Heima og erlendis - 01.07.1951, Blaðsíða 1

Heima og erlendis - 01.07.1951, Blaðsíða 1
4. árg’. 8. tbl. Heima og erlendis Um Islaiul og Islendinga erlendis Júlí 1951 ÍSLENDINGAR FAGNA Í KAUPMANNAHÖFN IX. Hátíðahöldin 17. júní 1944. það er engin ástæða til að draga fjöóur yfír það, að Islendingar hér voru andstæÖir því, aÖ skilnaóur Islendinga og Dana færi frain á þann hátt, sem raun varÖ á. Yottur þess er fundur sá, er hoðað var til af Islend- ingafélagi og Félagi íslenzkra stúdenla og haldinn var 7. maí 1943 í lnisi danska Stú- dentafélagsins. A fundi þeim voru rúmlega 200 manns og andmælti enginn framsögu- manni, er var Jakoh Benedikttsson, cand. mag. og tillaga, sem stjórnir félaganna höföu komið sér saman um áður, samþykkt án mótatkvæóa. þótt tillaga þessi muni líklega flestum kunnug, læt ég hana þó fylgja hér. Hún hljóðar: „íslendingar saman komnir á fundi í Kaupmannahöfn 7. maí 1943 tjá sig í grundvallaratriðum samþykka ályktunum Al- þingis 1941 í samhandsmálinu og heina þeirri eindregnu ósk til stjórnar og Alþingis, að fresta úrslitum þess, þangað til háöir að- ilar hafa talazt við. Samhandsslit án þess aö viðræður hafi farið fram, eru líkleg til að vekja gremju gegn Islandi annarsstaðar á NorÖurlöndum og gera aðstöðu Islendinga þar erfíÖa, þar sem einhliða ákvörðun Islendinga i þessu máli yrði talin andstæÖ norrænum sam- húöarvenjum“. þaÖ þarf því engan að furða á því, þótt nokkuð sundurleitar skoöanir hafí verið um þaö, að fagna þessum viðburði hér, eins og málið var afgreitt, eða á hvern hátt það skyldi gert. Á stjórnarfundi íslendingafélags og haldinn var 17. maí, er rætt um hvaö gera skuli. Mér er það engin launung, að eg var á móti því á þessum fundi, aÖ þessa viÖburÖar skyldi fagnaÓ í þaÖ sinn, en meiri hluti stjórnarinnar var andvígur þeirri til- Myndin sýnir borðhaldið í Studenterforeningen 17. júní 1944. 17

x

Heima og erlendis

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Heima og erlendis
https://timarit.is/publication/1100

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.