Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.05.1958, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Tíið varankga Hann mun verðci mikill og verða kallaður Sonur lúns Hæsta, og Drottinn Guð mun gefa Honum hásæti Davíðs föður Hans, og Hann mun ríkja yfir ætt Jakóbs að eilífu, og á ríki Hans mun enginn endir verða. Lúk. 1, 32—33. Þannig vitnar Faðirinn, sjálfur Guð, um guðdóm Jesú Krists, vegsemd, vald og dýrðarríki hins fyrirheitna Frelsara mannkynsins, vitnar um Hann, sem kom send- ur af Guði með fagnaðarboðskapinn um frelsi, líf og lausn frá syndum og sjúkdómum, dauða og dómi. Hann kom til þess að hefja lýðinn með friðarverki sínu upp úr neyðarmyrkri guðleysis og vantrúar, sem hefir grúft yfir kynslóðunum, já, svo innilukt þær, að margir finna ekki lengur neina þörf fyrir, að losna undan því oki, frá fjötrum þess illa valds. Nú skynja þeir ekki lengur þær alvarlegu afleiðingar myrkursins og þykja allar áminningar því viðvíkjandi ástæðulausar. Enda höfnuðu Hans eigin menn því, að hafa nokkuð saman við Hann að sælda. Þeir töldu sig hafa rutt bjargi úr vegi með því að heimta Hann á krossinn. En þeir gættu þess ekki, að sakir syndar lýðsins var Hann lost- inn til dauða. En Guð vék ekki frá fyrirætlun sinni og gerði steininn, sem smiðirnir höfnuðu að hyrningarsteini. Hið dýrmætasta tímabil í sögu mannkynsins hófst því með fæðingu Jesú Krists, þá er Hann klæddur holdi birtist mannheimi, fullur náðar og sannleika. Því frá Honum rann lífmóðan, Fagnaðarerindið til allra þjóða, til hjálp- ræðis sérhverjum, sem trúir. Við höfum upp fyrir okkur frásögn engilsins: „Yður er í dag Frelsari fæddur, sem er hinn Smurði Drottinn, í borg Davíðs.“ Við höldum hátíðina í tilefni fæðingar Hans. Þó virðist sem vitringunum hafi fundist meira til um þann boðskap, en okkur gerir í dag. Við leggjum okkur lítíð fram, til þess að þekkja Konung upprisunn- ar og lífsins og læra að meta hin raunverulegu verð- mæti, sem okkur stendur til boða frá Hans náðarhendi. En vitringarnir komu óraveg frá Austurlöndum, til þess að sjá með eigin augum þann Konung, sem þeir mestan vissu. Endu munu hvorki aldirnar né eilífðin taka þann heiður, hina eilífu konungstign, af hinum unga sveini, er lá í jötunni í Betlehem forðum daga, og ekki var rúm fyrir annars staðar en í fjárhúsjötu, en ofar hverri tign og valdi og mætti, ofar öllum herra- dómi og sérhverju nafni, sem nefnt er, ekki aðeins í þessari veröld, heldur og i liinni komandi. Ef. 1, 21. Þetta er hinn fyrirheitni Messías, sem Guð gaf heim- inum til frelsis. Hinn sami, er spámennirnir kunngerðu hver af öðrum, að koma ætti, öllum lýðum til lífs, hinn Smurði, sem kynkvíslir Israels þráðu og væntu, já, og vænta enn í dag, en vantar skilning á, að er kominn. Á umliðnum öldum höfðu spámennirnir, hver af öðr- um, minnt á loforð Guðs og fyrirheit um að senda hinn Smurða í heiminn. En að óvörum birtist Hann þó æðstu- prestunum og þeim, sem við guðsþjónustuna fengust. Þeir höfðu engan viðbúnað er Hann kom. Svo nú fluttu englarnir fjárhirðunum hinn mikla Fagnaðarboðskap, sem veitast mundi öllum iýðnum. En þótt við höfum fyrir okkur hina sáru reynzlu fræði- mannanna, sem ekki þekktu sinn vitjunartíma, þá vantar mikið á, að við, sem eigum að vaka, séum vakandi og væntandi Drottins, brúðgumans er vitjar sinnar brúður, eða, að við höfum þann viðbúnað, sem vera ber, og gef- um gaum að þeim viðburðum, sem Drottinn hefur gefið, sem tákn endurkomu sinnar, svo að ekki þurfi ennþá verr fyrir okkur að fara. Því að ekki eru fyrirheitin um endurkomu Drottins óljósari en hin fyrri, er snerta fæð- ingu Frelsarans. Og svo margþætt sem fyrirheit Guðs eru um endur- lausnarverk Drottins Jesú, og fögnuðurinn mikill yfir því að Hann birtist til að burttaka syndir, eins og spá- maðurinn segir: Þú eykur stórum fögnuðinn, þú gerir gleðina mikla; menn gleðja sig fyrir þínu augliti, eins og þegar menn gleðjast á kornskurðartimanum, eins og menn leika af fögnuði þegar herfangi er skipt. Jes. 9, 3. þá nær þó gleðin allri fyllingu sinni, þegar brúðurin mætir hinum sanna Brúðguma, sem hefur keypt hana og endurleyst, til eilífrar samvistar með sér í ríki hinn- ar fagnandi gleði. Einar Einarsson.

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.