Heima og erlendis - 01.12.1956, Qupperneq 8
nægilegt rúra, þaft er borÖ eftir endilöngu
gólfi og geta setiÖ viö þaö 20—30 manns,
en auk jæss er nægilegt rúm fyrir stóla meö
veggjunum, þrjóti sætin viö borÖiÓ. YiÖ sit-
um hér, eins og stór fjölskylda, ræÖum um
„landsins gagn og nauösynjar“, og kemur
þá aÖ sjálfsögöu fyrir, aÖ hitni um of í ein-
hverjum ræöumanna. En félagiÖ veitir gest-
um kaffi eÖa öl.
þessi aÓalfundur var í fáu fráhrugÖin öðr-
um slíkum fundum félagsins, formaÖur skýrÖi
frá því sem gerst hafÖi á félagsárinu og var
það fátt annaÖ en hinir lögboðnu fundir fé-
lagsins, þaÖ hitnaði fyrst í umræÖum, þegar
lesnar voru athugasemdir endurskoðenda
reikninga félagsins, en þeir eru, einkum þó
annar þeirra, mjög fundvísir á smámunina,
eða þaÖ fé sem fer til risnu, fundarhalda
stjórnarinnar eöa til blóma eða annarra
gjafa til félagsmanna viÖ sérstök vegamót í
lífi þeirra. þessi upphæÖ samanlögð var
rúm 700 kr. af 8000,00 kr. sem félagiÖ veltir
árlega. Utgjöld viÓ stjórnarfundina voru
106 kr. Stjórnin heldur fundi sína í Ny
Rosenborg (veitingastofunni) og veitir þá
sjálfri sér kaffi eða öl (oftast 5 manns) og
verður þá hver fundur 12—14 kr. þettað er
sú ógnar upphæð, sem endurskoóendurnir
amast svo mjög vió. HvaÖ viðvíkur risnufé,
þá hefur stjórnin JjoriÖ þaÖ traust til for-
mannsins, aÖ hann gætti hófs á því sviði.
Stundum hefir stjórninni þó fundist, að hann
hefÖi mátt gæta ineiri varúðar við eyöslu á
risnufé. Frá öðrum endurskoðendanna kom
fram tiliaga um þaó, aÓ stjórnin greiddi úr
sínum vasa 300 kr. af þeim rúmum 700 kr.
sem hér var aÖ ræöa um. það varÖ þó eng-
inn til aÖ greiða tillögunni atkvæði, nema
lluttningsmaÓur hennar.
þá var stjórnarkosning. BaÖst Hoherg
Petersen undan endurkosningu, eftir 6 ára
veru í stjórninni. Stjórnina skipa nú: AÖal-
geir Kristjánsson, cand. mag., Ármann Kristj-
ánsson, kaupm., Bjarni Einarsson, sendikenn-
ari viÖ Háskólan, GuÖrún Eiríksdóttir, frk.
og þorfinnur Kristjánsson. þá var rætt um
styrkveitingar lil Slysavarnadeildarinnar Gefj-
unar og heimsóknastarfseminnar hér. En
fundarstjóri ályktaði, að lillögurnar hefðu
komið of seint, lil aö geta verið bornar undir
atkvæði.
SíÓan þennan fund, hefir Islendiugafélag
engan fund haldiö, og sefur svefninum langa,
þar til annan dag jóla, aö ákveÓið er að
hafa jólaskemmtun fyrir börn, í samráði viÖ
Stúdentafélagið. Næsti fundur verður svo,
eins og venja er, nýársfagnaðurinn. —
Gefjun hélt liina árlegu skemmtun sina
sunnudaginn 11. nóvemb. í Officersforeningen
H. C. Andersens Boulevard 20. Skemmtu þar
Wandy Tworek, fiðluleikari og Einar Kristj-
ánsson, óperusöngvari, aðstoöaöur af Axel
Arnfjörð, píanóleikara. FormaÖur deildar-
innar Jón Helgason, stórkaupm. setti fund-
inn en síra Finn Tulinius sagöi frá Skál-
holtshátíöinni síÓastliðiÖ sumar. Skemmtun-
ina sóttu rúml. hundrað manns. —
Fullveldishátíð hélt StúdentafélagiÖ laugar-
daginn 1. des. í Karnappen, Niels Hemming-
sensgade 3. Dr. SigurÖur Nordal, ambassa-
dor flutti erindi og Elísabet Haraldsdóttir,
frú lék á klarinett. Lauk skemmtuninni meÓ
dansi. —
StúdentafélagiÖ er ávalt í fullu fjöri, hefir
hver fundurinn rekió annan síðan í septem-
lier. Hefi eg einhversstaðar rekist á meiri-
háttar ályktun frá félaginu í sambandi viÖ
þrílitu ríkisstjórnina heima. þaÖ sem þó
helst vakti athygli mína, var brifning Al-
þýðublaÖsins og Tímans yfir þessari álykt-
un Stúdentafélagsins. —
Eg veit ekki hvers eg á aÖ njóta, en vinir
mínir á Islandi höfÓu sent mér farmiÖa meÓ
flugvél háðar leiðir. Tilefnið var, að hinir
sömu vinir mínir höfðu annast útgáfu bókar
eftir mig og heitir: I útlegð. Bókin fjallar
um líf mitt heima og hér, er saga almenns
verkamanns, sem þó hefir vasast í lleiru, en
alþýÖumenn almennt. Skyldu landar mínir
hér finna hvöt hjá sér til aÖ eignast bókina,
fæst hún lijá Armanni Kristjánssyni, Norre
Voldgade 52 og kostar 25 danskar kr.
Stjórn Islendingafélags hefir veitt 300 kr.
til heimsókna-starfseminnar, eins og undan-
farin ár. Er tveimur ætlaÖ heim aÖ sumri.
IIEOIA OCí ERLENDIS
ÚTGEFANDI OG RITSTJÓRI:
þORFINNUR KRISTJÁ NSSON
ENGTOFTEVRF 7, K0BENHAVN V.
★
Blaðið kemur út fjóröa livern mánuð.
VerÖ árgangsins í Danm. kr. 4.50.
Prentað hjá S. L. Meller, Kaupmannahöfn.