Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 4

Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 4
4 FAGNAÐARBOÐI Rúmenshir Gyðingar finna Krist í Noregi. Niðurlag. Hin kristnu Gyðingahjón, Sídí og JanJco Horn frá Rúmeníu, segja ævisögu sína. Meðan við dvöldum þarna, urðu foringja-skipti og Norðmaðurinn Róbert Gary tók við umsjá herbúðanna. Hann hafði „hjartað úr gulli“ og þolinmæði hans var takmarkalaus. Gyðingunum var það torskilið, að slikur maður væri til. Þá vissi ég lítið um Noreg, en aldrei hafði ég fyrir hitt á lífsleiðinni annan eins mann og Gary forstjóra. Það reyndist nú vera algjörlega vonlaust fyrir okkur, að komast út úr Þýzkalandi, og allt var nú verra viðfangs, þar sem við vorum nú þrjú, sem urðum að halda hópinn. Aftur var komið að þvi sama. næði fyrir það annars staðar í borginni svo að við urðum að hafa það á trúboðsstöðinni. Til Palestínu streyma þúsundir flóttamanna, en þeir koma til landsins í hörmulegu ástandi. Margir þeirra koma úr fangabúðum, þar sem þeir hafa verið árum saman, og hafa liðið óumræðilegar þjáningar. Hungraðir og næstum naktir hafa þeir komið í landið, og reynum við að hjálpa þeim eftir beztu getu. Stjórnin gerir sitt bezta, með hjálparstarfsemi sinni, en kemst ekki yfir að hjálpa öllum þar sem innflutningurinn flótta- manna er feykilega mikill. Eg er sannfærður um að vinir og árnaðar- menn missa ekki sjónar á þessari mikilvægu kristniboðsstarfsemi, en verði með okkur í fyrir- bænum og framlögum til að bjarga þessu nauð- stadda fólki, og leiða það til Frelsarans. Drott- ins vors Jesú Krists. Eg held að þetta sé Guðs stærsta köllun til vor á þessum alvarlegu tím- um, því Guð þráir að sjá sem flesta Gyðinga frelsaða er Kristur Drottinn kemur. Lauslega þýtt úr norsku af Sylvíu Haraldsdóttur. Áfram urðum við að halda, en hvert? Ákveðið hafði verið, að fjörutíu Gyðingum skyldi leyft að setjast að í Noregi, og þeir voru þegar valdir, en hið undursamlega skeður að við gátum öll komist með, vegna þess að nokkrir höfðu hafnað boðinu á síðustu stundu. Hvorki vissum við hvar Noregur var, né þekkt- um norska staðhætti, en vegna þess, að hinn vin- gjarnlegi yfirmaður þeirra, var frá Noregi grip- um við orðið ,,Noregur“ fegins hendi. Þegar aðrir Gyðingar spurðu mig, hvort ég væri ekki hrædd að fara til þessa óþekkta lands, þá svaraði ég þvi til, að þar sem byggju menn eins og Gary þar hlyti að vera gott að búa, og aldrei hefir mig iðrað þess, að við fórum til Noregs. Norska þjóðin hefur ekki brugðizt vonum mín- um. Liðsforingi einn úr norsku Þýzkalands-her- deildinni í Berlín hélt ræðu við burtför okkar, og bað okkur að bera engan kvíðboga fyrir kom- unni til Noregs, því þar ríkti almenn vinátta manna á milli. Okkur þótti það mestu máli skipta, sem hann sagði um Gyðingana, — að þeir mættu þar ekki hatri heldur vinsemd. I sannleika sagt, vorum við nokkuð vantrúuð á þetta, sem hann sagði um vináttu í garð Gyð- inga. Það var okkur algjörlega óþekkt hugtak. En þau orð hafa reynzt sönn, okkur er vissulega auðsýndur kærleikur. Við fórum með járnbrautarlest til Bremen. Gyðingarnir höfðu skreytt hana fánum Norð- manna og Gyðinga, sett utan á hana laufblöð og skrifað á hliðar hennar: — Noregur vill taka á móti okkur —. Noregur var fyrsta landið, sem tók á móti Gyðingum, og við urðum að láta Þjóðverjana vita það. Frá Bremen lá leið okkar til Halden með her- flutningaskipinu Svalbard. 1 fyrsta skipti í 8—9 ár þurftum við ekki að hafa áhyggjur um hver tök við myndum hafa á því, að afla okkur fæðu og matbúa hana, því matur allur var ríku- legur um borð. Okkur þótti smjörbirgðirnar vera sem heil fjöll, og hvílík ósköp af brauði, mjólk og kaffi. Aldrei gleymi ég þeirri vinsemd og þolin- mæði, sem áhöfnin sýndi okkur. Það var stór við- burður fyrir okkur að mæta slíkri meðferð.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.