Víkurfréttir - 15.01.2009, Síða 9
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 15. JANÚAR 2009 9STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM
Norðuróp stendur fyrir tón-
leikaröðinni Söngvarar Suð-
urnesja og verða fyrstu tón-
leikarnir í þessari skemmti-
legu tónleikaröð laugardag-
inn 17. janúar kl. 17 í Duus-
húsum. Fram kemur Söng-
hópurinn Orfeus en í honum
eru söngvarar sem búa eða
starfa á Suðurnesjum og má
þar nefna Jóhann Smára Sig-
urðsson, Guðmund Sigurðs-
son, Stein Erlingsson, Bylgju
Dís Gunnarsdóttur, Rúnar
Þór Guðmundsson, Dagnýju
Þ. Jónsdóttur o.fl.
Á efn is skrá verða ís lensk
sönglög í bland við perlur úr
óperum og söngleikjum og
mikið af samsöngsatriðum. Yf-
irbragð tónleikanna verður létt
og glæsilegt s.s. sannkallaðir
Gala-tónleikar. Meðleikari á
píanó er Antonia Hevesi.
Aðrir tónleikar í þessari tón-
leikaröð verða svo í mars þar
sem fram koma enn fleiri
söngvarar enda erum við Suð-
urnesjamenn ríkir af góðum
og vel menntuðum söngv-
urum.
Miðaverð er kr. 2000 og verða
miðar seldir við innganginn
eða í síma 661 7719.
All ir eru hjart an lega vel-
komnir.
Söngvarar Suðurnesja:
Sönghópurinn Orfeus með tónleika
Hóf til heiðurs Grími Karls-
syni var hald ið á veg um
Reykjanesbæjar á föstudag-
inn í tilefni þess að Grímur
var nýlega sæmdur riddara-
krossi hinnar íslensku fálka-
orðu af Ólafi Ragnari Gríms-
syni, forseta Íslands. Orðuna
hlaut Grímur fyrir smíði
báta- og skipslíkana og þótti
því við hæfi að halda hófið í
Bátasafninu í Duushúsum.
Grímur, sem er fyrrverandi
skipstjóri, hefur um árafjöld
smíðað ógrynni líkana af ís-
lenskum fiskiskipum og þar
með stuðlað að varðveislu út-
gerðarsögu landsins.
Hóf til heiðurs Grími Karlssyni
Fleiri svipmyndir frá heiðurs-
hófinu má sjá á ljósmyndavef
Víkurfrétta.
VFmyndir/elg.
Kostnaður við
Hljómahöll hækkar
Reikna má með að kostnaður við byggingu Hljómahallar-
innar hafi hækkað í tæpa tvo milljarða úr 1,5 milljarði vegna
hækkandi byggingarvísitölu. Ekki hefur farið fram sérstök
endurskoðun eða endurmat á verkefninu. Þetta kom fram
í svari Árna Sigfússonar, bæjarstjóra, við fyrirspurn Guð-
brands Einarssonar á bæjarstjórnarfundi í Reykjanesbæ á
þriðjudag í síðustu viku.
Nám er farseðill þinn inn í
framtíðina og ferðamögu-
leikar þínir eru nánast ótelj-
andi, segir í sameiginlegri aug-
lýsingu frá Fjölbrautaskóla
Suðurnesja, Miðstöð símennt-
unar á Suðurnesjum og Keili,
miðstöð vísinda, fræða og at-
vinnulífs sem birtist í Víkur-
fréttum í síðustu viku. Þessar
þrjár stofnanir efna til mik-
illar kynningar á starfsemi
sinni í Virkjun mannauðs á
Reykjanesi sem staðsett er
í byggingu 740 við Flugvall-
arbraut á Vallarheiði. Kynn-
ingin verður nk. laugardag og
stendur frá kl. 13:00 til 16:00.
