Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 8

Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 8
8 FAGNAÐARBOÐI Framhald af bls. 6. ,,Ef þetta væri litla telpan min“ — ég hlustaði. — Ég fann að kökkur var kominn í háls mér, og augu mín flutu í tárum. „Jú, ég held, að þú myndir hafa sagt já, barnið mitt. Þú skalt fá að sjá pabba þinn,“ sagði ég. Ég tók í litlu köldu barnshöndina og snéri aftur til fangelsisins. Fyrir hugskotssjónum minum sá ég litlu stúlkuna mína heima. Þegar ég var kominn inn á skrifstofuna mina, sagði ég barninu að orna sér við heitan ofninn og skip- aði svo verði að sækja fanga no. 37, sem um þessar mundir var niðri í fangaklefanum sínum. Um leið og fanginn steig inn fyrir þröskuldinn á skrif- stofu minni og sá litlu dóttur sína þar, kom þungur reiði- svipur á andlit hans og hann hreytti úr sér, illilegur á svipinn: „Nelly, hvað ert þú að gera hérna? Hvað viltu? Farðu heim til hennar móður þinnar.“ „Ó, elsku pabbi minn,“ snökkti litla telpan. „Mamma er dáin. Hún dó fyrir tveimur vikum í fátækraskýlinu. Áður en hún dó, sagði hún mér að hugsa vel um Jimmy litla, því þér þætti svo vænt um hann. Mamma sagði lika, að ég yrði að segja þér, að henni þætti alltaf vænt um þig, pabbi.“ Nú fór telpan að hágráta, en gat þó stunið upp: „Nú er Jimmy bróðir líka dáinn, pabbi, og ég er ein eftir. Nú eru jólin komin, pabbi, og af því að þér þótti alltaf svo vænt um Jimmy, þá hélt ég, að þig myndi langa til þess að fá jólagjöf frá honum.“ Og nú fór hún að rífa upp litla pakkann, sem hún hélt á, og tók loks fram ljósan hárlokk, sem hún hafði vafið vandlega inn í silkipappír. Hún rétti föður sínum lokkinn og sagði: „Ég klippti þetta af hárinu á Jimmy bróður, þegar hann var dáinn. Ég gat gert það áður en þeir tóku hann burt, til þess að jarða hann.“ Fangi no. 37 grét nú eins og barn, og hið sama gerði ég. Hann laut niður að barninu sínu, tók það upp í fang sér og þrýsti því Ofsalega að brjósti sér. Þessi sterk- byggði maður nötraði allur af niðurbældri geðshrær- ingu. Það, sem þarna fór fram milli barnsins og föður þess, var í mínum augum svo heilagt í allri dýpt sinni og hreinleika, að mér fannst ég ekki hafa leyfi, til þess að JÓLXQJOFJN Gefið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafnarfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. — vera viðstaddur. Ég opnaði því hægt dyrnar og skildi þau eftir ein í herberginu. Eftir á að gizka eina klukkustund, kom ég aftur inn til þeirra. Fanginn sat við ofninn með litlu dóttur sína á hnjánum. Hann horfði fyrst vandræðalega á mig en sagði svo: „Herra vörður, ég á enga peninga, en í Guðs bænum, látið ekki litlu stúlkuna mina fara svona illa búna út í kuldann aftur. Svo snaraði hann sér úr fangatreyjunni sinni og bætti við: „Leyfið mér að láta hana hafa þenn- an jakka til skjóls.“ Ég sá, hvernig tárin streymdu nú niður eftir hörku- legu andliti fangans. „Nei, Galson. Verið kyrrir i jakkanum yðar. Ég skal sjá um, að dóttur yðar verði ekki kalt. Ég ætla að fara með hana heim til mín og sjá svo til, hvað konan mín getur gert fyrir hana.“ „Guð blessi yður fyrir það,“ sagði Galson með grát- ekka. Ég fór nú með telpuna heim til mín, og var hún hjá okkur í mörg ár. Hún öðlaðist einlæga trú á Drottin Jesúm. Og hið dásamlega skeði, að afbrotamaðurinn, Tom Galson, faðir hennar, hlaut einnig frelsið í Jesú Kristi. Eftir það, er síður en svo, að hann skapi okkur erfiðleika á nokkurn hátt. Síðar lá leið min, sem predikara, aftur til þessa sama fangelsis. Þá spurði fangavörðurinn mig, hvort mig lang- aði ekki, til þess að hitta Tom Galson. Ég játti því, og nú fórum við báðir að litlu húsi, sem stóð afvikið frá ysi og þysi borgarinnar. Við drápum á dyr, og glaðleg, ung stúlka lauk upp fyrir okkur. Hún heilsaði fanga- verðinum með miklum ynnileik, sem nú kynnti mig þarna fyrir Nelly og föður hennar. Galson hafði verið náðaður og lifði nú lífi sannkristins manns. Hann bjó þarna ásamt dóttur sinni Nelly. En það varð jólagjöfin hennar, litli hárlokkurinn, með öllum þeim kærleika, sem þar lá á bak, er hafði leitt til þess, að hið harða hjarta af- brotamannsins mildaðist og að lokum gjörsigraðist fyrir þeim óumræðilega kærleika, er Guð birti í Jesú Kristi er kom, til þess að leita að hinu týnda og frelsa það. (Heimildarmaður vill ekki láta tilgreina nafn sitt, en frásögn þessi er tekin úr „Tlie Voice Of Healing“.) 5. tbl. 1958 11. árg. i

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.