Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2009, Síða 2

Víkurfréttir - 28.05.2009, Síða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 22. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR er glæsilegur sportjeppi sem tekið er eftir. Bíllinn er hannaður til að mæta kröfum evrópskra ökumanna og er útkoman áberandi glæsilegur bíll. Kraftmikil túrbo dísilvél, 5 þrepa sjálfskipting og þú getur valið 5 eða 7 manna bíl. Chevrolet er kominn til þess að vera. Gæðakannanir sýna að Chevrolet er ekki einungis með litla bilanatíðni heldur er öll smíði bílsins til fyrirmyndar. Þá sakar ekki að verðið á Chevrolet er frábært. Komdu við hjá okkur, við erum á Tangarhöfðanum - Alltaf heitt á könnunni. Chevrolet gæði - frábært verð Nú ökum við glæsilegum bílum í nýtt húsnæði í Reykjanesbæ Föstudaginn 29. maí opnum við glæsileg húsakynni að Njarðarbraut 9 Reykjanesbæ. Þar verður til húsa umboðsaðili bílabúðar Benna, Bílahornið hjá Sissa með nýja og notaða bíla. Nesdekk, alhliða bifreiðamiðstöð og Bón og bílaþvottastöð. Komdu í kaffi um helgina, höfum opið á laugardaginn frá kl 12 til 16. SPESBÍLAR.IS NÝJIR OG NOTAÐIR BÍLAR SPESBÍLAR.IS - NJARÐARBRAUT 9 - 260 REYKJANESBÆ - 420 3300 - SPESBILAR@SPEBILAR.IS Aðalfundur Aðalfundur Verkalýðsfélags Grindavíkur verður haldinn í húsi félagsins að Víkurbraut 46 þriðjudaginn 2. júní nk. klukkan 20:00. Fundarefni: 1. Venjuleg aðalfundarstörf 2. Önnur mál Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur � � � � „Við viljum hvetja húsfélög til að nýta sér endurgreiðslu á virðisauka á vinnuþættinum í hvers kyns fram- k v æ m d u m v i ð end ur bætur og slíkt. Nú er rétti tíminn fyrir þessar f r a m k v æ m d i r, “ segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ. A ð s p u r ð u r u m á s t a n d i ð seg ir hann það v issu lega slæmt eins og allir viti, ekki síst á Suðurnesjum þar sem atvinnuleysið er mest á landinu. Fyrr á árinu voru samþykkt lög sem lúta að því að endur- greiðsla virðisaukaskatts vegna vinnu manna á byggingarstað við endurbætur eða viðhald íbúðarhúsnæðis verði hækkuð í 100% í stað 60%. Sighvatur segir að Íslandsbanki bjóði húsfélögum ýmsa bankaþjón- ustu. Húsfélagið fær sinn eigin þjónustufulltrúa sem aðstoðar við öll fjármál húsfélagsins. Ef húsfélagið er að fara út í framkvæmdir getur bankinn útbúið greiðsluáætlun fyrir hverja íbúð í samráði við hús- félagið. Húsfélögum standa einnig til boða hagstæð fram- kvæmdalán til lengri eða skemmri tíma. Varðandi útlán til einstaklinga segir Sighvatur að það sé mis- skilningur að þau séu ekki í boði þó svo að vextir væru enn háir. Aðal málið sé þó að fólk láti yfirfara sín fjármál. „Við bjóðum marg vís leg úrræði fyrir fólk í greiðslu- erfið leikum. Við hvetjum viðskiptavini til þess að bóka tíma hjá ráðgjafa og fara sam eiginlega yfir lausnir s e m h e n t a h v e r j u m o g einum. Almenn úrræði eru t.d. greiðslujöfnun á lánum, skuldbreytingar, tímabundin opnun séreignasparnaðar, almenn hagræðing í rekstri heimila o.s.frv. Ef almenn úrræði duga ekki t i l eru skoðuð sértæk úrræði sem gæti m.a. falist í frystingu á lánum,“ segir Sighvatur. Útsýnisskífa var sett á stall á Keili á þriðjudaginn að frum- kvæði Ferðamálasamtaka Suðurnesja sem áttu veg og vanda að þessu verkefni. Það var áhugafólk úr Vogum sem vakti máls á því við Ferða- málasamtökin fyrir 5 árum að setja upp útsýnisskífu á fjallið til að auðvelda þeim sem gengju á Keili að þekkja umhverfið. Að sögn Kristjáns Pálssonar formanns samtak- anna hefur undirbúningur staðið yfir í 2 ár en þá var Jakob Hálfdánarson fenginn til að hanna skífuna. FSS fékk góðfúslegt leyfi frá Landmælingum Íslands til að nota stöpulinn sem skífan er á en stöpullinn er mælipunktur. Blikksmiðja Ágústar Guðjóns- sonar smíðaði mjög veglegan pall umhverfis stöpulinn sem var hannaður af Sigurði Sig- urðssyni hjá Verkfræðistofu Suðurnesja. Uppsetning á palli Ný útsýnisskífa á Keili: Fimm ára gömul hug- mynd orðin að veruleika og skífu var svo í höndum blikksmiðjunnar og Skúla Ágústssonar frá VSS. Pallurinn var fluttur á þyrlu upp á fjallið en það var Slysavarnarfélagið í Grindavík sem sá um þann þátt ásamt Óskari Sævarssyni. Lokahnykkur verksins var svo á þriðjudaginn þegar Skúli bar níðþunga skífuna á bakinu upp á fjallið þar sem hún var fest niður á stöpulinn. Að sögn Krist jáns verð ur kostnaður við þessa fram- kvæmd í al lt um 3 millj- ónir króna en upp í þennan kostnað hafa Ferðamálasam- tökin fengið 800 þús. kr. styrk frá Sveitarfélaginu Vogum. Á útsýnisskífunni eru 87 ör- nefni allt frá Snæfellsjökli í 123 km fjarlægð og Trölla- kirkju í 105 km fjarlægð að Fjallinu eina og Trölladyngju í 3,5 km. fjarlægð, Eldey í 44 km fjarlægð og Litla-Skógfelli í 10 km fjarlægð. Keilir er eitt besta útsýnisfjall landsins og frá fornu fari helsta mið fiski- manna við Faxaflóann. Að staðsetja örnefni rétt er vanda- verk og fengu Ferðamálasam- tökin fólk af Suðurnesjunum til að aðstoða við að velja inná skífuna örnefni og staðfæra þau. Vilja Ferðamálasamtökin koma á framfæri þökkum til allra þeirra sem komu að verk- inu. Verkinu lokið: Skúli Ágústsson, Kristján Pálsson, Jakob Hálfdánarson, Þorvaldur Árnason, fulltrúi sveitarfélagsins Voga og Reynir Sveinsson, Ferða- málasamtökum Suðurnesja. VFmyndir/elg. Nú er rétti tíminn fyrir hús- félögin að framkvæma -segir Sighvatur Gunnarsson, útibússtjóri Íslandsbanka í Reykjanesbæ

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.