Víkurfréttir


Víkurfréttir - 12.01.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 12.01.2012, Blaðsíða 12
12 FIMMTUdagUrInn 12. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR 2 Fimmtudagurinn 14. apríl 2011VÍKURFRÉTTIR SMÁAUGLÝSINGAR – 421 0009 NÚ GETUR ÞÚ SENT VÍKURFRÉTTUM SMÁAUGLÝSINGAR Á VEFNUM VF.IS TIL LEIGU Ýmsar stærðir og gerðir af her- bergjum, með eða án húsgagna, með sameiginlegu eldhúsi og bað- herbergi eða sér eldhús og bað, með eða án húsgagna. Aðgangur að gufubaði og borðtennisborði. Internet og orka innifalin og all- ur sameiginlegur kostnaður. Góð staðsetning og hagstætt leiguverð. Uppl. í síma 895 8230 og 860 8909. Gisting Amaró. Gisting í skemmtilegum íbúðum við göngugötuna Akureyri. Gott verð. Sjá www.gistingamaro.is S: 461 5403 Einbýlishús til leigu í Garði, 5 herbergi. Leiga pr. mán. 115 þús. Laust strax. Einnig er 50m2 ein- staklingsíbúð til leigu. Leigist á 50 þús. pr. mán. m/rafmagni og hita. Uppl. í síma 896 2937. Til leigu 90m2 íbúð á neðri hæð miðsvæðis á góðum stað í Ytri- Njarðvík. Tvö herbergu og eldhús. Gæludýr engin fyrirstaða. Upplýsingar í síma 861 6118. Til leigu 4ra herb. íbúð í Keflavík. Upplýsingar í síma 899 6797 eða hornihorn@simnet.is 4ra herb. einbýlishús í Sandgerði. Leiga 95 þús. + rafmagn og hiti. Einnig á sama stað er til sölu dökk- blár amerískur svefnsófi verð 35 þús. Uppl. í síma 867 7124. Sálarrannsóknarfélag Suðurnesja Þórhallur Guðmundsson verður með einkatíma hjá félaginu þriðjudaginn 16.janúar. Upplýsingar og tíma- pantanir í síma 421 3348. Stjórnin. Þjónustumiðstöðin Nesvöllum Vikan 9. - 14. jan. nk. • Bingó • Gler-, keramik- og leirnámskeið • Handavinna • Leikfimi • Dansleikfimi • Jóga á boltum • Hádegismatur • Síðdegiskaffi • Tölvuklúbbur FEBS FFöstudaginn 13. janúar Kaffihús opið. Nánari upplýsingar í síma 420 3400 ÓSKAST Einbýli eða raðhús til leigu Fjölskylda óskar eftir einbýlishúsi eða raðhúsi með bílskúr til leigu í Njarðvík. S: 661 9456. ÝMISLEGT Búslóðaf lutningar og al lur almennur flutningur. Er með 20 rúmmetra sendibíl/kassabíl með lyftu. Uppl. í síma 860 3574 Siggi. Tek að mér allskonar viðgerðir á bílum, sláttuvélum. Er með greiningartölvu til að bilanagreina margar tegundir bíla. Vanur maður, 20 ára reynsla, sanngjarnt verð! Uppl. S: 864 3567. TIL SÖLU Glæsilegt borðstofusett Stækkanlegt borð, ferkantað + átta leðurklæddir stólar (ljóst leður). ATH þetta er óvenju falleg mubla. Upplýsingar í síma 820 7494. SPÁKONA Birna spákona Hvað færir nýja árið þér? Einstak- lingar / hópar (t.d. saumaklúbbar). Kem einnig í heimahús. Sími 616 9523. FUNDARBOÐ Aðalfundur Ernir bifhjólaklúbbur Surðurnesja boðar til aðalfundar mánudag- inn 30. janúar kl. 20:00 uppi í Arnarhreiðri. Venjuleg aðalfund- arstörf. Stjórnin www.vf.IS GÆLUDÝR Poodle (Medium) Rakkar Til sölu yndislegir Poodle rakkar tilb. til afhendingar eftir 15. jan., sprautaðir og örmerktir. Frábær fjölskylduhundur. Uppl. í síma 696 0255. AFMÆLI Hann Hafþór Ingi Guðberg verður 20 ára þann 13. janúar og við sendum honum okkar innileg- ustu hamingjuóskir með daginn. Kær