Víkurfréttir


Víkurfréttir - 03.09.2009, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 03.09.2009, Blaðsíða 16
16 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 35. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Uppákoma á Landsmóti Ungmennafélags Íslands sem haldið var í Keflavík árið 1984 dregur dilk á eftir sér. Þá var á síðustu stundu kallaður saman hópur fólks sem keppti í því að leggja á borð. Svo fór að Íslandsmeist- aratitillinn í starfsgreininni „að leggja á borð“ hafnaði hér Suður með sjó en Aðal- heiður Héðinsdóttir, Addý í Kaffitári, hampaði titlinum. Hópurinn sem kom að keppn- inni fyrir aldarfjórðungi hefur haldið hópinn og ætlar að halda sýningu í Kaffitári á Ljósanótt sem hefur fengið nafnið „Borðleggjandi“. „Við höldum sýningu í Kaffi- tári hjá Addý, sem er ein af hópnum og vann auk þess fyrstu verðlaun. Aðalheiður Héðinsdóttir er sem sagt Ís- landsmeistari 1984 í því að „leggja á borð“. Við erum oft búnar að minnast þess hvað þetta var skemmtilegt. Sérstak- lega er þetta nú skemmtilegt af því að við gerðum stólpa- grín af þessu þegar við vorum beðnar að taka þátt. Jói Geir- dal, sem þá var formaður UMFK sló þessu fram á kenn- arastofunni í Holtaskóla, þar sem við vorum við kennslu“, segir Sveindís Valdimarsdóttir þegar hún rifjar upp söguna. „Það vantaði einhvern í pönnu- kökubakstur og í það að leggja á borð. Starfsgreinarnar voru og eru enn nokkuð áberandi þáttur á ungmennafélags- mótum sem gefur mótunum búsældarlegan svip, eitthvað svo íslenskan. Mér fannst þetta nú reyndar nokkuð skrýtin mótsgrein en við slógum til, þ.e.a.s. að leggja á borð. Pönnu- kökubaksturinn var okkur ofviða. Vorum þarna saman nokkuð stór hópur kvenna, að vinna ýmiskonar handverk og vorum m.a. að vinna í leður, með Söru Berthu sem kennir handmennt við Myllubakka- skóla“, segir Sveindís. Hún segir að við þessi tímamót minnist hópurinn skemmtilegs tíma. „Þetta verður jú svolítið öðruvísi sýning. Við tókum þetta verkefni háalvarlega, und- irbjuggum þetta allar saman og síðan var ákveðið hverjar myndu leggja á borðin. Við unnum síðan verðlaun fyrir þau þrjú borð sem við lögðum á og héldum okkar eigin sigur- hátíð, heldur betur sáttar við útkomuna og montnar yfir því að hala inn stigum fyrir UMFK. Þetta lifir svo sannar- lega í minningunni“. En hvað verður svo á Ljósa- nætursýningunni í Kaffitári? „Við ætlum sem sagt að sýna ýmislegt frá okkur sem minnir á þennan tíma. Hver og ein okkar hefur búið til mismun- andi borðbúnað úr þræði og svo vinnum við sameiginlegt verkefni. Þá eru í hópnum listakonur sem verða með ýmislegt til sölu á sýningunni. Fjölbreytt, skemmtilegt og jafnvel dálítið óútreiknanlegt í Kaffitári á næstu Ljósanótt“. Sveindís segir þær stöllur halda hópinn, sem þær kalla átthagafélagið. „Hópurinn hef ur nú feng ist við flest annað en að leggja á borð. Ferðumst m.a. á fjöll og hitt- umst yfir góðum mat, þar sem grín og glens er uppistaðan. Þetta er samstilltur vinahópur, sem hittist alltaf með vissu millibili. Ekki alls fyrir löngu vorum við að rifja þennan at- burð upp og slógum því þá fram að við ættum nú kannski að halda upp á tímamótin og það var eins og við manninn mælt. Addý tók frá salinn í Kaffi tári og hringdi svo á línuna og þar með var ekki aftur snúið. Sýning skyldi það vera! Nú erum við orðnar 8 í hópnum og erum allar að bagsa við að setja saman eitt- hvað skemmti legt í tilefni tímamótanna. Það verður ýmislegt í boði. Ljósanótt er tilvalinn tími. Við eigum eftir að skemmta okkur yfir þessu, ef ég þekki hópinn rétt. Það er ekki spurning, þetta er svo glaðvært gengi,“ sagði Sveindís Valdimarsdóttir í samtali við Víkurfréttir. Auk hennar og Addýjar eru Anna Þóra Böðvarsdóttir, Guðrún Hákonardóttir, Sigurbjörg Guðmundsdótt ir (Beggý), Sara Bertha Þorsteinsdóttir, Unnur B. Þórhallsdóttir og Arnþrúður Ösp Karlsdóttir í hópnum. Borðleggjandi listakonur í Kaffitári - unnu til verðlauna á landsmóti fyrir aldarfjórðungi

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.