Fagnaðarboði - 01.01.1970, Qupperneq 5

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Qupperneq 5
f FAGNAÐAllBOÐI 5 Nicky, Jesús elskar þig / - >. Höfundur þessarar greinar, Nicky Cruz, er ungur maSur, sem tilheyrði óaldarflokki æskumanna á götum New York borgar. Prédikarinn, David Wilkerson, hefur starf- að meðal æskufólks þar í borg, en til þeirrar þjónustu hefur hann hlotið köllun frá Drottni. Af hans munni fékk Nicky að heyra um kærleika Jesú. í dag er Nicky Cruz stórkostlegur vitnisburður um endurlausnarverk Krists. Hann ferðast um og nær til fólks svo þúsundum skiptir, með orð vitnisburðar síns. David Wilkerson stóð brosandi, með útrétta hönd- ina, og ég starði á hann. — Þér fellur ekki við mig, Nicky, sagði hann. — En ég ber annan hug til þín. Eg ber í hjarta elsku til þín. En það, sem meira er og öllu mest er það, að Jesús elskar þig, og er ég hingað kominn, til þess að segja þér um Haxm. Mér fannst nú líkt á komið fyrir mér og dvri, sem veitt hefur verið í gildru. Fyrir aftan mig var „hópur- inn“ fyrir framan mig þessi gi'anni maður, sem brosandi talaði til mín um kærleika. En enginn elskaði mig. Eng- inn hafði nokkurn tíma elskað mig. Og nú, þar sem ég stóð, reikaði hugurinn mörg ár aftur í tímann. Ég minntist þeirrar stundar, þegar móðir mín sagði við mig: — Mér þykir ekkert vænt um þig, Nicky. Og ég hugsaði. — Ef móður þinni þykir ekki vænt um þig, hverjum öðrum ætti þá að þykja vænt um þig — nokkru sinni? Ég var vanur að stæra mig af því að vita ekki hvað hræðsla var. En nú var ég hræddur, já, dauðhræddur um, að þessum manni tækist að loka mig inni í búri. Hann virtist ætla að færa allt úr skorðum, og þess vegna hataði ég hann. — Ef þú dirfist að koma nær mér, drep ég þig, sagði ég og hrökk aftur á bak, eins og til bess að leita vernd- ar hjá „hópnum“. Ég var gripinn ótta og vissi ekki, hvernig ég átti að bregðast við. í öllu ofboðinu urraði ég að honum og gekk síðan til „hópsins“. — Maður þessi er kommúnisti, strákar, hrópaði ég. —- Skiptið ykkur ekkert af honum. Ég vissi í rauninni ekki, hvað það var að vera komm- únisti, en hugði það vera eitthvað, sem allir væru í andstöðu við. Ég var lagður á flótta. Um það var ekki að villast. Þegar sótt var að mér á þennan hátt, hafði ég ekkert til varnar. Ef David Wilkerson hefði veitzt að mér með hníf í hendi, hefði ég ráðizt á móti. Ef hann hefði komið til mín og sárbeðið mig, hefði ég hlegið að honum og slegið hann niður. En nú kemur hann til mín og segist bera elsku í brjósti til mín. Aldr- ei hafði ég staðið andspænis slíku á lífsleiðinni. Ég strunsaði í gegnum „hópinn“ og reigði mig það mest ég mátti. Sumir strákanna fóru með mér niður í kjallara-salinn. Þar stillti ég plötuspilarann eins hátt og mögulegt var, og reyndi með því að kæfa óminn af orðunum, sem sífellt hljómuðu fyrir eyrum mínum — Jesús elskar þig. Hvernig gat mér staðið slílc ógn af öðru eins og þessu? Ég dansaði svo nokkra stund, fékk mér hálfa flösku af ódýru víni og keðjureykti sígarettur úr einum pakka. Ekki fór það fram hjá vinkonu minni, Lydíu, að ég var eitthvað taugaóstyrkur, og hún sagði: — Nicky, kannski þú ættir að tala við þennan pré- dikara. Það þarf ekki að vera eins afleitt og þú heldur að vera kristinn maður. Hvílík uppástunga! Mér varð svo starsýnt á hana, að hún laut höfði. Ekki var því þó að leyna, að mér leið illa og að ég var hræddur. Allt í einu varð einhver hreyfing á fólki úti við dyrnar, og sá ég nú, að David Wilkerson, prédikari, var að ganga inn í salinn. Auð- sætt var, að hér var kominn framandi gestur. Hrein, hvít skyrtan, snyrtilegt hálsbindið og allur klæðaburð- ur hans stakk óneitanlega í stúf við allt þarna inni. Hann vék sér að einum strákanna og spurði: — Getur þú sagt mér, hvar Nicky er? Honum var þá bent á mig, þar sem ég sat innst inni í sal með hönd undir kinn og sígarettuna í munnvikinu. Með myndugleik gekk hann rakleitt og öruggur yfir gólfið til mín. Brosandi á svip sagði hann við mig: — Nicky, mig langaði aðeins til að fá að taka í hönd- ina á þér og .... Lengra komst hann ekki, því þá sló ég hann í andlitið og það ekki vægilega. Þó honum reyndist það erfitt, hvarf ekki með öllu brosið af andliti hans. Augljóst var samt, að með þessu framferði mínu, hafði ég snert streng í brjósti hans. Hann stóð kyrr í sömu sporum. En hræðslan greip mig nú þeim ógnartökum, að ég kenndi sárrar líkam- legrar vanlíðan. — Farðu héðan út, orgaði ég að honum bölvandi, um leið og ég ýtti honum aftur á bak til dyranna.

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.