Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 7

Fagnaðarboði - 01.02.1986, Blaðsíða 7
FAGNAÐARBOÐI 7 Friðarár... Framhald af bls. 3. lygi. Enda var játningin afdráttarlaus hjá Adam og Evu um að þau hefðu verið tæld. Ávöxturinn lét ekki á sér standa, óttinn kom strax í ljós, eftir að þau höfðu óhlýðnast. Ég hejrði til þín í aldingarðinum og varð hrœddur, af því að eg er nakinn, og eg faldi mig. t (i.Mós. 3:10) Ótti er ekki í elskunni, heldur útrekur fullkomin elska óttann; því að óttinn felur í sér hegning, en sá sem óttast er ekki fullkominn í elskunni. (i-Jóh. 4:18) Ef þér elskið mig, þá munuð þér halda boðorð mín. (Jóh. 14:13) Þarna minnir kærleiksríkur Faðir okkur á fyrsta boð- orðið, en við gerum okkur ekki nógu glögga grein fyrir því hversu mikils virði það er fyrir okkur að elska Hann. I mannlegum samskiptum er oft augljóst hvort við elskum hvert annað og í samfélaginu við Föðurinn á himnum er okkur nauðsyníegt að sýna það í verki. Óvininum hafði tekist að ná öllu mannkyni til hlýðni við sig og hneppa okkur í fangelsi dauðans sem enginn kemst út úr, hversu mikið sem við reynum í eigin krafti. Verk myrkrahöfðingjans er að tæla okkur í heimkynni sín, inn í hinn annan dauða þar sem tor- tímingin ríkir. En þrátt fyrir veikleika okkar og vanmátt þá stöndum við ekki eins og yfirgefin í myrkr- inu, því að alvitur Guð er ekki í vandræðum með að leiðbeina og bjarga sköpun sinni. Hann hefur lagt veg út úr ógöngunum - ljóssins veg, þar sem dauðinn er sigraður. Hallelúja. Því að svo elskaði Guð heiminn, að hann gaf Son sinn Eingetinn, til þess að hver, sem á Hann trúir, glatist ekki, heldur hafi eilíft líf. (Jóh. 3:16) Dóminn sem við áttum skilið að hljóta vegna óhlýðninnar, tók Hann á sig er Hann bar þjáningarnar upp á krossins tré. Með þrengingargöngu sinni lagði Guðssonurinn veginn og býður okkur að ganga hann því að Jesús vill hafa vini sína hjá sér. Þegar við biðjum í trú og fullkominni einlægni um fyrirgefningu syndanna þá svarar Hann með sínum himneska friði og tekur okkur til sín í heimkynni friðar- ins þar sem allt er öruggt og óumbreytanlegt. Frið lœt ég eftir hjá jður, minn frið gef égyður; ekki gef égyður, eins og heimurinn gefur. Hjartayðar skelf- ist ekki né hrœðist. (Jóh. 14:23) Svo rík er elska Guðs í Kristi að Hann dregur okkur til sín með kærleikskalli Frelsarans. Okkur stendur til boða að ganga inn um náðardyr Hans sem dauðann sigraði og vera ný sköpun í Kristi Jesú. Það er eini möguleikinn til að lifa í sátt við Guð og með- bræður okkar og vera samarfar Krists. En ekki er náðargjófinni eins háttað og misgjórðinni. Því að ef hinir mórgu dóu fyrir misgjörð hins eina manns, þá hefir miklu fremur náð Guðs og gjöf streymt ríkulega til hinna mörgu / náð hins eina manns Jesú Krists. (Róm. 3:13) Hve undursamlegt það er að vera leiðbeint í tíma af kærleiksríkum Guði svo við höfum möguleika á að velja rétt: Sannleikann sem gerir okkur frjáls. Guðs agi er gefínn í ljósinu, Orði lífsins sem varar við öllum hættum óhlýðninnar og vill ekki að börnin Hans séu í myrkri. Það gerir Hann með því að sýna okkur að við þurfum ljósið og bendir fyrirfram á hvaða ávöxt við berum í syndunum. Hér á jörðu lifum við aðeins stutta stund og allt sem henni tilheyrir er fallvalt. Hvað er dýrmætara en að þiggja fyrirgefningu í undrum náðarinnar fyrir trúna þar sem Hið fyrra er farið, syndin í burtu tekin og Allt er orðið nýtt. Framundan er þá eilífa lífið og arfur með Guðssyninum. Guð hefur ekki einungis varað mennina við hættun- um. Hann býr sínum vottum að skyggnast inn í dýrðina sem þeim er trúað fyrir að boða meðbræðrum sínum. í því mega hinir endurleystu gleðjast og sjá frá hvaða skelfmgum Hann hefur frelsað þá. Les. 20. kap. Opinb. Þar er fullkomin aðgreining milli verka Guðs og Satans, sigur Krists, tap Satans. Og ég sá nýjan himin og nýja jörð, því að hinn fyrri himinn og hin fyrri jörð var horfin, og hafið er ekki framar til. Og ég sá horgina helgu, nýja Jersúsalem, stíga niður af himni frá Guði, búna sem brúði, er skartar fyrir manni sínum. (Opinb. 21:1-2) Þessa sýn fékk hinn trúi vottur Jóhannes og sjá, þar er forgengileikinn horfinn og Guðs börnum birt það sem fórnandi kærleikur Krists hefur búið þeim. Það er aðeins ein leið inn í friðarríki Hans: „Ég er Vegurinn“, segir Kristur. Þangað eru aðeins einar dyr: „eg er Dyrnar, sá sem gengur inn um mig hann mun hólpinn verða,” segir Jesús Kristur. Og einn er Frelsar- inn, - Drottinn Jesús Kristur — sem segir: „Vertu ekki hrædd litla hjörð, því Föður yðar hefur þóknast að gefa yður Ríkið”. Mannlífið breytist ekki og þess vegna þurfum við,

x

Fagnaðarboði

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fagnaðarboði
https://timarit.is/publication/1103

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.