Fagnaðarboði - 01.01.1982, Page 6
6
FAGNAÐARBOÐI
starfl sem öðrum. Enn á ný lét þessi spurning mig ekki
í friði: Hvar skal nú bera niður?
Svo var það einn morguninn, að ég rakst á heilsíðu-
auglýsingu í Los Angeles Times. Og þar virtist í þetta
skipti spurningunni svarað. Þar var þeim sem
fullnægðu tilsettum skilyrðum gefmn kostur á að gerast
sjálfboðaliðar til reynslustarfs og þjálfunar að verða
hæfir geimfarar. Ég lét skrá mig og reyndist uppfylla
þau skilyrði sem til voru sett. Að sex mánuðum liðnum
var ég sendur til Houston, þar sem ég skyldi þjálfaður.
Allt í einu var ég orðinn maður dagsins og nafn mitt
feitletrað á síðum dagblaðanna. Mér var boðið í
dýrindis veislur og dyrnar stóðu mér opnar að sam-
kvæmissölum heldra fólksins. Ég óx í eigin áliti og lét
mér vel líka þessar svokölluðu unaðssemdir lífsins. Ég
naut ánægjunnar að vera aufúsugestur í veislum og
samkvæmum. Ég hafði lag á að koma mér í mjúkinn
hjá þeim er ég umgekkst þar. Já sannarlega hagaði ég
seglum eftir vindi. Með réttu mátti segja, að ég lagði
mig meir fram til geimfara-skemmtanalífsins, heldur
en geimfara-þjálfunarinnar.
En svo einn góðan dag vaknaði ég við vondan
draum. Ef — fyrir mér lægi nú að verða sendur til
tunglsins — ja, þá er nú best fyrir mig að slá ekki slöku
við þjálfunina. Ég yrði að taka heldur betur rögg á mig
í þeim efnum, ef ég ætti að gera mér vonir um að verða
valinn því margir voru um hituna.
Nú skipti um — ekki allt á niðurleið fyrir mér,
heldur á uppleið, þó slíkt yrði ekki sagt um heimilislíf
mitt eða hjónaband.
Þegar hvílast skyldi heima að starfsvikunni lokinni
var oft gengið á vit Bakkusar í stað þess að gegna
skyldum sínum við synina og heimilið. Féll það því í
hlut konu minnar að gegna bæði hlutverki móður og
föður. Allt virtist þó slétt og fellt hið ytra og hjóna-
band okkar til fyrirmyndar í augum annarra. En innan
veggja heimilisins lifðum við hjónin sem tveir
aðskildir einstaklingar, hvort um sig hinum aðilanum
óviðkomandi. Dorothy missti gleði sína og gerðist
döpur í daglegri umgengni. Hún hafði litið mig sem
einhverja hátt upp hafna persónu. En því var nú öðru
nær að slíkt yrði sagt um mig með réttu. Ég hafði
brugðist henni sem lífsförunautur, og reyndi hún því
að leita sér einhverrar meinabótar í heimsins lysti-
semdum. En þar lenti hún sem fleiri í sjálfheldu.
Vegna streitu sem hjúskaparmálin ollu mér og svo
einnig sökum þess að með starfi mínu hafði ég ekki
lengur eftir neinu að keppa, þá sagði ég nú skilið við
NASA, bandarísku geimferðastofnunina.
Nú var ég með annað á prjónunum, ætlaði að keppa
að því að verða ríkur, já — græða milljónir dollara í
viðskiptalífinu og fxnna þar með lífshamingjuna. Og
nú fór ég út í verslunarviðskipti í sambandi við bjór-
sölu. Ég annaðist dreifingu á þessari vöru í San
Antoníu og tókst með því að ná settu marki. Aldrei
fyrr á ævinni hafði mér áunnist svona mikið fé. En á
hinn bóginn eyddi ég jafnframt háum fjárfúlgum í eitt
og annað, svo sem skíðaferðalög til eftirsóttra staða og
aðrar fjárfrekar lystisemdir. En þrátt fyrir allt þetta, var
líf mitt innantómt og snautt. Eg var ráðvilltur og iðu-
lega miður mín vegna þessa viðskiptastarfs míns. Eftir
tvö ár gat ég ekki staðið í þessu lengur og seldi fyrir-
tækið. Ekki leiddi ég þá hugann að því, að ennþá hafði
ég ekki komist fyrir ,,rótina” að vandamálum mínum.
Mér fórst ekki sem geimfaranum Jim Irwin, að augu
mín lykjust með tunglferðinni upp fyrir tilvist
Almáttugs Guðs, skapara himins og jarðar. Sannast að
segja stóð ég fjarlægur Guði mínum jafnvel í kirkjunni
— sá Hann ekki — fann Hann ekki. Þó var ég við guðs-
þjónustu hvern sunnudag. Ég las í Biblíunni minni án
þess að taka það trúanlegt eða sjá sannleikann í því sem
þar stóð ritað. Ég taldi hvern þann mann ekki heilvita
er tryði upphafs köflunum í I. Mósebók (Genesis).
Engum blöðum var um það að fletta, að ég þóttist vita
með vissu, hver var uppruni mannsins — hann var að
rekja til eðju frumlífsins, allt orðið til á braut fram-
þróunar o.s.frv. Ef ég var spurður um álit mitt á Jesú
Kristi, svaraði ég því til, að Hann hefði vissulega verið
mikill lærimeistari. En lengra sá ég ekki, svo voru augu
mín haldin mannvitsblindunni.
Skömmu eftir að ég hafði selt fyrirtæki mitt, varð ég
var við mikla breytingu á framkomu og háttarlagi konu
minnar. Mig langaði að komast að því, hver væri
ástæðan. I þessu sambandi fór ég að leiða hugann að
ýmsu t.d. orðum sem hún hafði látið falla um skoðun
mína á því, hvernig manneskjan næði því að öðlast
himinvist, — hvernig hún vann sem sjálfboði fyrir
skátasveit drengja, — hversu hún vann að líknar-
málum, — hvernig hún sýndi nærgætni og var óvenju
hugulsöm gagnvart öðrum. Hún sótti guðsþjónustu í
kirkju sinni hvernig sem viðraði. Ekkert af þessu fór
fram hjá mér við nánari athugun.
Dag einn fékk hún mig til að fara með sér á tveggja
daga Biblíu-námskeið sem haldið var í New Braunfels.
Fyrst var þar tekið til meðferðar Genesis (I.Mós.) og
halda skyldi svo áfram og enda á Opinb. bókinm. Eg
sat í góðum hægindastól með kaffibolla í hendinni og
Biblíuna á hnjánum. En þá allt í einu féll hulan frá