Fagnaðarboði - 01.01.1970, Síða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Síða 4
4 F A G N A Ð A R B O Ð I f A ‘Uvaðan cr skírn þin ? v_____________________________________________________II Hvaðan var skím Jóhannesar? Frá himni eða frá mönnum? En þeir hugleiddu þetta með sjálfum sér og sögðu: Ef vér segjum: Frá himni, mun Hann segja við oss: Hví trúðuð þér honum þá ekki? En ef vér segjum: Frá mönnum, megum vér óttast lýðinn, því að allir hyggja Jóliannes vera spámann. (Matt. 21, 25—26.) Við íhugum Orð Jesú. Hann spurði Gyðingana um skírn Jóhannesar skírara, hvort hún væri frá himni eða í'rá jörðu. Þeir þorðu ekki að segja, að hún væri frá himni, heldur kusu að þegja. Þeir hugleiddu þetta með sjálfum sér: Ef við segjmn, að skírn Jóhannesar sé frá himni, .... Hvað ógnaði þeim þá, — samkund- urnar, — mannfjöldinn? Þegar þeir nú gerðu þetta upp við sig, varð augljóst, að þeir voru vanir að fela sig í fylgsnum sjálfsréttlætis- ins og gleymdu elskunni til Guðs. Æðstu prestarnir og öldungarnir vissu, að Jesús flutti þeim Guðsríkið, er Guð hafði þeim fyrirheitið í trúfesti sinni, — ríkið, sem þeir voru að vænta að koma mundi. En þar sem þeir voru fjarri því að vera andlegir menn, þá biðu þeir Guðsríkisins einungis sem einhverra ytri gæða, — ein- hvers í auðlegð mammons, sem ávallt er hið fyrsta og fremsta fyrir holdið. Þeim fannst lítið til um Jesúm, sem á engan hátt sýndi áhuga á því að afla þeim frægðar á heimsins vísu. Þeir skildu ekki, að fyrst er Guðsríkið í andlegri auðlegð. Eátækir og snauðir gengu þeir því burt frá Jesú. Þeir, hinir skriftlærðu, ályktuðu sem svo: Ef við segjum — Frá himni — mun Hann segja við okkur: Hví trúðuð þér honum þá ekki? Jafnframt, kom svo fram óttinn hjá þeim við lýðinn, sem trúði, að Jóhannes skírari væri spámaður, af Guði sendur. En voru þetta ekki hinir andlegu fræðimenn, sem sjálfir höfðu fengið uppfræðsluna og áttu að uppfræða lýðinn? Voru þeir þá andlega dauðir og stóðu gegn dýrð Guðs? En er það ekki vert íhugunar, hvort eins sé ástatt, hvað þessi mál snertir, nú meðal okkar í dag? Stöndum við mennirnir í gegn verlcandi krafti Guðs náðar, er Guðs Sonurinn hefur okkur að gefa? Hann, sem með valdi og krafti Guðs gerði sín máttarverk og mun gera til enda veraldar með þeim, sem Guðs náð þiggja og njóta hennar. Við lítum yfir blaðsíður Ritningarinnar og íhugum dásemdir náðarinnar. Er þá víst, að við gerum það með það eitt í huga, að verða vottar að lífi og sigri Jesú Krists, — með það eitt að marki að lifa Honum eftir þeim mætti og krafti, sem Hann vill koma til leiðar með okkur í trúarréttlæti sínu, svo ávöxturinn verði augljóslega Hans. Kennimennirnir voru hér augljósir í sínum ávexti, þegar þeir sögðu — Við vitum það ekki. — Hvað vissu þeir? Og, hvað vissu þeir ekki? Attu þeir ekki að vita, að þeim bar að vera víngarðsmenn, vinnandi í Guðs elsku, og ávöxturinn þá vínviðarávöxtur? En hér varð ávöxturinn synd, því hver, sem veit, hvað honum ber að gera, en gerir það ekki, honum er það synd. Meðan enn er tími, til þess að íhuga, liverju v’ð svörum Jesú, Honum, sem við mætum innan skamms, þá notum þennan náðartíma, til þess að svara elsku Hans, hlýðnast Orðum Hans og boðum, svo við náum því að verða vinir Hans og vera vakandi og viðbú- in, þegar Hann kemur. Hver, sem elskar mig, mun varðveita mitt Orð, og Faðir minn mun elska hann, og til lians munum við koma og gjöra okkur bústað lijá honum. (Jóh. 14,23.) Guð gefi okkur að þiggja Hans náð og að njóta hennar. Guðrún Jónsdóttir. JIOÐUN FAGNAÐARERINDISINS að AUSTURGÖTU 6, Hafnarfirði: sunnudögum kl. 10 f.h. þriðjudögum kl. 8 e.h. laugardögum kl. 8 e.h. að HÖRGSHLÍÐ 12, Reykjavík: sunnudögum kl. 8 e.h. miðvikudögum kl. 8 e.h. k______________________________________________)

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.