Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 4

Víkurfréttir - 19.01.2012, Side 4
4 FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið gunnar@vf.is. Auglýs- ingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Grundarvegi 23, 260 Njarðvík, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0007, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Gunnar Einarsson, sími 421 0001, gunnar@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0011, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0011 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0009, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0010, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: Afgreiðsla og ritstjórn: Ritstjóri og ábm.: Fréttastjóri: Blaðamaður: Auglýsingadeild: Umbrot og hönnun: Auglýsingagerð: Afgreiðsla: Prentvinnsla: Upplag: Dreifing: Dagleg stafræn útgáfa: Leiðari Víkurfrétta PÁLL KETILSSON, RITSTJÓRI Guðmundur Stefán Gunnars- son, íþróttakennari og júdó- þjálfari er maður ársins 2011 hjá Víkurfréttum. Guðmundur er aðeins 35 ára Njarðvíkingur og tók sig til á árinu og stofnaði júdódeild hjá Ungmennafélagi Njarðvíkur og hefur á þessum stutta tíma fengið yfir hundrað krakka og unglinga í deildina. Þau stunda íþróttina ókeypis og Guðmundur sinnir þjálfun við aðstæður sem ekki allir létu bjóða sér, í nær öllum sínum frítíma án þess að þiggja nokkur laun. Guðmundur segir í viðtali við Víkurfréttir í tilefni af þessum tímamótum að júdóið hafi mjög jákvæð og góð áhrif á krakka og unglinga og þeir geti í raun lært heilmargt út frá hugmyndafræðinni í júdóinu. „Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín eða vera með leiðindi þrátt fyrir ósigur. Sjálfstraustið byggist upp hjá krökkum og maður sér þetta alveg greinilega. Krakkar sem lentu oft í árekstrum í skólanum hætta því nánast alveg eftir að hafa verið að æfa hjá okkur um tíma“, segir Guðmundur m.a. í viðtalinu. Það er mjög virðingarvert þegar einstaklingar í okkar samfé- lagi taka upp á sitt einsdæmi, með viljann og áhugann einan að vopni, að sinna óeigingjörnu og ólaun- uðu starfi með börnum og unglingum með svona frábærum árangri. Við tökum upp hatt okkar fyrir slíku fólki. Guðmundur er frábær fulltrúi ungmennafélagsandans sem er nauðsynlegur í samfélagi okkar sem hefur laskast mikið eftir bankahrun. Við óskum Guðmundi til hamingju með þessa stærstu útnefningu Víkurfrétta á hverju ári. Hann er svo sannarlega vel að henni kominn. Eins og alltaf þegar Víkurfréttir velja mann ársins koma nokkrir aðilar til greina. Allmargar ábendingar komu um einstaklinga, félög, fyrirtæki og stofnanir sem hafa staðið sig vel. Hér má minnast á framtak Suðurnesjamanna sem gerðu upp bifreið fatlaðs manns og gríðarlega öflugt starf hjá Mið- stöð símenntunar á Suðurnesjum. Þessir tveir aðilar komu næstir Guðmundi í vali á Manni ársins á Suðurnesjum. Þessi útnefning hefur farið fram hjá Víkurfréttum síðan 1991 og er Guðmundur sá tuttugasti og fyrsti sem hlýtur nafnbótina en fyrsti sem varð fyrir valinu var Dagbjartur Einarsson, útgerðarmaður í Grindavík. Í fyrra var Axel Jóns- son, veitingamaður í Skólamat valinn en hann stýrir ásamt fjölskyldu sinni framsæknu fyrirtæki sem sérhæfir sig í gerð skólamatar og er með yfir 70 manns í vinnu. vf.is Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 