Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.02.2009, Blaðsíða 5

Víkurfréttir - 19.02.2009, Blaðsíða 5
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 19. FEBRÚAR 2009 5STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Öskudagshátíð í Reykjanesbæ Öskudagurinn í Reykja- nesbæ verður haldinn há- tíðlegur í Reykjanesbæ mið- vikudaginn 25. febrúar nk. og verður boðið upp á ösku- dagshátíð fyrir 1.-6. bekk. Hátíðin verður haldin í Reykjaneshöll og stendur yfir frá kl. 14:00-16:00. Dagskráin verður með hefðbundnum hætti: „Kötturinn“ sleginn úr tunnunni, hoppkastalar, leikir, dans, glens og grín. Tónlistarskóli Reykjanes- bæjar stendur að hátíðinni og eru foreldar yngri barna beðnir um að taka virkan þátt í þessari skemmtun og aðstoða börnin. Umboðsfyrirtækið Concert hefur tekið hin fornfræga Officera-klúbb á Vallarheiði hernámi með samningi við Þróunarfélag Keflavíkurflug- vallar, KADECO. Samningur þess efnis var undirritaður í vikunni á skrifstofu Kadeco á Vallarheiði. „Við ætlum að gera tilraun með þetta til eins árs. Við erum í raun að reyna að mæta ákveðinni þörf þar sem mikið hefur verið sóst eftir því að leigja húsið fyrir stærri við- burði þar sem Stapinn er núna í yfirhalningu. Við teljum að Concert sé öflugur samstarfs- aðili og bindum miklar vonir við krafta þeirra til endur- reisnar Officeraklúbbsins,“ sagði Kjartan Þór Eiríksson við undirritunina. Allar upplýs ingar um út- leigu og annað er á skrifstofu Concert Brekkustíg 39 Reykja- nesbæ og í síma 517 2727 eða á www.concert.is Concert hertekur Officera-klúbb- inn á Vallarheiði

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.