Víkurfréttir


Víkurfréttir - 10.09.2009, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 10.09.2009, Blaðsíða 2
2 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 36. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Fundur verður í húsi félagsins fimmtudaginn 10. september kl. 17:00. Fundarefni 1. Kosning fulltrúa á þing starfsgreinasam- band Íslands haldið á Selfossi 8. og 9. október 2009. 2. Kosning fulltrúa á ársfund ASÍ haldið í Reykjavík 22. og 23. október 2009 3. Önnur mál Stjórn Verkalýðsfélags Grindavíkur. � � � � „HS Orka hf á alla mögu- leika á að standa vel og er fjarri því að vera á „barmi gjaldþrots“ enda enginn hagur í því fyrir bankana að gjaldfella lán við núver- andi aðstæður fyrirtækisins, ytri sem innri,“ segir Júlíus Jónsson, forstjóri HS Orku, inntur álits á ummælum sem féllu í Silfri Egils um helgina. Þar var því haldið fram að HS Orka rambaði á barmi gjaldþrots. Í þættinum var rætt við Ketil Sigurjónsson, lögfræðing, sem heldur úti bloggi um orkumál. Ketill sagði HS Orku ramba „á barmi gjaldþrots“. Eigið fé fyrirtækisins væri nánast gufað upp. Hætta væri á gjald- þroti nema ástandið skánaði mikið á næstunni. Fyrirtækið væri að komast „á framfæri kröfuhafanna,“ eins og hann orðaði það og yrði „tekið upp í skuld“. Eina leiðin til að bjarga HS Orku væri að fá nýtt fjár- magn inn í félagið. Víkurfréttir inntu Júlíus Jóns- son, forstjóra HS Orku, álits á þessum ummælum. Hann sendi frá sér skriflegt svar sem birt er í heild sinn í fréttasafni Víkurfrétta á vf.is. Í svari sínu segir Júlíus eig- infjárhlutfall HS Orku hafa lækkað 2008 vegna gengis- taps og lækkunar álverðs og því hafi félagið tímabundið ekki náð að uppfylla skilmála um eiginfjárhlutfall o.fl. Auk þess hafi lögbundin uppskipt- ing Hitaveitu Suðurnesja í HS Orku og HS Veitur breytt myndinni talsvert. „Viðræður hafa staðið yfir við erlendu bankana um tíma- bundna undanþágu frá láns- skilmálum og eru þær á loka- stigi. Hafa verið lagðar fyrir þá áætlanir sem sýna að fé- lagið getur staðið við greiðslu allra lána og í raun greitt þau að mestu upp á næstu 8 - 10 árum. Aldrei hefur verið nefnd nein niðurfelling eða lækkun lána í þessum við- ræðum enda engin þörf á því miðað við núverandi láns- kjör,“ segir Júlíus m.a. í svari sínu. - sjá nánar á vf.is Engin rök eru fyrir yfirlýs-ingum iðnaðaráðherra og ríkisstjórnin er sammála um að ráðast á bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ, segja Árni Sig- fússon, bæjarstjóri og Böðvar Jónsson, formaður bæjarráðs í svarbréfi til Katríar Júlíus- dóttur, iðnaðarráðherra, vegna bréfs sem hún sendi bæjaryfirvöldum fyrir helgi vegna viðskipta HS Orku og Reykjanesbæjar, sem mikið hefur verið fjallað um. Samningur HS Orku og Reykjanesbæjar um nýtingu á orkuauðlindum í eigu bæj- arins er til 65 ára með ákvæði um að hægt sé að taka hann upp þegar samningstíminn er hálfnaður eða eftir 32 ár. Þá geti samningaðilar metið forsendur fyrir annað hvort framhald eða uppsögn samn- ingsins. Katrín var í viðtali í Kastljós- þætti á mánudaginn þar sem hún lýsti þeirri skoðun sinni að samningur HS Orku og Reykjanesbæjar gangi gegn anda orkulaga. Í honum væri kveðið á um á hvaða forsendum viðræður skuli fara fram að liðnum 32 árum, þ.e. einungis sé talað um framlengingu. Því sé búið sé að ákveða út á hvað viðræð- unar skuli ganga að þessum tíma liðnum. Þannig sé verið að binda hendur þeirra sem þá munu fjalla um samning- HS ORKA EKKI Á BARMI GJALDÞROTS -segir Júlíus Jónsson, forstjóri fyrirtækisins SVARA RÁÐHERRA FULLUM HÁLSI inn fyrir hönd bæjarins eða eigenda orkuauðlindanna. Í viðtalinu bendir Katrín á að nefnd á vegum ríkisins vinni nú að mótun stefnu hvernig orkuauðlindum ríkisins verði ráðstafað til framtíðar. Hún telur rétt að samningur HS Orku og Reykjanesbæjar verði endurskoðaður með hliðsjón af þeirri stefnu en í henni verði fjallað bæði um auðlindagjald og leigutíma á orkuauðlindum. Árni Sigfússon og Böðvar Jóns- son hafa sem fyrr segir svarað með bréfi þar sem þeir tala m.a. um árásir í bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ af hálfu ríkis- stjórnarinnar. Þeir vísa því á bug að samningurinn sé ekki í anda laganna enda hafi lög- menn staðfest það. „Þetta er augljóslega flokkspóli- tísk árás sem við bjuggumst ekki við að kæmi frá iðnað- arráðherra sem hefur unnið með bæjaryfirvöldum að góðum verkum eins og ál- veri í Helguvík. Þú telur hins vegar ástæðu til þess að ráð- ast á fulltrúa sveitarfélags sem lagt hefur rúman einn millj- arð króna í að kaupa auðlind og land sem áður var í eigu einkafyrirtækis. Þú ræðst á þann sem kom henni þar með í opinbera eigu, og gerði um hana nýtingarsamning við seljandann, til áframhaldandi notkunar í 65 ár, með fram- lengingarmöguleikum sem er nákvæmlega samkvæmt lag- anna hljóðan,“ segja Árni og Böðvar m.a. í bréfinu. Þess má geta að hægt er að lesa bréfið í heild sinni í frétta- safni Víkurfrétta á vf.is. Lj ós m yn d: O dd ge ir K ar ls so n

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.