Fagnaðarboði - 01.01.1970, Síða 8

Fagnaðarboði - 01.01.1970, Síða 8
8 FAGNAÐARBOÐI r -n THínisburður V____________________________________________________/ Mig langar til þess að vitna hér um kraftaverk, sem Drottinn Jesús gerði fyrir nokkrum árum á eiginmanni mínum, sem hafði verið ofdrykkjumaður um nokkurra ára skeið. Síðustu árin drakk hann hvern einasta dag. Var nú svo komið fyrir honum, að hann var orðinn lífshættulega veikur og lagður inn á spítala. Þar kom í Ijós við rannsókn, að lifrin var mikið skemmd, og höfðu læknar ekki vonir um neinn bata, hvað þá heldur, að hann yrði nokkru sinni maður til vinnu. Stundum var hann með háan hita. Ég og fleiri báðum mikið fyrir honum, að Jesús gerði kraftaverk á honum og læknaði hann, því að ég gat ekki hugsað mér, að hann dæi svona. Grátandi lá ég oft á hnjánum og ákallaði Guð, manni mínum til hjálp- ar og miskunnar. Þegar hann svo hafði legið nokkrar vikur í spítalanum, hringdi ég til Guðrúnar Jónsdóttur, í Hafnarfirði, og bað hana um að biðja Jesúm að gera sitt máttarverk á honum og lækna hann. Einnig bað ég hana um að biðja fyrir sál hans. Og svo kom bænarsvarið. Læknirinn sagði mér, að vottur um bata hefði nú komið í Ijós. Og batinn hélt áfram hægt og hægt. — Skömmu áður en maðurinn minn átti að fara heim af spítalanum, kallaði læknirinn mig til viðtals og sagði mér meðal annars, að þeir læknarnir hefðu haldið, að maðurinn minn hefði krabbamein í lifrinni, sem nú reyndist ekki vera. Þarna er ég viss um, að Guð hefur gripið inn í og gert kraftaverkið. Og mikið hef ég Drottni að þakka fyrir það, að Hann gaf mér manninn minn aftur heilbrigðan. Vínástríðuna hefur Drottinn einnig tekið frá honum. Nú er hann eins og annar maður, stundar sína vinnu og hefur enga löngun til víndrykkju. Guði sé lof og dýrð. Ekkert er Honum ómáttugt. Þakklát eiginkona. Geíið út af Sjálfseignarstofnuninni Austurgötu 6, Hafn- arfirði, sími 50075. — Afgreiðsla á sama stað. Árgjald blaðsins 28 kr. en eintakið 7,00 kr. 4 blöð koma út á ári. / iS Siuii hdmsókn Nú skulum við tala um trúmál í kvöld. Hér tími vor senn er á þrotum. Hann mælist vart lengur sem ár eða öld, en aðeins í mínútubrotum. Ég segja vil ekkert, er særir þig djúpt. En sannleikann verð ég að boða. Og hollt er það hverjum, þó leiði sé ljúft, — lendingu vandlega skoða. Því ólgandi brimrótið ógnar hér þrátt, og yfir vor lífsfley það gengur. Hvert stefnir þitt far þessa stormsömu nátt? Fær strand þess ei dulizt þér lengur? Ég sé þú ert bitur, og særð er þín lund. En sætti við Guð má ég bjóða. Ó, kom þú sem barnið á Frelsarans fund og fagnandi njóttu þess gróða. Ó, kom þú til Jesú og lcrjúp þú Hans tign, er krossfestur var hér og hæddur. Þá verður þú talinn Hans eilífðar eign, af Anda Guðs lifenda fæddur. Og lofgjörð mun stíga frá brjósti þér brátt, þó brimrótið kringum þig iði. Þá verður að degi hin dimmasta nátt með dýrðlegum, himneskum friði. Kristján Kristmundsson. V.___________________________________________) 1. tbl. 1970 23. árg.

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.