Fagnaðarboði - 01.01.1982, Qupperneq 2

Fagnaðarboði - 01.01.1982, Qupperneq 2
2 FAGNAÐARBOÐI líf. Hann sigraði myrkrið með krossdauða sínum. Dýrö sé Guði! Guð skapaði manninn í sinni mynd. Mörgum finnst það ekki annað en skrýtla og einungis til að hlæja að. Fyrsta dag sköpunarinnar sýnir Guð í verki sínu, að Hann aðgreinir ljósið frá myrkrinu. Hér er maðurinn enn ókominn fram á sjónarsviðið. Svo áður en Guð hafði skapað manninn, hafði Hann aðgreint ljósið frá myrkrinu. Því var það föðurlegur kærleikur Guðs að vara manninn við hættunni — myrkrinu. Satan var ávallt auglýstur manninum sem myrkur og dauði sem leiðir til falls og tortímingar. Aföllurn trjám íaldingarðinum máttu eta eftir vild; en af skilningstrénu gððs og ills — af því mátt þú ekki eta; þvíað jafnskjótt og þú etur af því, skalt þú vissulega deyja. (1. Mós. 2 kap. 16-17. v.) Adam og Eva fengu því í tíma viðvörunar-boð frá skapara sínum. Hér voru þessir fyrstu menn reyndir í verki. Adam átti að vera sonur, ganga fram sem slíkur og þekkja viðvörunarorð Föðurins. Því Guð gerir ekki að gamni sínu, þá er Hann talar til mannanna — jafnt vondra sem góðra. Kristur sagði á sínum hérvistar- dögum: Minn matur er að gjöra vilja þess, sem sendi jnig, og fullkomna Hans verk. 4-34) Já, það voru mörg tré í aldingarðinum Eden. En eitt þeirra var ekki af Guðs sæði sprottið. Guð þekkti áform Satans, vissi, að hans orð eru lygi og tál. Guðs Orð eru Sannleiks-Orð sem gerjf. manninn, er þau varðveitir, að Guðs vini, eins og Jesús vitnaði um til sinna lærisveina. Og Hann sagði einnig: Sœlir eru þeir sem heyra Guðs Orð og varðveita það. Foreldrar, sem elska börn sín, vita ekki ávallt, hvað börnunum er fyrir bestu. En, allt frá Adam og Evu, gaf Guð mönnunum frjálsræði, hvað snerti boð Hans og bönn, og þar með tækifæri til þess að vera frjálsir og sannir menn sem hlýðnast sannleikanurn. Drottinn svaraðijob og sagði. Hvar varst þú, þegar ég grundvallaði jörðwa? Seg fram, ef þú hefur þekkingu til. Hver ákvað mál hennar - þú veist þaðl - eða hver þandi mælivaðinn yfir hana? A hvað var stólpum hennar hleypt niður eða hver lagði hornstein hennar, þá er morgunstjörnurnar sungu gleði- söng allar saman og allir Guðs-synir fögnuðu ? (Job. 38:4-7) Margir eru þeir sem rengja sköpunarsöguna og finnst hún fjarstæða. Ritningin kunngerir okkur, að Guð skapaði hið forgengilega á sex dögum. En í Jesú Kristi er allt óforgengileg, ný sköpun. Og í þeirri sköpun átti Satan engan hlut. Kristur kom til þess að gera allan manninn heilan, já, og gefa honum hlutdeild í því að verða sjálfum Honum líkur í upprisudýrðinni og arfi. Þar sem Gyðingarnir, með afstöðu sinni, útilokuðu sig frá Guði, höfnuðu þeir verki Krists, rétt eins og þeir sem nú á dögum neita því fastlega, að kraftaverk Hans gerist. Jafnt nú á dögum sem áður fyrr hyggjast þeir geta frelsað sjálfa sig úr böndum syndar og dauða. En það, sem þeir þar byggja á, er myrkur. GUÐ varaði Kain við syndinni: Ef þú gjörir ekki rétt, þá liggur syndin við dyrnar og hefur hug áþér. En Kain fékk ekki náð til þess að taka viðvöruninni er fólst í þessu talaða Orði Guðs til hans. Kain gat því ekki orðið faðir til lífs og ljóss börnum sínum. þar sem hann hlýddi ekki viðvörunarorðunum sem að honum sjálfum snéru. Eftir að Adam og Eva höfðu látð blekkjast og tekið við tælandi orði óvinarins, var útilokað, að þau gætu fundið skapara sínum nokkuð til áklögunar, því frá Honum höfðu þau fengið viðvörunarorðið. Þeim varð því Ijóst, að nú voru þau ekki lengur frjáls. En vill það ekki oft henda okkur mennina að koma með margar afsakanir og vilja með þeim reyna að verja okkur frammi fyrir Guði? Menn eru í frjálsræði sínu skeytingarlausir um Orð Guðs, segja það kerlinga- bækur einar og einungis til þess að rugla menn í ríminu og hræða, svo þeir missi alla tiltrú og traust á sjálfum sér. Sjálfir geti þeir vissulega búið allt betur mönnunum í haginn, heldur en sjálfur Guð í sínu full- komna kærleiksráði þeim til handa, og Hans Sannleiks- orð uppfræðir um, skýrum og berum orðum, svo enginn þarf þar á að villast. Þar er ekkert myrkur, heldur allt í ljósi Sannleikans. Jesús sagði: Mitt ríki er ekki af þessum heimi... (Jóh. 18:36) Hlýðinn Orði Ritninganna þjónaði Hann og framgékk í öllu sínu verki. Við biðjum máske oft á dag: Tilkomi þitt ríki... Öll önnur ríki líða undir lok. Tökum því við kærleiks- gjöfinni, Frelsaranum, sem frelsar sinn lýð frá syndum þeirra. Hann sem sté niður af himni er uppstiginn til himna. Englarnir, sem Guð sendi, sungu friðarsönginn

x

Fagnaðarboði

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.