Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 3

Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 3
3 FAGNAÐARBOÐI Jesús þú, sem ert mér allt. Auðlegð mikil það er mín. Þakka ber þér þúsundfalt. Þjáðum, blindum veitir sýn. Hreint og heilagt er þitt Nafn. Á himni og jörðu tign þín skín. Tak mig í þitt sálna-safn, síðst þá endar hérvist mín. Er stúlkan hafði lokið söng sínum, stóð hún þegar upp frá hljóðfærinu. Hjartað barðist í brjósti hennar, og tárin hrundu niður kinnarnar. Hún gekk rakleiðis að fatageymslunni, tók yfirhöfn sína og fór heim í flýti. Aldrei hafði hún sungið eins og þetta kvöld. Söngur- inn hafði líka greinilega snert viðkvæma strengi í hjört- um hinna tignu gesta. Þó sálmasöngurinn hafi komið öllum á óvart, verkaði hann ekki sem neitt reiðarslag, heldur miklu fremur sem boðskapur frá himnum ofan, — sem hann og í sannleika var. Margir gestanna gátu ekki tára bundist, og sumstaðar heyrðist lágt gráthljóð. Söngurinn hafði leyst úr viðjum tilfinningarnar, sem leyndust í þessum þjáðu, vansælu og hörðu hjörtum, sem nú milduðust við sönginn um hið dýrmætasta Nafn, sem nefnt verður hér á jörð, Nafnið Jesús. Þessir tignu og auðugu borgarar Los Angeles gátu ekki farið þess leyndir, að sjálfur Drottinn Jesús hafði gengið um á meðal þeirra, svo áþreifanleg var nálægð Hans. Uppi á ræðupallinum stóð Ingersoll, smár og vesæll, og leið auðsjáanlega illa. I vandræðum sínum gerði hann nú misheppnaðar tilraunir, til þess að bjarga þessu við, því nú fannst honum í ekki svo lítið óefni komið. Hann fór eitthvað að tala um mannlega tilfinningasemi, en sá brátt, að það var með öllu þýðingarlaust, — og gafst upp. Gestirnir voru þegar farnir að tínast burtu. Þessi „mikla“ atlaga gegn Jesú Kristi og Fagnaðarerindi Hans hafði með öllu farið út um þúfur og var síður en svo til að auka hróður guðníðingsins. Margir, sem höfðu verið staddir þarna, sögðust aldrei gleyma ,,fyrirlestrinum“ í Frímúrara-reglunni þetta kvöld. Þar hafði Guð á sérstæðan og undraverðan hátt vitnað um sinn Eingetinn Son. Nú liðu nokkur ár. Sagan ber okkur aftur til Los Angeles. Þar var nú haldinn f jölmennur dansleikur fyrir háttsetta borgara. Meðal boðsgestanna var unga stúlk- an, sem fyrr um getur, en var nú orðin dáð kona og enginn unglingur lengur. Hún tók þátt í dansinum og há- tíðarhöldunum með hinum. En allt í einu, þegar hún er úti á dansgólfinu, innan um allan hinn mikla fjölda sam- kvæmisklæddra karla og kvenna, hættir hún skyndilega að dansa og stendur kyrr eitt andartak. Þá heyrði hún, eins og hún síðar greinir frá, raustu Drottins tala til sín og segja; „Dóttir, gef mér hjarta þitt“. Hún yfirgaf dansfélaga sinn þarna á gólfinu, sem sennilega hefir haldið, að hún hafi snögglega orðið veik.- Síðan náði hún í skyndi í yfirhöfn sína og hrabaði sér út. Þá var tekið að dimma um kvöldið, en götuljósin lýstu upp stræti stórborgarinnar. Nú stóð hún þarna úti á götunni — og hjarta hennar hrópaði eftir hinum lif- andi Guði. Hvert átti hún nú að fara, til þess að hún fengi fundið hann. Hún hugsaði um þetta fram og aftur. Hún fann sig ekki leidda til neins af prestum borgarinn- ar. Og ekkert þekkti hún heldur til hinna ýmsu trúarfé- laga eða predikara. En Andi Drottins verkaði til henn- ar, og allt í einu var hún ekki lengur í neinni óvissu um, hvert hún ætti að fara. — Til þvottakonunnar hennar mömmu. Já, hún var staðráðin í því, að fara til kæru Nancy sinnar, negra- konunnar, sem kom alltaf heim og þvoði þvottinn hennar mömmu. Hún var einlægt Guðs barn og elskaði Frels- ara sinn. Og nú var ekki lengur neitt hik á ungu stúlkunni. Rösk- lega gekk hún niður að blökkumannahverfinu. Og þrátt fyrir hina lélegu götulýsingu þar, fann hún brátt dyra- bjölluna á litla kofanum hennar Nancy. Þarna stóð hún knúin og gagntekin af hinni einu þrá, að finna Drottin sem Frelsara sinn. Hún var með tárvota kinn, er hún nú hringdi dyrabjollunni. Nancy kom til dyra, smávaxin með hrokkið svart hár. Aðeins eitt andartak stóð hún kyrr, en af andliti hennar skein mildi og móðurleg sam- úð. En svo sá hún hvern gest hafði borið að garði. Nú þekkti hún stúlkuna og — sláldi dllt. — Þá breiddi hún út faðminn á móti hinni tiginbornu ungu stúlku og þrýsti henni að brjósti sér, en hún féll grátandi í faðm Nancy sinnar. „Elsku barnið mitt,“ sagði Nancy hæglátlega. „Ég veit, þú ert að leita að Jesú“. Og þarna i litla fátæklega eldhúsinu krupu þær báðar til bæna. Þar mætti Florence Crawford Frelsara sínum. Hún varð síðar mikilvirkur þjónn í víngarði Drottins, verkfæri í hendi Hans ,er leiddi þúsundir manna inn á veg lífsins. Þegar hin mikla trúarvakning varð í Los Angeles i apríl mánuði árið 1906, varð Florence Crawford meðal hinna fyrstu þar, af hinum fámenna hópi trúaðra, er Drottinn skírði í Heilögum Anda. Hún kom á stofn og veitti forstöðu í meira en 30 ár einni blessunarríkustu trúboðsstarfsemi innan Banda- rikja Norður Ameríku. Þúsundir frelsaðra karla og kvenna, úr öllum stéttum, um heim allan, færa Drottni þakkir fyrir starf hennar. Heimildarrit: Hjemmets Venn, Trondheim. Eyjólfur Stefánsson þýddi sálminn á íslenzku. ★ ★ ★

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.