Víkurfréttir


Víkurfréttir - 17.09.2009, Page 10

Víkurfréttir - 17.09.2009, Page 10
10 AUGLÝSINGASÍMINN ER 421 0000VÍKURFRÉTTIR I 37. TÖLUBLAÐ I 30. ÁRGANGUR Reykjanesbær vill færa þjón- ustu bæjarins nær íbúum og viðskiptavinum og býður upp á ólíkar leiðir til að nálgast hana. Þjónustuver á Tjarnargötu 12 sem opnar þann 1. október 2009 er einn liður í að bæta þjónust- una og gera hana aðgengilegri fyrir bæjarbúa. Í þjónustuverinu fást upplýsingar um alla starf- semi og þjónustu bæjarins og þar fer meðal annars fram sím- svörun, öll almenn þjónusta við Heilsu- og forvarn- arvika Reykjanes- bæjar verður haldin d ag an a 2 1 . - 2 7 . september nk. en verkefnið er liður í heilsu- og forvarn- arstefnu Reykjanes- bæjar. Fjölbreytt dagskrá Markmið vikunnar er að efla vitund star fsmanna og allra bæjarbúa um heilsu og for- varnir. Allar stofnanir Reykja- nesbæjar munu taka þátt sem og fjölmörg fyrirtæki, félagasam- tök, stofnanir og einstaklingar. Fjölbreytt dagskrá verður í boði, má þar nefna brennómót á vegum Flugstöðvar Leifs Eiríks- sonar, blóðþrýstings- og blóð- sykurmælingar auk fræðslu á heilsugæslunni við Skólaveg og forvarnarfyrirlestur fyrir eldri nemendur grunnskólanna með Sigfúsi Sigurðssyni handbolta- kappa. Dagskrá Heilsu- og forvarnar- vikunnar verður dreift inn á öll heimili í Reykjanesbæ helgina 18. - 20. september nk. Reykjanesbær hvetur alla bæj- arbúa til þátttöku í Heilsu- og forvarnarvikunni með það að markmiði að fræðast og hafa gaman af. Guðrún Þorsteinsdóttir starfsþróunarstjóri Hera Ósk Einarsdóttir verkefnastjóri Í dag fimmtudag kl. 17:00 verður haldið málþing um bygg- ingarmál í Bíósal Duushúsa. Að þessu s inni ætlum við að fjalla um þrjú mál: Breytingar á af- greiðslufyrirkomulagi á skrif- stofu Reykjanesbæjar, nýtt fyrir- komulag í útgáfu framkvæmda- leyfa og kynningu á byggingar- stjóramöppunni sem taka á upp nú í haust. Allar þessar breyt- ingar taka gildi 1. október nk. Þjónustuver: Með nýju þjón- ustuveri Reykjanesbæjar fær- ist öll þjónusta viðskiptavina Reykjanesbæjar á einn stað og er það von okkar að fyrirkomu- lagið muni bæta þjónustuna enn frekar. Framkvæmdaleyfi: Umhverfis- og skipulagssvið mun taka upp nýtt fyrirkomulag vegna framkvæmdaleyfa á vegum jarð- vinnuverktaka í bæjarfélaginu. Þannig er hægt að tryggja réttar merkingar við framkvæmdir, samráð og ábyrgð á viðgerðum sem gerðar eru á götum bæjar- ins. Byggingarstjóramappa: Þann 1. október berður tekin í notkun Byggingarstjóramappa sem byggð er að fyrirmynd byggingarstjóra Reykjavíkur- borgar og hefur skilað góðum árangri. Með möppunni getur húsbyggjandi haldið utan um allar úttektir, umsóknir, sem og reglur og reglugerðir sem nauð- synlegt er að hafa við höndina þegar farið er í byggingar. Við hjá Reykjanesbæ væntum mikils af þessum breytingum og vonum að bæjarbúar njóti góðs af. Guðlaugur H. Sigurjónsson framkvæmdastjóri Umhverfis- og skipulags- sviðs Reykjanesbæjar Heilsu- og forvarnarvika í Reykjanesbæ 21. - 27. september Málþing um byggingamál Nýtt þjónustuver Reykjanesbæjar Taktu þátt! Samvinna - þátttaka - árangur viðskiptavini bæjarins og upp- lýsingagjöf um stöðu mála og erinda. Í þjónustuverinu verður tekið á móti umsóknum og hægt verður að fá teikningar af fast- eignum. Þjónustuverið svarar meðal annars spurningum um húsaleigubætur, gjaldskrá, hvata- greiðslur, umönnunargreiðslur, fundagerðir bæjarstjórnar og nefnda, íbúavefinn mittreykja- nes.is og leiðbeinir hvernig hægt er að nálgast upplýsingar á vef bæjarins. Þjónustuverið sér einnig um íbúaskráningar og viðtalsbókanir hjá fjölskyldu- og félagssviði. Reykjanesbær býður íbúum að koma og kynna sér þjónustu- verið. Opnunartími þjónustu- vers er mánudaga-fimmtudaga frá 08:30 - 16:00 og föstudaga frá 08:30 til 15:00. Sími þjónustu- versins er 421 6700. Þórey I. Guðmundsdóttir fjármálastjóri Reykjanesbæjar Góð geðheilsa felur ekki aðeins í sér að vera laus við geðsjúkdóma. Hún einkennist meðal annars af jákvæðri sjálfsmynd, ánægju í lífi og starfi og getu til að aðlagast breytilegum aðstæðum Það geta allir misst geðheilsuna einhvern tíman á lífsleiðinni, áhættuþættir eins og streita, veikindi, atvinnumissir og aðrir erfiðleikar geta aukið líkur á því. Á þeim erfiðu tímum sem nú herja á þjóðina sérstaklega er mikilvægt að fólk geti leitað sér stuðnings fordómalaust og þannig komið í veg fyrir að þróa með sér alvarlegri vanda. Talið er að um 25% þjóðarinnar leiti sér hjálpar vegna geðheilsuvanda einhvern tíman á lífsleiðinni. Þunglyndi er til að mynda algengur og banvænn sjúkdómur þar sem 10% prósent falla fyrir eigin hendi. Björgin – Geðræktarmiðstöð Suðurnesja er endurhæfingarúrræði fyrir fólk með geðheilsuvanda, þangað sækir breiður hópur fólks með ólíkan vanda, allt frá því að vera einstaklingar í Háskólanámi, í vinnu eða einstaklingar sem hafa verið veikir í mörg ár. Félagar og starfsmenn í Björginni standa nú fyrir „Geðveikum dögum“ sem er árlegur viðburður og er nú haldinn í annað sinn 22. og 23 september sjá dagskrá á www. bjorgin.is. Um er að ræða samfélagslegt forvarnarverkefni þar sem haft er að markmiði að vekja hin dæmigerðu „Jón og Gunnu“ til meðvitundar um að huga að eigin geðheilsu með jákvæðri hugsun og hvetjandi hegðun gagnvart sjálfum sér og öðrum. Ég vil hvetja alla til að taka þátt, því þannig vinnum við á fordómum og stuðlum að upplýstara og heilbrigðara samfélagi, þar sem allir geta leitað stuðnings fordómalaust. –Það er engin heilsa án geðheilsu . Ragnheiður Sif Gunnarsdóttir, forstöðumaður í Björginni Það geta allir misst geðheilsuna

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.