meginlandi Evrópu 8.524 miljónir smálesta af sykri á ári og var mikið af því flutt til annara heims- álfa. Nú er framleiðslan ekki nema 3.500 miljónir smálesta á ári og meginlandið verbur nú að fá syk- ur frá Ameríku, sem framleiðir nú vikulega um 100 þúsund smá- Jestir. Frakkar nota vatnsaflið. Frakkland mun eiga yfir a& ráða um 9 miljónum hestkrafta í vatnsafli. Nú á síðustu tímum hefir vaknað hjá Frökkum öflug hreyfing í þá átfc að nota þetta dýrmæta afl og eru kolavandræðin þar eins og annarsstaðar, — nema á íslandi, sem altaf virðist hafa nóg' eldsneyti, eftir áhuga manna á virkjun vatns að dæma, — orsök hreyfingarinnar. Skrifari ráðuneyt- is opinberra verka hefir nýveri& lagt fram áætlanir um stórkost- legar breytingar samgöngutækja.. Vill hann láta ríkib hlutast til um,. að þessum járnbrautum verði breytt í raforkubrautir. Paris— Orleans, sem er samtals 3100 km langar; Paris—Lyon, sem er 2200 km löng og Miðjarðarhafs ogSuð- urfrakklands brautina, sem er 3200 km löng, en á þeirri braut er þegar byrjað. Öllu þessu verki á að Ijúka á svo skömmum tíma sem unt er. Hvenær fær Reykja- vík rafmagn? Kbbe Kornerup rithöfundurinn og ferðalangurinn, sem kom tvisvar hingað til Reykja- víkur í vor og hélt hér fyrirlestra,. var fyrir skömmu boðinn til Krist- ianiu, til þess að halda þar fyrir- lestra í „Landfræðisfélaginu". Frá Kristianiu fór hann til Bergen og Þrándheims og þaðan til helztu bæjanna í Svíþjóð, sem honum hefir líka verið boöið til.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.