Fagnaðarboði - 01.01.1970, Qupperneq 2

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Qupperneq 2
2 FAGNAÐARBOÐI Jóh. guðspjalls, þá er Jesús birtist lærisveinunum við Tíberías-vatnið og Jóhannes, sem þekkir þar Jesúm standa á ströndinni, segir við Pétur: — Það er Drott- inn. Þegar ég svo heyri föður minn lesa Orð Ritningar- innar um, að Pétur fleygir sér í vatnið, verður sem brugðið upp fyrir mér í sýn, hvar Pétur hraðar sér til Jesú, fellur að fótum Hans og biður Hann fyrirgefn- ingar. En okkur er gefið að sjá í Ritningunni, að Drott- inn Jesús mælir ekki eitt einasta ávítunarorð til læri- sveinsins, sem hafði afneitað Honum, heldur ber fram þessa spurningu: — Símon Jóhannesson, elskar þú mig? Og ekki aðeins einu sinni eða tvisvar, heldur þrisvar sinnum spyr Jesús Pétur þess hins sama. Og nú mælir faðir minn hér þrisvar sinnum fram í prédikun sinni spumingu Jesú til Péturs: —■ Elskar þú mig? En nú á sér það stað, hvað mig snertir, þar sem ég sit meðal kirkjugesta, að um leið og faðir minn mælir fram þessi Orð Jesú, hverfur mér prédikunarstóllinn, kirkjubekkirnir og allt, sem í kringum mig er. Drottinn Jesús gengur sjálfur inn í hjarta mitt og leggur nú fyrir mig hina sömu spurningu og Pétur forðum. Hann nefn- ir mig með nafni og spyr: — Elskar þú mig? I Anda opinberunar var nú brugðið upp fyrir mér, hve undursamlegur Hann er í kærleika sínum til okkar mannanna barna, og hve óumræðilega verður Hann er þess, að við mennirnir elskum Hann. 011 áform mín um að komast í góða stöðu og alla sókn mína eftir frægð og frama lagði ég nú að fótum Drottins míns og Frels- ara. Nú átti ég aðeins þá einu ósk að helga Honum líf mitt til þjónustu og framganga í einu og öllu samkvæmt vilja Hans og ráði. HEYRI VITNISBURÐ UM FYRIRGEFANDI NÁÐ GUÐS Eg hóf nú nám við lúterskan prestaskóla. Við þann skóla voru margir kennaranna guðræknir menn og urðu mér til mikillar blessunar með kennslu sinni. En lær- dómsríkust varð mér þó kennslustundin sú, þá er fyrr- um afbrotamaður vitnaði fyrir mér um fyrirgefandi náð Guðs í Jesú Kristi. Maður þessi hafði á samvizku sinni margs konar afbrot, þegar Kristur mætti honum og frelsaði hann. Fundum okkar bar saman, þá er ég dag einn var að rölta heim til mín, og ungur maður bauð mér upp í bíl sinn, sem ég þigg þakksamlega. Fórum við síðan að spjalla saman. Hann kvaðst áður hafa verið fyrirliði glæpamannaflokks í Twin Cities. Hefði m. a. verið flæktur í sölu eiturlyfja og það leitt til þess, að hann var settur í fangelsi. Hefði hér nánast verið um að ræða lífstíðardóm, sagði þessi ungi maður, og sjálf alríkis- rannsóknarlögreglan hafði málið með höndum. Hann kvaðst hafa verið að dauða kominn vegna nýrna- sjúkdóms. „En einmitt þá, svo að segja á banabeði mínu í fangelsissjúkrahúsinu, fór ég að hugleiða ýmis- legt það, sem amma mín, en hún var trúuð kona, hafði sagt við mig,“ sagði hinn ungi maður og hélt svo áfram. Égminntist nú sérstaklega þessara orða hennar:—Warr- en minn, hversu langt, sem þú kannt að vera kominn frá Guði og djúpt sokkinn í syndafenið, þá haf það hug- fast, að miskunn Guðs stendur þér til boða, ef þú af einlægni snýrð þér til Hans. Ákalla Hann á stund neyð- arinnar. Svo hélt hinn ungi maður áfram frásögn sinni og sagði. Náðartíminn, sem mér hafði verið gefinn, var að renna út, svo nú var hver síðastur fyrir mig að leita til Drottins náðarinnar. Ég ákallaði Hann nú á stund neyðarinnar og hrópaði: — Jesú, frelsa sál mína! Varla hafði ég orðunum sleppt, þegar ég fann kraft Drottins fara í gegnum líkama minn. Ég tókst hátt í loft upp, á að gizka 3 fet frá sjúkrabeði mínu. Þegar ég var aftur fallinn niður í rúmið, var ég mér þess full- komlega meðvitandi, að ég var orðinn alheill af meini mínu. Og svo reyndist vera, þá er fangelsislæknirinn skoðaði mig og úrskurðaði mig heilbrigðan. Síðan kom að þ.ví, að ég var látinn laus úr fangelsinu. Var ég nú aftur orðinn frjáls maður. Hinn ungi maður, sem hafði lokið vitnisburði sínum, beindi nú þessum orðum sínum til mín: En nú langar mig, til þess að fá að heyra þinn vitnisburð. En hvað hafði ég fram að færa samanborið við þetta? Eg hafði þó hingað til, álitið mig hafa vitnisburð um náð Drottins mér til handa. Ég get ekki sagt neitt um það núna, hvort mér var þá ljóst, að maður þessi hafði hlotið skírn Heilags Anda. En eitt er víst, að ég gerði mér fulla grein fyrir því, að kraftur Drottins var með honum, og það í svo ríkum mæli, að náðarverkunin til mín var svo mikil, að ég get réttilega sagt, eins og lærisveinarnir á Emmaus-vegin- um, að hjartað í mér brann, þá er hann vitnaði fyrir mér. Svo var það aftur, að ég fékk að heyra um og sjá með eigin augum, að verkandi kraftur Heilags Anda var með þjónum Drottins. Átti það sér stað í sambandi við guðfræðinám mitt. Náminu var þannig hagað, að til undirbúnings starfinu vorum við fjögur ár við bók- legt nám í háskólanum, síðan önnur fjögur ár starfandi meðal safnaða, til frekari þjálfunar, og þá undir hand- leiðslu þjónandi prests. Ég hafði beðið Drottin þess, að ég yrði settur til starfsþjálfunar hjá yfirboðara, sem kraftur Andans væri ríkulega með. En svo fór, að ég lenti hjá hinum ramm- asta skynsemistrúar-manni.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.