Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.01.1952, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 að hafði til hans brauðinu, að gæti hann komið honum lifandi út úr fangabúðunum, skyldi hann fá síðasta og fallegasta fjölskylduskartgripinn, mjög verðmætan brilliants-hring. Þjóðverjinn skaut honum undan á síðustu stundu, þegar hann var kominn að klefadyrunum. Horn var nú sendur í vinnumanna-herflokki til Hvíta-Rússlands. Á leiðinni þangað, eftir að hafa lent í rysk- ingum við- hermann, tókst honum að stökkva af lestinni. Flýði hann þá inn í skóg og sofnaði þar, þegar hann í dögun ætlaði að gera staðarákvörðun, varð á vegi hans hópur fólks, sem hafði leitað sér skjóls þar, gegn sprengjuregninu. I fyrstu sýndi fólkið honum tortryggni, en brátt tók það við honum í hópinn. Þar mætti hann í fyrsta sinni Sidi, síðari konu sinni, sem ásamt nokkrum rússneskum flokks-bræðrum úr heimavarnaliðinu, hafði lent í skógi þessum á flótta sínum frá Rúmeníu til Rússlands. Þjóðverjar höfðu yfirráð yfir öllu svæðinu, og nótt eina handtóku þeir Horn, þegar það féll í hans hlut að sækja matföng til borgarinnar. Nú var hann einnig orðinn viðskila við síðari konu sina. Þegar nú Rússar náðu aftur yfirráðum yfir skóginum, var hún, sem þá var þunguð, send ásamt öðru flóttafólki til Rússlands. Þar ól hún barn sitt í hlöðu einni og bjó við hina mestu örbyrgð til stríðsloka. Rússar gáfu nú öllum föngum lausn, þegar þeir náðu yfirráðum yfir fangabúðum þeim, sem Horn var í, og var hann nú sendur í rússnesku vinnuherbúðirnar. Þó að hann yrði að erfiða þar mikið, naut hann þar meira persónulegs frelsis og matur var meiri og betri, þótt ekki væru þar neinar allsnægtir. Þegar styrjöldinni lauk hlakkaði hann til þess að komast heim og sjá hvort nokkuð væri eftir af eignum hans, en við því lögðu þá Rússar al- gjört bann. Þeir þurftu á vinnukrafti að halda, og engum flóttamanni var leyft að yfirgefa her- búðirnar. Enn var Horn því fangi. Eftir langan tíma hafði honum tekizt að safna sér fullum bakpoka af brauði og öðrum matföng- um og með það flýði hann inn í skógana aftur, ásamt öðrum flóttamönnum. Þeir sváfu á daginn en ferðuðust fótgangandi um nætur. Poka sína fylltu þeir við og við úr ávaxta- og kartöflugörð- um, og eftir ósegjanlegt erfiði í fimm mánuði, komust þeir loks til hernámssvæðis Vesturveld- anna í Vestur-Berlín. Þeir leituðu uppi lögreglu- stöðina, og voru settir í amerískar stöðvar fyrir landflótta Gyðinga. Þar gat Horn borðað sig mettan í fyrsta skipti í mörg ár. En ég var, segir frú Sidi Horn, þegar friður- inn komzt á, langt inni í Rússlandi með litlu dóttur mína, hálfs þriðja árs. Ekki fékk ég heldur leyfi til þess að fara úr landi, en hóf flótta minn í nóvember 1945. Hjá kunningjum mínum fékk ég járnbrautarfarseðil fyrir fimmfalt verð og án fararleyfis steig ég inn í lestina með litlu dóttur mína Sylvíu. Rússar eru barngóðir, og oftar en einu sinni virtist litla barnið verða mér til bjargar. Það var kraftaverk, að við að lokum komumst til Póllands. Ferðalag þetta tók yfir mánuð, og á hverjum degi komumst við fram hjá lögreglu og eftirlits-mönnum. Það var mikið áhættuspil að halda þannig á- fram ferðinni, því alltaf átti ég á hættu, að lögreglan handtæki mig og þá hefði ég orðið að sitja í fangelsi í mörg ár. Þetta fór nú samt allt vel. Mér þótti ég þá vera afar dugleg, en nú sé ég, að það var Guð, sem stjórnaði því öllu. Hann gekk á undan mér og jafnaði hólana, braut eirhliðin og mölvaði járnslárnar, til þess að ég í myrkrinu skyldi finna Hans huldu fjársjóðu. Les Jes. 45. 3. Það er eingöngu Guðs náð að þakka, segir frú Sídí Horn, að þetta langa og áhættusama ferða- lag okkar frá því í nóvember 1945, endaði vel. I maí náðum við til flóttamanna-herbúða fyrir Gyðinga á hernámssvæði Bandarikjanna í V.- Berlín. Þá höfðum við farið yfir víðáttu-mikil svæði Rússlands, yfir Pólland, og A-Þýzkaland, er var undir yfirráðum Rússa. Svarið hef ég fundið í Ritningunni Jes. 45, 5. ,,Eg er Drottinn og enginn annar, enginn Guð er

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.