Heima og erlendis - 01.12.1956, Page 5
Rœtt vib eldri fslendinga í Höfn.
I. Ilal)baÖ við f>órÖ Jónsson. Hann er
Reykvíkingur og fæddur í Hausthúsum í
Yesturbænum. Foreldrar hans voru Jón Guð-
mundsson og fyrri kona hans Sigríöur J>órð-
ardóttir frá Lamhastöðum á Seltjarnarnesi.
þórður er ekki elstur Islendinga hér, hvorki
að árum né veru hér í landi. En eg liefí
kosið að leita fyrst til
hans um það, sem eg
ætla þessum kafla að
fræða lesendur um.
þótt mjög sé ónæðis-
samt á heimili þórðar og
Steinunnar konu hans,
sökum hinnar sífelldu
gestakomu, vannst mér
þó næði til nokkurra
spurninga og þórði að
svara þeim í næði.
— Mér hefir skilist að þú hafír komið til
Hafnar fyrsta sinn, sem háseti á einu skipa
Sameinaða gufuskipafélagsins. Af því dreg
eg þá ályktun, að þú munir ekki hafa ætlað
þér að ílendast hér, og þó hefir þú nú bráð-
um fímmtiu ár að baki þér hér.
— Alveg rétt. Eg kom hingað sem háseti
á einu skipa Sameinaða félagsins árið 1904,
var í siglingum í fjögur ár og kom síst til
hugar að ílendast hér. Og nú hefi eg verið
búsettur hér í fímmtíu og tvö ár.
— Svo giftist þú hér og komst að við toll-
þjónustuna. Voru engin vandkvæði fyrir þig
þá sem Islending, að fá slíka stöðu?
— Ekki get eg sagt það. Eg var þá trú-
lofaður Steinunni konu minni, sem þá var
hjúkrunarkona hér og henni leiddust sigl-
ingar mínar, svo eg fór að leita mér stöðu
í landi, og fekk þá vinnu sem pakkhúsmaö-
ur hér við höfnina og þá gifturn við okkur.
En svo sendi eg umsókn um stöðu við toll-
þjónustuna og lét fylgja henni meðmæli sem
eg hafði, og að hálfu ári liðnu, fekk eg svar
um, að eg gæti fengiö stöðu við tollþjón-
ustuna. Islendingar voru þá taldir danskir
ríkishorgarar, svo það var ekki annar hæng-
ur á að fá þessa stöðu en sá, að eg varð að
leysa af hendi herskyldu og var í sjóliðinu
hálft ár. Lög skipuðu svo fyrir þá, að ef Is-
lendingur búsetli sig hér inna 35 ára aldurs,
skyldi hann gegna herskyldu, og eg veit um
Islendinga, sem fóru heim innan þessa ald-
urstakmarks, en komu svo aftur, þegar þeir
voru komnir yfír aldurstakmarkið fyrir her-
skyldu, og gátu þeir þá verið hér óáreittir
áfram. þessar útgöngudyr gat eg ekki notat,
eg var giftur, og með umsókn um stöðu við
tollþjónustuna var það ljóst, að eg ætlaði
mér að ílendast hér.
— Eg hefi aldrei álitið tollþjónustu áhættu-
stöðu, en hefír ekki ýmislegt það orðið á
vegi þínum, sem hrosa mætti að'í
— Hvort tollþjónustan er áhættustaða eða
ekki fer eftir því, hvernig á það er litið, til
dæmis getur maður oft orðið fyrir mútuhoð-
um og bar mjög á því eftir fyrri heimsstyrj-
öldina. Margir yngri tollþjónar höfðu látið
leiðast inn á þá braul að ófriðnum loknum,
og mistu fyrir það stöðu sína. þá kom það
líka ekki ósjaldan fyrir, að ráðist væri á toll-
verðina, einkum á fyrri slyrjaldarárunum.
Voru það helst Danir, er voru handbendi
þjóðverja við smyglun. það hefir þó aldrei
verið ráðist á mig, en eg hefi komið mörg-
um til hjálpar í slíkri aðför. Að sjálfsögðu
hefír ýmislegt skoplegt orðið á vegi mínum
í tollþjónustunni, en sleppum því.
— Og nú hefir þú lagt árar í bát, eftir
hvað{ Fjörutíu ára þjónustu eða meir?
— Já, eftir fjörutíu og fjögurra og hálfs
árs starf, og sakna þess, því síðustu tíu árin
hafði eg þaó næðissamt, vann ávailt á sama
stað og með góðu og skemmtilegu fólki.
— Var nokkur fastur félagsskapur meðal
Islendinga hér, er þú komst hingað, og
hvernig var honum háttað?
— það var Islendingafélag hér þá, en eg
kom þar varla nokkurn tíma, var á sjónum
og lítið í landi, þegar til Hafnar kom.
Seinna kynntist eg íslenskum iðnaðarmönn-
um hér, og þeir höfðu með sér félagsskap
og meðal annars söngkór, er Sigfús Einars-
son stjórnaði.
— Eg hefi hugboð um, aö þúmunir vera sá
meðal islenskra alþýðumanna hér, er á mest
bókasafn. Er það nokkuð sérstakt, sem þú
leggur áherslu á að safna?
— já, jeg á talsvert af hókum, mest nýrri
hókmenntir að undanskyldum Islendingasög-
unum. Eg hefí þó ekki lagt áherslu á neina
sérgrein bókmennta, eg á flest af því, sem
út hefír komiö eftir Halldór Laxness og þor-
herg þórðarson, og talsvert af bókum Krist-
manns Guðmundssonar, Hagalíns og Gunn-
ars Gunnarssonar. Ennfremur íslenskar ævi-
minningar og talsvert eftir skandínav. rithöf.
13