Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 2

Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 2
2 FAGNAÐARBOÐI Sæll er sá, er les. Framhald. LÍKUR MANNS-SYNI. Opb. 1. 12—15. vers. Og ég sneri mér við til að sjá, hvaða raust það væri, sem við mig talaði, og er ég sneri mér við, sá ég sjö gullljósastikur, og milli ljósastiknanna einhvern, líkan Manns-Syni, klæddan dragkyrtli. og spenntan gullbelti um bringuna; en höfuð Hans og hár var hvítt, eins og hvít ull, eins og mjöll; og augu Hans eins og eldslogi; og fætur Hans líkir glómálmi, sem í ofni brennanda, og raust Hans, sem raust margra vatna. Sjö gullljósastikur, urðu fyrst fyrir augum Jóhannesar, þegar hann sneri sér við til að vita hver við hann talaði. Þær eru táknmynd safnaðanna sjö, sem kirkj- an mundi renna fram í og lýsa heiminum yfir aldaraðir. Því næst lítur hann einhvern líkan Manns- Syni á milli ljósastiknanna, en dýrðarljóminn er Hann birtist í var meiri en hann áður hafði litið. Jóhannes sem áður hallaði sér að brjósti Manns-Sonarins gat nú ekki afborið að sjá Hann í þeirri dýrð er Hann nú birtist í, klæddur drag- kyrtli hinnar æðstu vegsemdar, og spenntan gull- belti eilífrar hátignar, sem sýnir Hans fullkomna vald og sigur. Deyi ekki hveitikornið sem fellur í jörðina verður það einsamalt, en deyi það ber það mik- inn ávöxt. Eftir að Jesús hafði háð hinn harðasta bar- daga, og þolað hinar beiskustu þjáningar, sér Jóhannes Hann hér með fannhvítt höfuð og hár. Það sýnir oss hvað mikið Hann varð að þola til að geta áunnið oss hinn dýrkeypta sigur, þegar björgin klofnuðu og dauðinn varð að láta laust herfang sitt. Hér líkjast augu Hans eldsloga, því hið innra brann eldur hins algjöra kærleika, sem öllu hafði fórnað, og eldur Heilags Anda opinberaðist í augum Hans og ásjónu. Hann hafði gengið í gegnum hinn heitasta eld Þér lítiltrúaðir! Fyrst Guð nú skrýðir svo grasið á vellinum, sem stendur í dag, en á morgun verður í ofn kastað, hversu miklu fremur mun Hann þá klæða yður, þér lítiltrúaðir! Lúk. 12, 28. Mönnum er gefið það í sjálfsvald, hvort þeir vilja klæðin frá Drottni eða frá heiminum. Klæðin frá Drottni vara eilíflega, en heimsins klæði eru nekt á nekt ofan. Þessu virðast margir eiga erfitt með að trúa eða átta sig á þótt þeir hafi heyrt um að klæðin frá Drottni eru eilíft líf í réttlæti Frelsara vors Jesú Krists, sem Hann ávann oss með Blóði sínu, sem út rann á krossinum á Golgota. Klæði réttlætisins skýla oss fyrir öllum storm- um og hretviðrum, sem dynja yfir frá hinum vitstola heimi. Eg hefi oft verið að íhuga hvort ekki væri eins ástatt með marga í þessum heimi eins og var með mig, að þeir séu að flýja Guð. Eg vissi að Guð var til og trúði því, en vildi forðast Hann. Eg iokaði augum og eyrum fyrir öllu því er minnti á Hann. Eg hélt að tíminn væri nógur fram undan, svo ekkert lægi á að beygja sig und- ir aga Guðs. Mér fannst Guð strangur eftir þeirri þekkingu, sem ég hafði af Honum. Eg vildi fara eftir mínum vilja, en athugaði ekki að tíminn var náðargjöf, er mér bar að fara vel með og gefa Guði dýrðina. Eg ætlaði að gjöra þetta i dag, en hitt á morg- un. Mér fannst ég hafa ráð á því, en leitaði ekki eftir að verða klæddur af Guði. lögmáls og reynslu, svo nú líktust fætur Hans, hinum fegursta glómálmi, sem í ofni brennanda. Alls staðar reyndist hann fullkominn í fylgdinni við sinn himneska Föður og í öllum sínum verk- um svo eldurinn hafði engu að eyða. Nú heyrði Jóhannes raust Hans sem raust margra vatna, því hér kemur Hann fram sem Orðið Guðs, frá eilífð. Sá eini sem opinberar oss alla dýrð Guðs —. Alla fyllingu Guðdómsins. Vötnin þorna og fossarnir hætta að drynja, en Orð Hans vara að eilífu. Framhald. Einar Einarsson.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.