Fagnaðarboði - 01.01.1982, Side 8
8 FAGNAÐARBOÐI
Leitum kenningarinnar í Orði Lífsins
Framhald af bls. 4.
Heimilisbölið er ef til vill að sliga þig. Þið
hjónin álitið ykkur ekki lengur eiga neina samleið í
lífinu. Eina lausnin sé því að fleygja öllu frá sér. En
hverju öllu? Hvað er orðið af elskunni, að niðurstaðan
skuli vera orðin þessi: Við skulum bara skilja. En slíkt
er ekki sársaukalaust. Hvað verður um heimilið sem
allar glæstu vonirnar og hlýju heillaóskirnar voru
bundnar við? Og hvað verður um börnin? — Hún
amma gæti eflaust hjálpað okkur með þau — verður þá
iðulega svarið.
En er þetta nokkur lausn, þegar allt er skoðað niður í
kjölinn? Er nú víst að leitað hafi verð náðar Guðs til
þess að geta ráðið fram úr vandanum? Hvað hefur verið
gert til þess að viðhalda elskunni? Hefur þannig verið
að henni búið, að hún hefur helfrosið í dagsins önn og
amstri? Áhyggjurnar hafa ef til vill fengið að hlaðast
upp, án þess að leitað hafi verið hjálpar Almáttugs
Guðs. Hann býður öllum að varpa áhyggjunum á sig.
En ef elskan til Guðs gleymist, hvað má þá til úrbótar
verða er leyst geti heimilisbölið?
Eitt öruggt hjálparráð er til. Snúið ykkur til Guðs og
sættist við Hann. Þá verður allur vandi leystur. Biðjið
og leitið hjálpar Drottins. Hann er ávallt fús til líknar
og bjargar í sinni frelsandi náð. Hann breytir bölinu í
frið og sætt. Og þá fá börnin það sem þeim ber, —
mömmu, pabba og friðarheimili, þar sem hver og einn
gegnir sínum skylduverkum í sátt og elsku.
Guð hefur stofnsett hjónabandið og tilsett þess
skyldur. Biðjið Drottin Jesúm að vera leiðandi afl í lífi
ykkar. Þá verður allt nýtt og úr öllu bætt. Biðjið um
náð til þess að þekkja og uppfylla skyldurnar, svo
hjónaband ykkar verði Guði helgað og börnin hljóti
þann skerf sem þeim réttilega ber, — því þeim til-
heyrir Guðsríkið.
Ákallaðir þú ekki Drottin Jesúm og skipaðir þú
Honum ekki efsta sætið í hjarta þínu, þá er þú
stofnaðir til hjúskapar þíns? Gleymdist þér hjálpin
eina og sanna eða hvarf það í skugga siðvenjanna að
leita hennar? Aldrei má þetta gleymast sem ávallt
sannreynist fyrir augum okkar:
Gerist áskrifendur.
l.tbl.
Ef Drottinn byggir ekki húsið, erfiða smiðirnir
UlðnpÍS' (Sálm. 127:1)
Þar sem Guð fær að vera með í Verkinu, hverfur sá
ríkjandi tíðarandi, að ungur og g mall eigi ekki neina
samleið. Amma og afi séu óþörf og þeim ofaukið í
heimilislífi hinna yngri. Þó eiga þau oft dýrmæta
reynslu eftir langan lífsdag sem af mætti læra. Til
þeirra geta börnin flúið í hinum ýmsu tilvikum, fundið
hjá þeim griðastað skilnings og umburðarlyndis
elskunnar.
Allri fjölskyldunni er af Guði fyrirætlað að vera í
eining og sátt á vegi lífsins.
Snúið ykkur af ógæfubraut inn á veg Lífsins. Náðar-
hönd Drottins er útrétt.
Gjörið iðrun. Guðsríkið erí nánd.
Guðrún Jónsdóttir.
Jesús Kristur
læknaði mig
I desember síðastliðnum fór ég til
augnlæknis sem sagði, að ég hefði gláku á
báðum augum á það háu stigi, að ég gæti orðið
blindur á nokkrum mánuðum yrði ekkert
aðgert.
Af þessum ástæðum var mér komið
samdægurs á spítala, og mældist þar einnig
gláka á háu stigi.
Morguninn eftir var talað við Guðrúnu
Jónsdóttur sem bað fyrir mér. Seinna sama dag
sýndu mælingar, að glákan var horfin.
Drottinn Jesús hafði læknað mig.
Mig skortir orð til að lýsa þakklæti mínu við
Frelsara minn fyrir allt sem Hann hefur gert
fyrir mig. Ofanritað er aðeins eitt af fjölmörgu
sem Drottinn hefur gert fyrir mig allt mitt líf.
GuðmundurM. Bjarnason.
Gefið út ai Sjálfseignarstotnumnni Austurgötn (>. I iiitnariirði
Afgreiðsla Fagnaðarboða er að Hverfisgötu 6 B. Hatnarfirði. sími
50077. — Árgjald blaðsins 15 kr., en eintakið 5 kr. 3 blöð koma
út á ári.
1982
35. árg.