kveðja, Elín, Óli og dætur. P.S. Þú ert svo sætur svona skegg- laus. HEILSA Jóga 6 vikna byrjendanámskeið byrjar 16. jan. kl. 17:00 2x í viku mán. og miðv. Skráning í síma 867 9126. Aukakíló? Borðaðu þig granna/n. Hjá okkur lærir þú að borða af þér aukakílóin og temja þér heilbrigð- an lífsstíl. Nýliðar velkomnir á mánudögum kl. 19.00. Íslensku vigtarráðgjafarnir. Sóley Birgisdóttir lýðheilsufræðingur Grófinni 8 230 Reykjanesbæ S: 869-9698 896 0364 Bói Rafvirki raf-ras.is Tölum saman Allir eiga samskipti við aðra á einhvern hátt og allir hafa áhrif. Ekki bara inni á heimilum heldur eru samskipti um allt samfélagið okkar milli vina, ættingja jafnt sem ókunnugra. Þessi samskipti geta verið góð og slæm og vakið innra með okkur jákvæð og neikvæð áhrif sem ýmist styrkja okkur eða veikja sem einstaklinga. Að hefja samskipti við aðra í samfélaginu mætti líkja við að læra annað tungumál í nýju landi. Því meira sem við leggjum okkur fram því betri verðum við í að gera okkur skiljanleg. Því skýrari og hreinni sem samskiptin verða því sjaldnar finnum við okkur í stressandi og erfiðum aðstæðum, mistúlkun hverfur smátt og smátt, sjálfstraustið eykst og vonbrigðum fækkar. Næstkomandi þriðjudag hefst í Virkjun fjögurra vikna námskeið um sam- skipti. Á námskeiðinu verður meðal annars farið yfir leiðandi uppeldisað- ferðir eins og Hugo Þórisson sálfræðingur lýsir þeim í nýrri bók sinni, Hollráð Hugos. Farið er ítarlega í boðskap bókarinnar og þátttakendur kynntir fyrir aðferðum sem leysa ágreining á friðsaman máta. Farið verður yfir grundvallarhugtök leiðandi uppeldis, hvernig sé æskilegt að haga sam- skiptum og hvað ber að varast. Fjölmörg dæmi eru tekin úr daglegu lífi og þátttakendum gefin innsýn inn í ólíkar aðstæður. Fegurðin við leiðandi uppeldisaðferðir er að þær gera okkur ekki aðeins að hæfari foreldrum heldur nýtast okkur í öllum samskiptum. Þess vegna fléttum við saman samskiptum innan veggja heimila við almenn samskipti fólks utan heimilis. Á þann hátt geta allir sem vilja tileinka sér betri sam- skipti hafa gagn og gaman af þessu námskeiði. Þótt ég styðjist við efni úr nýrri bók Hugo Þórissonar er ekki krafa að þátt- takendur eigi eintak af henni. Sem fyrr segir hefst námskeiðið í Virkjun næstkomandi þriðjudag, 17. janúar kl. 10:30 og kennt einu sinni í viku. Námskeiðið er endurgjaldslaust en takmarkaður sætafjöldi. Skráning fyrir 16. janúar í síma 699-4070 eða í tölvupósti: haukur. hilmarsson(hjá)reykjanesbaer.is Með kærri kveðju, Haukur Hilmarsson ráðgjafi hjá Fjölskyldu- og félagsþjónustu Reykjanesbæjar Hlutverk foreldra Reglur og markmið eru mikilvæg til að vernda börnin okkar. Til dæmis er sú regla afar mikilvæg að líta ávallt til hægri og vinstri áður en gengið er yfir götu. Það er bæði skylda og ábyrgð hinna fullorðnu að undirbúa ungviðið sem best undir fullorðinsárin hvort sem litið er til heilsu, næringar eða framtíðar almennt. Slíkt hlutverk yrði að vonum auðveldara ef hinir fullorðnu myndu hlusta vel á börnin til að skilja betur bæði þarfir þeirra og tilfinningar. Það hefur góð áhrif á þroska en einnig