Víkurfréttir


Víkurfréttir - 11.06.2009, Blaðsíða 14

Víkurfréttir - 11.06.2009, Blaðsíða 14
14 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 24. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Vorhátíð Háaleitisskóla í Reykjanesbæ: Tvö sjávarútvegsfyrirtæki í Grindavík eru meðal 10 stærstu útgerðarfyrirtækja landsins miðað við kvótastöðu 100 stærstu fyrirtækj- anna, samkvæmt nýrri samantekt Fiskistofu. Í fjórða sæti listans er Þorbjörn hf í Grinda- vík með 14.391 þorskígildistonn sem er 4,60% af heildinni. Í sjöunda sæti er Vísir hf með 12.667 þorskígildi, sem er 4,05% af heildinni. Þriðja Suðurnesjafyrirtækið situr í 13. sæti list- ans en það er Nesfiskur ehf. í Garði með 7.787 þorskígildi, sem er 2,49% af heildinni. Stakkavík ehf í Grindavík er efst á lista yfir 50 stærstu fyrirtækin samkvæmt kvótastöðu í krókaaflahlutdeild. Fyrirtækið er með ríflega 2.500 þorskígildi sem eru 7,3% af heild. Hugmyndir um svokallaða fyrningarleið í sjáv- arútvegi hafa mætt mikilli andstöðu víða. Bæj- aryfirvöld í Grindavík eru á meðal þeirra sem hafa sent frá sér ályktun vegna málsins þar sem fyrningaleiðinni er hafnað enda ljóst af ofan- greindu að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir atvinnulíf í bæjarfélaginu. Vísir hf. í Grindavík hefur ákveðið að greiða öllum starfs- mönnum sínum í landi 55 þúsund króna sumaruppbót, miðað við fullt starf. Uppbótin verður greidd 11. júní. Þetta hefur verið tilkynnt á heimasíðu fyrirtækisins. „Ástæða uppbótarinnar er sú að okkur hefur tekist að mæta mjög krefjandi rekstrarumhverfi með góðri samvinnu og sam- stilltu átaki allra starfsmanna. Tryggð starfsmanna og vilji til góðra verka verður áfram það afl sem félagið mun byggjast á,“ segir Pétur Hafsteinn Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis. Aðalfundur Verkalýðsfé- lags Grindavíkur haldinn 2. júní 2009 mótmælir harð- lega þeirri fyrirætlun Ríkis- stjórnar Íslands að innkalla aflaheimildir sem útgerðar- menn hafa fengið úthlutað og/eða keypt samkvæmt nú- gildandi lögum. Um helmingur allra Grind- víkinga lifa beint eða óbeint á sjósókn og fiskverkun og mun innköllun kvótans því fljótt segja til sín í versnandi afkomu verkafólks og bæjarfé- lagsins í heild, segir í ályktun félagsins. Segja má að börnin í Háaleitisskóla á Ásbrú í Reykjanesbæ hafi ögrað nágrönnum sínum í Detox Jónínu Ben nú fyrir síðustu helgi. Vor- hátíð skólans var haldin fyrir helgi og meðal annars var grillveisla fyrir nemendur. Í næsta húsi við Háaleitisskóla er hins vegar detox-meðferðarstöð Jónínu Benediktsdóttur, þar sem aðeins eru ávextir og grænmeti í boði og því má ætla að ilmurinn af grillmatnum hafi kveikt í einhverjum sem höfðu ekki fengið kjöt- bita í hálfan mánuð. Ekki sáust neinir „detox- arar“ læðast yfir götuna og fá sér grillmat en án efa hefur grilllyktin vakið upp í það minnsta minningar um góða steik. Vorhátíðin tókst í alla staði vel og börnin skemmtu sér vel í leikjum og hoppikastala sem komið hafði verið fyrir á lóð skólans. Háaleitis- skóli er nú kominn í sumarfrí. Víkurfréttamyndir: Hilmar Bragi Bárðarson Vísir hf. í Grindavík: Starfsmenn fá sumaruppbót Verkalýðsfélag Grindavíkur mót- mælir fyrirætlun ríkisstjórnar Tvö grindvísk meðal tíu stærstu Kvótastaða 100 stærstu sjávarúrvegsfyrirtækjanna: Grilluðu yfir framan nefið á detox-fólkinu

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.