Víkurfréttir


Víkurfréttir - 28.05.2009, Page 19

Víkurfréttir - 28.05.2009, Page 19
VÍKURFRÉTTIR I FIMMTUDAGURINN 28. MAÍ 2009 19STÆRSTA FRÉTTA- OG AUGLÝSINGABLAÐIÐ Á SUÐURNESJUM Það var skemmtileg tilviljun að við útskrift sl. föstudag hjá háskólanum að Hólum í Hjaltadal hittust tvær aldar upp í Keflavík, þær Camilla Petra Sigurðardóttir og Marta Eiríksdóttir. Háskólinn að Hólum býður upp á fiskeldis- og fiskalíffræðadeild, ferða- máladeild og hestafræðideild en skólann sækja bæði Íslend- ingar og erlendir námsmenn, mjög alþjóðlegur háskóli. Camilla Petra lauk nú sínu öðru ári við háskólann í hesta- fræðideild en stefnir á að ljúka þriðja námsárinu vorið 2010 en þá hefur hún hlotið allar gráður hestafræðideildarinnar. Marta Eiríksdóttir hóf nám sl. haust við Hólaskóla og hlaut diplómagráðu frá ferðamála- deild háskólans í viðburða- stjórnun. Þetta er annað árið sem háskólanám í viðburða- stjórnun býðst hér á landi. Nemendur hestafræðideildar útskrifast á hverju ári og bæta við sig gráðu í hvert sinn. Camilla Petra hefur lok ið tveimur árum við skólann, hún er núna hestafræðingur og leiðbeinandi en nú hlaut hún einnig diplóma gráðu í tamningum. Camilla Petra stefnir á að ljúka diplóma- gráðu í þjálfun og reiðkennslu að Hólum næsta vor. Keflavíkurdætur út- skrifast frá Hólaskóla Ársreikningur Sandgerðisbæjar birtur Ársreikningur Sand- gerðisbæjar fyrir 2008 kom til seinni umræðu á bæjarstjórnarfundi fyrir helgi. Helstu niðurstöðutölur A- og B-hluta eru þær að rekstrartekjur námu rúmum 1,1 milljarði, rekstrargjöld voru rúmir 1,3 milljarðar og fjár- magnsgjöld 87 milljónir. Eigið fé nam tæpum 2,2 milljörðum og skuldbind- ingar ríflega 308 millj- ónum. Langtímaskuldir voru upp á rúma 2 milljarða og skammtíma- skuldir 312 milljónir. Sjá nánar í frétta- safni vf.is. EF ÞÚ VERÐUR VITNI AÐ FRÉTT!

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.