Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 1

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Blaðsíða 1
En hjá krossi Jesú stóð móðir Hans og móðursystir Ilans, María, kona Klópa, og María Magdalena. Þegar nú Jesús sá móður sína og lærisveininn, sem Hann elsk- aði, standa þar, segir Hann við móður sína: Kona, sjá þar er sonur þinn! Síðan segir Hann við lærisveininn: Sjá, þar er móðir þín! Og frá þeirri stundu tók lœrisveinninn liana heirn til sín. r ■N ♦ PœlUr ur ævi ♦ ♦ /■ minm t Ameríski presturinn, Harald Bredesen, segir frá. V J Uppeldi mitt mótaðist að verulegu leyti af kenning- um hinnar evangelisk-lútersku kirkju, þar sem faðir minn var þjónandi prestur, auk þess hafði afi minn og mörg önnur náin skyldmenni ýmist verið prestar eða starfandi prédikarar innan lútersku kirkjunnar. Þess var líka fastlega vænzt, að ég, í þessum efnum, fetaði í fótspor ættmenna minna, gerðist prestur eða á annan hátt helgaði líf mitt prédikunarstarfinu. En það samræmdist ekki mínum eigin áformum. Ég hafði ekki hugsað mér að gerast prestur. Einn nákom- inn frændi minn var þingmaður. Hafði hann lofað að koma mér í stöðu stjórnarerindreka, ef ég aflaði mér þeirrar menntunar, sem krafist er til þeirra starfa. Og út á þá menntabraut lagði ég. KÖLLUN MÍN A síðasta námsári mínu við háskólann, var ég eitt sinn við morgunguðsþjónustu hjá föður mínum. Fyrst lagði hann þá út af textanum: Afneitun Péturs. Sérstaka áherzlu lagði faðir minn í prédikun sinni á það, hve Pétur hafði iðrazt og grátið beisklega, þegar honum varð ljóst, að hann hafði brugðizt Drottni sínum. Síðar fór faðir minn að tala út af textanum í 21. kap. (Jóh. 19,25—27.)

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.