26. janúar 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða gunnar@vf.is Suðurnesjamaður ársins 2011 Þjónusta Virk á Suðurnesjum›› AÐSENT ‹‹ Virk starfsendurhæfingar-sjóður er sjálfseignarstofnun sem öll helstu samtök stéttarfélaga og atvinnurekenda á vinnumark- aði eiga aðild að. Samið var um stofnun Virk í kjarasamningum á árinu 2008. Á vegum Virk og í samvinnu við stéttarfélög um allt land eru starfandi sérhæfðir ráð- gjafar sem bjóða upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Það eru tveir ráðgjafar starfandi á Reykjanesi þau eru Guðni Erlends- son og Elfa Hrund Guttormsdóttir. Þau eru með skrifstofu á Krossmóa 4 á fjórðu hæð í Reykjanesbæ. Fleiri sérfræðingar koma einnig að starfinu og hefur Virk gert samn- inga við fjölda fagaðila um við- eigandi þjónustu fyrir einstaklinga með skerta vinnugetu. Hlutverk og stefna VIRK Hlutverk VIRK er að draga mark- visst úr líkum á því að launafólk hverfi af vinnumarkaði vegna varanlegrar örorku. Það er gert með ráðgjöf, fjölbreyttum úrræðum og sérhæfðri starfsendurhæfingu. Stefna VIRK er meðal annars að skipuleggja og fjármagna ráðgjöf og þjónustu fyrir starfsmenn sem veikjast til lengri tíma eða slasast þannig að vinnugeta þeirra skerðist. Sérstök áhersla er lögð á að koma snemma að málum í samstarfi við atvinnurekendur, sjúkrasjóði stéttarfélaga og heilbrigðiskerfið Þjónusta Virk Öll þjónusta sem veitt er af hálfu ráðgjafa VIRK hefur það að mark- miði að auka starfsgetu einstak- linga og stefna að því að þeir fari aftur til vinnu. Um er að ræða fjöl- breytta þjónustu sem er þeim að kostnaðarlausu. Hægt er að skipta þessari þjónustu í þrjá flokka: 1. Aðstoð ráðgjafa Ráðgjafi aðstoðar einstaklinginn meðal annars við að efla færni sína og vinnugetu út frá heilsufars- legum og félagslegum þáttum og í samvinnu við sérfræðinga ef þörf er á. Um er að ræða ráðgjöf og hvatningu sem tekur mið af að- stæðum og þörfum hvers og eins. Sérstök áhersla er lögð á góða tengingu við vinnustað og atvinnulífið til að auka líkur á farsælli endurkomu til vinnu. 2. Aðstoð sérfræðinga Ef þörf er á aðkomu fleiri sér- fræðinga við að meta starfsgetu og möguleika á starfsendurhæfingu þá eru þeir kallaðir til eftir þörfum. Um er að ræða sérfræðinga eins og sálfræðinga, félagsráðgjafa, sjúkraþjálfara, iðjuþjálfa, lækna, náms- og starfsráðgjafa og fleiri. 3. Ýmis úrræði í starfsendurhæfingu Dæmi um þjónustu sem getur eflt starfsgetu eru meðal annars meðferðarviðtöl við sálfræðing, fjármálanámskeið, námskeið eða önnur aðstoð til sjálfsstyrkingar, vinnuprófanir, líkamsrækt með stuðningi sérfræðinga, sjúkra- þjálfun, næringarráðgjöf , ráðgjöf til heilsueflingar og námskeið til að auka möguleika á vinnumarkaði. Árangur í starfsendurhæfingu Það má líta á starfsendurhæfingu sem nokkurs konar brú á milli heil- brigðiskerfis og vinnumarkaðar – brú sem tryggir og byggir upp samvinnu, skilning og þekkingu til að endurkoma til vinnu verði sem farsælust og árangursríkust. Til að slíkt sé mögulegt þarf að koma til samvinna margra aðila eins og viðkomandi einstaklings, heimilis- læknis, atvinnurekanda og ráðgjafa í starfsendurhæfingu. Rannsóknir og reynsla bæði hér- lendis og erlendis hafa sýnt fram á að til að tryggja varanlegan árangur í starfsendurhæfingu þá skiptir öllu máli að: 1. Koma snemma að málum og bjóða ráðgjöf á