Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 6

Fagnaðarboði - 01.02.1952, Blaðsíða 6
6 FAGNAÐARBOÐI reyna að vekja mig, og rétt í því þótti mér glymja við ógurlegur hávaði. I fyrstu gat ég ekki gert mér fyllilega grein fyrir hvað þetta var, en heyrði svo að þetta voru þrumur. Snjónum hafði kyngt svo mikið niður, að hann var orðinn alin djúpur í garðinum. Þetta var hið kynlegasta, er ég hafði nokkurntíma séð, — þrumur og snjó- koma samtímis. (Allir muna eftir hinni miklu snjókomu þetta vor). Eg gat ekki sofið meira um nóttina, mér var ljóst, að þetta átti erindi til mín. Frá þeirri nóttu hafði ég ekki yndi af reif- aralestri né kvikmyndum, sem áður hafði verið min mesta ánægja. Eg fór að lesa mikið í Biblíunni og bar sam- an Gamla- og Nýjatestamentið, en það skapaði mér enga gleði. Miðvikudags-morgun í næstu viku á eftir dreymdi mig þann draum, sem tók burt frá mér ailan efa og gaf mér þann frið, sem er æðri öll- um skilningi. Eg sá sýn á himninum, — allar stjörnurnar voru saman komnar í kringum kross. Á þessum krossi, sem var drif-hvítur, hékk Jesús þreytulegur á svip eins og Hann vildi segja: „Hversu oft hefi ég viljað saman safna börnum þínum, eins og þegar hæna safnar ungum sínum undir vængi sér, og þér hafið ekki viljað það.“ Krossinn með Jesú kom niður og hvarf í jörð- ina rétt fyrir framan fætur mér. Þar, sem hann hafði horfið, stóð nú fórnaraltari. Þá varð mér svo felmt við, að ég rak upp óp, sem ég vaknaði við. Eg hrópaði, að nú væri það of seint, ég hefði ekki viljað trúa því sem boðað var og nú væri það OF SEINT. Eg vaknaði í einu svitakófi og ásetti mér að það mætti ekki veröa of seint. Eg sagði manni mínum og öllum í húsinu drauminn. Áður fyr gat ég ekki beðið í Jesú Nafni, því Gyðingum er það Nafn einskis virði. Ekki er hægt að útskýra, hvað það felur í sér fyrir Gyð- ing, að snúa baki við sínum fyrri lifnaðarhátt- um og ganga Jesú á hönd. Frá þeirri stund er hann rækur úr þjóðfélagi Gyðinga, og nú lá fyrir mér, að verða sem holdsveik meðal minnar eigin þjóðar. Þetta var hörð barátta, og ég átti í miklu stríði til þess að geta beygt kné mín. Gyðingar krjúpa aldrei, svo einnig það varð ég að læra. En Guð sigraði, og ég fól mig Honum í Jesú Nafni. Nú varð ég fyiir því dásamlega, er verður ekki með orðum lýst. Undursamlegur friður fyllti hjarta mitt og um mig streymdi sá fögnuður, sem ég hef aldrei fundið til áður. Þegar ég sá sjálfa mig eins og ég var, hlaut ég að þakka Guði, — Hann hafði endurleyst mig og afmáð syndir mínar. Eg öðlað- ist frið við Guð og fól mig Konungi Konunganna — mínum Messíasi —. Þetta skeði á miðvikudag. Á föstudag fékk ég bréf frá Rúmeníu. Faðir minn og fimm systkini mín voru á lífi, en ein systir mín hafði látið lífið í fangabúðun- um ásamt manni sínum og börnum. Nú hafði ég fengið þriðja táknið, sem átti að sanna mér að Jesús væri frelsari minn og hefði dáið fyrir okkur öll. Áður hafði krossinn verið mér ásteytingarsteinn, já verið andstyggð í mín- um augum. I dag er krossinn mér lífsins lind. Við hann legg ég allar sorgir mínar og áhyggjur og þangað sæki ég þrek, frið og gleði. Eg er orðin ný manneskja, hef ný áhugamál og ný fagnaðar- efni. Kirkjan er hið andlega heimili mitt, og ég elska bræður mína og systur í Drottni. Tuttugu og niu ár æfi minnar eru töpuð, burt kastað til einskis, og ekki megna ég að bæta fyrir það sem ég hef syndgað. Eg bið því Drottinn að hjálpa mér að líf mitt megi verða sem tær lækur, svo ég gæti hjálpað til þess að svala þorsta hins þreytta vegfaranda, er þyrstir eftir lífsins vatni. Bæn min er sú, að ég fái að vera verkfæri í höndum Drottins og að ég megi verða fús til þess að þóknast Honum. Nú hefi ég verið kristin í hálft fjórða ár og hver dagur er gjöf frá almáttugum Drottni. I hinu daglega lífi mínu hefi ég fengið bænheyrslu í smáu sem stóru. Á skirdagskvöld létum við skir- ast, ég, maðurinn minn og litla dóttir okkar. Guð hefur einnig gefið okkur son. Við gáfum honum nafnið Davíð. Litla fjölskyldan okkar hefur orð- ið að þola miklar þrengingar, en ég er vön að segja: „Við höfum gengið í gegnum bölvunina, en nú er blessunin framundan, já, sem við nú þeg- ar njótum ríkulega. (Lauslega þýtt.)

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.