Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 4

Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 4
4 FAGNAÐARBOÐI talaði til lærisveina sinna á meðan þeir voru á skóla- göngu sinni með Honum og Hann gekk um meðal þeirra hér á jörð. Okkar er því að ganga í ljósi Orðs Hans og beina sjónum okkar til Hans sem dauði og gröf hélt ekki. Því þá er lærisveinarnir byggðu öruggir á Orðinu sem Hann hafði til þeirra talað, varð gleði þeirra fullkomin. Hann var þess megnugur að ganga út um innsiglaðar grafardyrnar sem vopnaðir varðmenn gættu, — megnugur að ganga inn um luktar dyr. Hvers konar torfærum úr vegi hrundið og innsigli dauðans brotið. Hallelúja! Jesús Kristur tók ,,vorn gamla mann” með sér í dauðann á krossinum. Og í krafti síns eilífa sigurs yfir öllu valdi óvinarins, tekur Hann ókkur í ,,nýrri sköpun” með sér inn um dyr lífsins. Hann býður, í mætti sigurs síns, mönnunum lausn frá synd og dauða, sjúkdómum og öllum hörmungum sem vantrúin hefur af sér leitt yfir mannanna börn. Lítum Krist Jesúm, þá er Hann leið píslir og dauða í lausnarverki sínu. Gleymum ekki, að Hans þjáningar voru okkar þjáningar og okkar sektarböl. Það sem okkur mönnum ber, er því að trúa og njóta þess sem Hann hefur áunnið okkur með sínu fullkomna lausnar- verki. Á páskadagsmorguninn sjáum við Jesúm í tign Guðdóms síns. Þá er Hann í sigri sínum gekk út úr gröfinni, kom Hann ekki með neitt mannkynsböl — ailt var það að baki sigrað. Hann kom í valdi og mætti fullkomins sigurs mönnunum til lausnar og lífs. En okkur má ekki gleymast, að allt er af náð til mannsins gefið. Þótt við höldum okkur öll af vilja gerð til þess að þiggja — og njóta þess sem Hann hefur áunnið okkur, þá verðum við að öðlast skilning á því, að allt frá Honum er í náð gefið, allt hljótum við óverðug af einskærri náð. Leyfum ekki efasemdunum um Hans dýrð að komast að. Trúðu aðeins. Honum einum ber dýrðin, lofgerðin, heiðurínn og vegsemdin. Trúin er náðargjöf frá Guði. Hún er siguraflið sem okkur er gefið. En trúin kemur af boðuninni, og ef enginn tími er til þess að heyra boðskapinn um dýrðina, sem Guð hefur fyrir okkur mennina lagt og okkur kunngert í Orði sínu, þá er ekki von að vel fari. Við teljum okkur ekki mega vera að því að neyta lífsréttanna af nægtaborði náðarinnar. Verið er að fordæma neyslu eiturlyfja. Og er það vissulega réttmætt. Þau eru ekki til lífs, heldur til dauða. Hvaðan eru þau? Þau eru öll runnin frá sama bmnni. Allt þetta böl sem maðurinn bakar sér, er synd og dauði, svo við ættum á göngunni með Jesú að leyfa Honum að íklæða okkur krafti dýrðar sinnar, svo við þannig hertýgjuð, fáum staðist tál og vélabrögð óvinarins dulbúin blekkingarvef hans. En hjarta og hugur verður að fylgja máli. í fullkominni hlýðni undir, vilja Drottins, verðum við af öllu hjarta að gefast Honum. Hann er okkur ömggt vígi. Allt er til reiðu í veislusal Hans. Þú ert boðinn. Hvaða afsökun hefur þú fyrir því að koma ekki? Hvar er sönn hjálp, nema í hjálpræði Hans? Myrkravöldin héldu sig hafa öll ráðin í hendi sér, þá er valdhafarnir höfðu afrekað að pína Jesúm og lífláta. En á sigurdegi upprisu Hans, stóðu þeir sigraðir og ráð- þrota. Þeir höfðu tekið saman ráð sín gegn kærleika Guðs. Margir segja sem svo: Okkur langar til þess að öðlast trú. Herrann Kristur Jesús veitir trúna. — Hún er af náð gefin. Bið án afláts, svo Jesús megi sjá, að þér er full alvara í þessum efnum. Og íhuga, hvað Frelsarinn kom með, þér til handa. Náð Guðs er gjafahöndin Hans. Valdhafar meðal þjóðanna velta því fyrir sér, hvað þegnunum má verða til velfarnaðar. Em þeir þá ekki alltaf sammála, hvað þetta snertir? Ætla þeir sér ekki að skapa nýtt velferðarríki, svo allir lifi í heimi, þar sem mammon bætir bölið? Flest það sem mannssálin girnist í þessum heimi er talið fram í Opb. 17-18. kap. Þar er því einnig lýst, hvaða borg hefur það að geyma og einnig hvern endi slíkt hefur. Eitt er víst, að ekkert af því heyrir Guðsríkinu til. Því að hvað stoðar þad mann, að hafa eignast allan heiminn, og hafa týnt eða fyrirgjört (Lúk. 9:25) sjálfum Hér er átt við, að hafa halnað samfélaginu við Guð. Þú telur þig vita þetta allt, þekkja, hver sé vilji Guðs. Hann þráir að veita þér arfinn í því sanna og eilífa. Fiýðu í Hans eilífu arma. Hæli er hinn eilíji Guð, og hið neðra eru eilífir armar. (5. Mós. 33:27) Framhald á bls 8. Á afgreiðslu blaðsins Hverfisgötu. 6B Hafnar- firði. (sími 50077) eru fáanlegir enn nokkrir eldri árgangar Fagnaðarboða.

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.