Heima og erlendis - 01.08.1946, Blaðsíða 8

Heima og erlendis - 01.08.1946, Blaðsíða 8
HAFNAR-ANNÁLL Annað stærsta félag meðal íslendinga hér er „Félag íslenzkra stúdenta í Kaupmanna- höfn“. það er sofnað 21. janúar 1893. Var markmið stofnenda að koma á lélagsskap meðal stúdenta, |>ar sem aðaláherzlan væri lögö á umræðufundi, og |)eir meöal annars gætu rætt um ísl. stjórnmál, og jafnvel látiö eitthvaö til sín taka út á við, ef þurfa þætti. Ennþá eru umræðufundirnir kjarninn í félaginu, en ýmiskonar önnur áhugamál liafa látiö hrydda á sér, t. d. stofnun glímufélags, landbúnaðarfélags, taflfélags og lestrarfélaga um nýjar ísl. l)ækur, en öll liafa þau sofnaö á milli þess sem þau hafa lifaÓ meÓ miklum hlóma, eftir því sem mannaflinn var geróur á hverjum tíma. þegar síðari heimsstyrjöldin skall á og Islendingar hér urðu viÖskila við heimalandið, tók félagiö upp þá nýhreytni haustið 1941 aö halda kvöldvökur tvisvar í mánuði, sem öllum íslendingum væri heim- ill aögangur aö. þessari starfsemi er haldið áfram enn og sækja aö jafnaöi 60 manns hverja kvöldvöku. Hefur félagiÓ notið til þessa styrks úr ríkissjóði Islands. Til að hyrja með var kvöldvökunum hagað þannig, að lesiÓ var upp úr íslenzkum ritum um eitthvaÓ ákveÖiÓ efni, en upp á síökastió hafa verið lesnir upp valdir kaflar úr nýjum ísl. hókum, enda eru þær svo rándýrar, aö engin von er til að almenningur hér geti eignast þær. ÁriÖ 1943 réÖst félagió í aÖ gefa út tíma- riliÖ Frón, sem fyrst og fremmst var ætlað Islendingum hér í Danmörku, og svo öÓrum Islendingum á meginlandi Evrópu. Félagið fekk styrk til útgáfunnar frá íslenzka ríkinu og svo harst því peningagjöf mikil frá Hafnar- stúdentum heima á fímmtugsafmælinu. Aldrei var ætlunin að gefa tímaritiÓ lengur út en til slríðsloka, enda er þaó nú liætt aö koma. Meölimir félagsins eru nú 56, en um 50 liurfu heim í stríðslok og færri hafa hæzt viÖ. Stjórn félagsins skipar nú Guöni Guójóns- son, mag. scient. form., stud. polyt. Ólafur Jensson ritari, stud. polit. Einar G. Kvaran gjaldkeri. Ekki færri en tveir söngflokkar og tveir leikfímisflokkar, karla og kvenna, hafa veriö hér á ferð í sumar. „Utanfararkór Samhands ísl. karlakóra“ söng í Odd Fellow Palæet vió allgóÖa aösókn, enda höfðu Islendingar hér í Höfn gert sitt til þess aö fylla lnisiÖ. Hinn flokkurinn söng í Ráðhúshöllinni og víðar. Leikfímisflokkarnir sýndu íþróttir sínar og hlaut kvenflokkurinn góöa dóma en karla- flokkurinn naumast nefndur í blöÓum hér. þessir ísl. farfuglar eru nú horfnir aftur heim. Hafi þeir þökk fyrir komuna. I mánaÓatali (almanaki) sem Aalhorg Amts- tidende sendir viðskiftamönnum sínum, er fánadagur Isl. talinn 19. apríl, þjóöhátíÖ Isl. 17. júní og fullveldisdagur 1. des. Menn geta nú keypt Morgunblaöið í hlað- sölunni á aðal járnhrautarstööinni hér í Höfn. Koma þau hingað á þriÓjudögum og fimtu- dögum loftleiöina og kostar blaðiÖ 50 aura d. Jakob Benediktsson cand. mag., bókavöröur er nú fluttur til Islands og mun ætlun hans að setjast að þar. Hefir hann tekió mikinn þátt í félagslífi Islendinga hér, einkum Stú- dentafélaginu. þaö mun vera liægt að telja þá fundi félagsins og raunar Islendingafé- lagsins líka, sem hann hefir ekki komið á þessi 15—20 ár sem hann liefir dvalið liér og alt af verið þar hrókur alls fagnaðar. StúdentafélagiÖ hélt þeim hjónum skilnaðar- hóf í Stúdenterforeningen 11. júní og sóttu það um 60 manns. 23. júlí voru liÓin 50 ár frá því að Jakob Gunnlögsson setti á stofn verzlun liér í landi. 1 tilefni af því hefir firmaÖ Jakob Gunnlögs- son & Co. gefiö út minningarrit um stofnanda verzlunarinnar. Eru þar rakin tildrög verzl- unarinnar og sagt frá haráttu Jakobs fyrir því, að koma fótum undir fyrirtækið. Fyrri tilraun hans til fyrirtækisins mistókst og hann hvarf aftur á skrifslolu Gránufélagsins hér í Höfn, vann þar á daginn en kvöldin og næturnar notaÖi hanu til þess, aö hyrja aftur þar sem liann hafÖi slept og árangur- inn varð verzlun þessi, sem nú er 50 ára, rekin sem hlutafélag og stýrir henni Lárus sonur Jakohs Gunnlögssonar. 10

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.