Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 5

Fagnaðarboði - 01.01.1982, Síða 5
rAGNAÐARBOÐI 5 Vitnisburður geimfarans Charles M. Duke, en hann var einn þeirra þriggja sem sendir voru til tunglsins með Appolo 16. Ofsalegur titringur frá geimskotsvélinni Saturnus 5. barst um allan líkama minn frá hvirfli til ilja. Og þrátt fyrir mikla og stranga þjálfun í full sex ár undir þessa ferð með Appolo 16, fimmta leiðangur manna til tunglsins, þá sótti nú samt að mér kvíði. Mun geimskotið takast? — Munum við komast á brautina? — Mun okkur takast að lenda mjúkri lendingu? — Þessar og álíka spurningar sóttu á huga minn hver af annarri. En allt gekk þetta svo eftir áætlun, og við vorum nú komnir út í geiminn, út úr gufuhvolfi jarðarinnar. Þessi ellefu daga ferð mín, þrungin meiri taugaspennu, en ég hafði nokkru sinni áður upplifað, var nú hafin. Að sjá jörðina utan úr geimnum, þar sem við vorum í 18 þús. mílna fjarlægð, var ef til vill hið mikilfeng- legasta sem fyrir augu mín bar. Hún var á að líta sem undurfagur gimsteinn, — blá höfin, — hvítar snjó- breiðurnar og dökk landssvæðin. Jarðarhnötturinn hékk þarna í dimmum geimnum einna líkastur tindrandi eðalsteini. Við vissum, að stjörnurnar voru í sinni afmörkuðu fjarlægð, en við gátum ekki séð þær sökum hinnar sterku sólarbirtu á geimfarinu. Þegar svo að því kom, að ég gekk um á tunglinu, varð ég aftur gagntekinn undrun sem engin orð fá lýst. Þessi næstum óskynjanlega kyrrð yfir öllu, umhverfið allt ósnortið og óspillt af manns hendinni, allt þetta orkaði svo á mig, að ég hreint og beint tók andköf. Sjóndeildarhringurinn virtist eins og ganga í bylgjum og renna saman við dimmuna í geimnum fyrir ofan. Á tunglinu, ásamt því að safna sýnishornum af berg- tegundum, billjónára gömlum steinvölum, þá skildi ég eftir fjölskyldumynd í þar til gerðu plasthylki til minningar um komu mína þar. Eins og vænta má, þá er það hverjum þeim sem hefur verið þjálfaður til geimferða, hápunkturinn að verða sendur til tunglsins. Og svo varð það einnig mér. En þegar aftur var komið til jarðarinnar, áhættusöm lendingin afstaðin, hinar viðhafnarsömu móttökur þar sem okkur félögunum hafði verið fagnað sem hetjum, svo ekki sé nú talað um fréttamennina. Þeir spurðu mig spjörunum úr, svo ég nánast varð sem útblásinn belgur af upphefðarmeðvitund — já, þegar öll þessi ósköp voru um garð gengin, þá blasti við blákaldur veru- leikinn, — sem sé þ^ð að hverfa af hefðartindinum aftur niður í dalinn. Eitt ár var liðið, tilbreytingarlaust líf leiðinda og vonbrigða. Þá fór ég að hugsa sem svo: Hvað get ég nú eiginlega tekið mér fyrir hendur? Ég, maður á besta aldri, 36 ára gamali, er á niðurleið. Hingað til hafði ég ávallt verið á grænni grein í lífinu, átt vinsældum að fagna meðal fólks, og til þess að bregðast ekki vonum foreldra minna, hafði ég lagt hart að mér við nám mitt og fengið umbun fyrir erfiðið. Ég hafði nú lokið námi við æðsta skólann í sjóher Bandaríkjanna. En sökum stöðugrar sjóveiki, varð loku fyrir það skotið, að ég gæti gegnt störfum á höfum úti. Fluttist ég því yfir í flugherinn og fór að leggja stund á þau fræði sem til þurfti að ég gæti talist hæfur flugstjóri árásarvélar. Ég vil geta þess hér, að aldrei hafði það verið mér neitt keppikefli í lífinu að verða handhafi einhvers ráðningarskjals í háa stöðu. En brátt kom að því, að enn á ný fannst mér ég þurfa að breyta um. Fékk ég þá áhuga á því að verða settur til starfa í Þýskalandi. En að þrem árum liðnum eirði ég ■ þar ekki lengur. Ekki var mér þá ljóst, hvað hér lá að baki, því sannast að segja virtist mér ekki sjálfrátt í þessum efnum, — þessari leit minni og stöðugu umskiptum. Hvar ætti ég að bera niður í þetta skiptið, varð mér nú hugsað. Eftir miklar bollaleggingar ákvað ég að halda áfram á námsbraut minni og ljúka þar fullnaðarprófi. Yrði ég þá örugglega ánægður með hlutskipti mitt í lífínu — að ég taldi. Þessu námi mínu lauk ég við Massachusetts Institute of Technology í Boston og hlaut þar M.Sc. gráðuna í loftsiglinga- og geimferðafræði. Um þetta leyti kynntist ég konuefni mínu Dorothy Meade Claiborne, og tæpu ári síðar giftum við okkur. Ekki verður annað sagt, en að hjónaband okkar hafi verið hamingjusamt og farsælt fyrstu tvö árin. Þegar ég gegndi störfum við Edwards bækistöð flug- hersins í Mojava-eyðimörkinni í Kalíforníu, gerðist ég ,,test pilot” þ.e. flaug nýjum vélum til að reyna þær að styrkleika og öðru. En allt fór á sömu leið. Áhuginn hvarf fyrir þessu

x

Fagnaðarboði

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.