Þessar þrjár menntastofnanir
á Suðurnesjum bjóða upp á
fjölbreyttar námsleiðir þar
sem allir ættu að geta fundið
sér nám við hæfi.
Virkjun mannauðs á Reykja-
nesi hóf starfsemi sína í síð-
ustu viku. Virkjun er eins
og áður segir til húsa í bygg-
ingu 740 á Vallarheiði en þar
er verið að byggja upp starf-
semi fyrir íbúa á Reykjanesi
sem leitar nýrra tækifæra í
atvinnu eða námi. Þá verður
Virkjun ekki síður samkomu-
staður fólks sem vill breyta
því áfalli sem atvinnuleysi er í
ný tækifæri á atvinnumarkaði
með námi, námskeiðum eða
mannbætandi tómstundum
og menningarstarfsemi sem
einnig verður í boði í Virkjun.
1500 fermetra húsnæði
Sveitarfélögin á Reykjanesi,
Vinnumálastofnun, verkalýðs-
félög og fyrirtæki, menntastofn-
anir eins og Keilir, Fjölbrauta-
skóli Suðurnesja og Miðstöð
Fjölbreyttir námsmöguleikar
kynntir í Virkjun á laugardaginn
símenntunar á Suðurnesjum
hafa tekið höndum saman og
bjóða upp á fjölbreytt nám
fyrir þá sem leita nýrra tæki-
færa. Miðstöð verkefnisins
verður í VIRKJUN, rúmlega
1.500 fermetra húsnæði sem
Þróunarfélag Keflavíkurflug-
vallar, KADECO, hefur lagt til
fyrir starfsemina.
Hlýjar móttökur og skipu-
lögð starfsemi
Áhersla er lögð á hlýjar mót-
tökur og skipulagða starfsemi,
þar sem litið verði á erfiða
stöðu sem tækifæri. Leitað
verður eftir vinnuframlagi frá
þeim stofnunum sem að verk-
efninu standa en ekki síður
sjálfboðaliðastarfi. Almenn-
ingi er boðið að heimsækja
Virkjun á daginn og fá þar fjöl-
breytilega þjónustu; sálfræðiað-
stoð, fjármálaráðgjöf, náms-
og starfsráðgjöf o.s.frv. Vinnu-
aðstaða fyrir ýmiskonar frum-
kvöðlastarfsemi og aðstoð
við stofnun sprotafyrirtækja,
aðstaða fyrir námstengd verk-
efni, fyrirlestrar, kynningar,
persónuleg ráðgjöf og tóm-
stundaverkefni, þátttakendum
að kostnaðarlausu.
Í boði verður léttur hádegis-
verður og dagskrá alla daga
þannig að hver og einn á að
geta fundið verkefni við hæfi.
Samhliða persónulegri ráðgjöf
eiga „viðskiptavinir“ Virkj-
unar að geta sótt fyrirlestra,
íþróttaæfingar, sótt um vinnu,
stofnað fyrirtæki o.s.frv.
Fyrir fleiri en atvinnu-
lausa
Kappkostað verður að hafa
ekki einungis starfsemi fyrir
atvinnulausa á svæðinu heldur
mun þar einnig fara fram
önnur starfsemi, s.s. kennsla
á vegum Keilis, Fjölbrautaskól-
ans og Miðstöðvar símennt-
unar, nýsprotastarfsemi, lær-
dómsaðstaða fyrir nemendur
o.s.frv.
Verkefnið er nýmæli til að
takast á við atvinnuleysi og
má líta á það sem tækifæri til
sjálfseflingar, menntunar og
að gera einstaklinginn hæfari
til frekari þátttöku í atvinnulíf-
inu þegar ný tækifæri skapast
á vinnumarkaði.
Verkefnastjórar Virkjunar eru
Ásmundur Friðriksson og Ása
Eyjólfsdóttir ásamt Páli Rúnari
Pálssyni sem er atvinnulaus en
leggur Virkjun til starfskrafta
sína.