á aðra þætti eins og nám og skólagöngu og leiðir þau í átt að fullkomnu sjálfstæði eftir að þau fljúga úr hreiðrinu. Hér er samt nauðsynlegt að foreldrar, kennarar og aðrir sem við treystum fyrir börnunum okkar séu víðsýnir og hafi hag ungviðisins og traust foreldra ávallt að leiðarljósi í störfum sínum. Þannig má ná árangri. Foreldrar þurfa að sýna börnu sínum aga og kenna þeim muninn á réttu og röngu. Ekki má banna allt! Þau litlu þurfa að fá tækifæri til að prófa sig áfram og spreyta sig. Lífleg börn þarfnast fleiri takmarkana og markmiða en alls ekki alltaf lyfja. Og mörk þurfa að vera bæði sjáanleg og skiljanleg. Framtíð barnanna er í okkar eigin höndum því við myndum grunninn undir líf þeirra. Börn lifa með fjölskyldu sinni en ekki gegn henni. Áhrif fjölskyldunnar á barnið eru mikil. Ef ég er hamingjusöm og heilsuhraust manneskja get ég vissulega verið góð fyrirmynd. Og margt í lífinu er auðveldara ef foreldrar vinna saman en ekki hvort gegn öðru. Faðirinn er, líkt og móðirin, með hlutverk sem á að efla lífsgleði og þroska barnanna svo þau geti notið sín sem börn. Foreldrar sem taka þá ákvörðun að skilja þurfa að útskýra það fyrir börnum sínum á auðskilinn hátt af hverju svo sé komið, hvað komi til með að breytast og hvað ekki. Skylda foreldra er að gera allt sem mögulegt er til að auðvelda skilnað fyrir börnin og einnig að tryggja samveru fjölskyldunnar þrátt fyrir skilnað. Í raun getur ást sem einu sinni var, breyst í vináttu tveggja einstaklinga. Foreldrar ættu að vera tilbúnir að mætast af virðingu og forðast að nota börnin til að hefna sín á fyrrverandi maka eins og mörg dæmi eru um. Vinátta er vissulega möguleg í stormasömustu samböndum. Áfengi og misnotkun lyfja eru ekki lausnir. Börn sjá foreldra sína sem fyrirmyndir og þeir ættu að haga sér í samræmi við það. Dagurinn í gær er liðinn. Öll mistökin sem við gerðum í gær eru óbreytt en við getum lært af þeim og bætt okkur. Þetta er lærdóms- og þroskaferli sem við endurlifum dag eftir dag. Allt sem á sér stað hér og nú er lífið. Morgundaginnætti ekki að skipuleggja í smáatriðum þótt gott sé að vita hverjar væntingar manns til lífsins séu hverju sinni. Birgitta Jónsdóttir Klasen ATVINNA Fyrirtæki í bifreiðaþjónustu óskar eftir að ráða í eftirfarandi störf: BIfVélAVIrkjAr BílAréTTINgAmAður móTTökusTjórI skrIfsTofuhAld - BókhAld Við leitum að öflugum bókara sem getur unnið sjálfstætt að bókun, tekjuskráningu, afstemmingum bankareikninga, viðskiptamanna og lánardrottna, launaútreikningi og aðstoð við framkvæmdastjóra. Við erum að leita að einstaklingi sem hefur mjög góða þekkingu og reynslu á rekstri og getur borið ábyrgð á bókhaldi fyrirtækisins, skýrslugerð til opinberra aðila, þ.e. staðgreiðslu, virðisaukaskatti og áramótaskýrslugerð. Kunnátta í vinnu við bókhaldskerfið Stólpi er kostur. Umsóknarfrestur er til þriðjudagsins 17. janúar nk. Skriflegar umsóknir berist til skrifstofu Víkurfrétta, Grundarvegi 23, Njarðvík, merkt „Atvinna 1701“ Fréttavakt allan sólarhringinn í síma 898 2222

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.