sviði starfsendur- hæfingar um leið og fyrirséð er að starfsmenn verði fjarverandi vegna heilsubrests í lengri tíma. 2. Vinna í nánu samstarfi við at- vinnulífið. Gæta þess að einstak- lingar missi ekki vinnusamband sitt vegna veikinda eða slysa og stuðla að farsælli endurkomu til vinnu eftir langtíma fjarvistir. Ráðgjafar VIRK á landsvísu höfðu veitt 2100 einstaklingum ráðgjöf og þjónustu frá stofnun VIRK og um mitt árið 2011. Af þessum 2100 einstaklingum hafa 600 lokið þjónustu og stærstur hluti þeirra hefur náð fullri vinnufærni og eru þátttakendur á vinnumarkaði í dag. Þessi þjónusta hefur eingöngu verið fjármögnuð af atvinnulífinu og hefur hún skilað miklum árangri bæði fyrir þá sem hennar njóta og fyrir samfélagið í heild sinni. Það er áhugavert að að skoða þessa miklu uppbyggingu í þjónustu á sviði starfsendurhæfingar í sam- hengi við þá staðreynd að dregið hefur verið úr nýgengi örorku bæði hjá Tryggingastofnun ríkisins og hjá mörgum lífeyrissjóðum. Tryggingastofnun vísar mörgum einstaklingum til ráðgjafa VIRK. Ráðgjafar VIRK hafa haft umsjón með um 400 endurhæfingaráætl- unum sem sérstaklega eru gerðar samkvæmt þeim kröfum sem TR gerir vegna greiðslu endurhæfingar- lífeyris. Vinnuframlag ráðgjafa við gerð endurhæfingaráætlana nemur nokkrum þúsundum klukkutíma á undanförnum tveimur árum. Við þessa vinnu bætist svo vinna annarra sérfræðinga og endur- hæfingaraðila um allt land. Þessi þjónusta er unnin og fjármögnuð af VIRK – starfsendurhæfingar- sjóði. Hægt er að fá upplýsingar um þjón- ustuna á heimasíðu VIRK www. virk.is Elfa Hrund Guttormsdóttir og Guðni Erlendsson ráðgjafar hjá sjúkrasjóðum stéttarfélaga á Reykjanesi Á vegum Virk og í samvinnu við stéttarfélög um allt land eru starfandi sérhæfðir ráðgjafar sem bjóða upp á þjónustu á sviði starfsendurhæfingar. Má bjóða þér á námskeið í mark- miðasetningu? Á nýju ári er gott að horfa fram á veginn og gera áætl- anir um hvernig maður vill haga hlutunum. Okkur finnst eðlilegt að gera áætlanir um ýmislegt og má þar nefna ferðaáætlanir áður en við höldum af stað í ferðalag, greiðsluáætlanir í byrjun árs til að dreifa álaginu í peningamálum, námsáætlanir í byrjun náms o.s.frv. Staðreyndin er hins vegar sú að það eru tiltölulega fáir sem gera skýr og greinileg markmið um hvernig manneskjur þeir vilja vera eða hvert þeir vilja stefna í lífinu almennt. Markmið varðandi fjöl- skylduna, heilsuna og heilbrigði, sjálfsþroska og frama á einhverju sviði eru mikilvæg vilji maður ná árangri. Það er staðreynd að fólk sem setur sér skrifleg markmið nær betri árangri og á skemmri tíma en þeir sem hafa óljósa hugmynd um það sem þeir vilja. Með því að setja sér markmið og hefja þá vinnu sem fylgir því að ná þeim opnast oft margar aðrar leiðir og tækifæri sem viðkomandi dreymdi ekki um áður. Þetta snýst um að vera öku- maður í eigin lífi en ekki farþegi í lífi annarra. MSS hefur ákveðið að bjóða upp á ókeypis námskeið í markmiðasetn- ingu í janúar. Námskeiðið er ein kvöldstund og þátttakendur fá verk- efnahefti sem þeir vinna að hluta til á námskeiðinu. Ef þú kæri lesandi hefur áhuga á að koma á námskeið í markmiðasetningu og setja þér markmið fyrir árið 2012 þá getur þú skráð þig inni á vefsíðu okkar www.mss.is. Námskeiðið verður haldið í húsnæði MSS, Krossmóa 4a þann 30. janúar og hefst kl. 19.30 og er í u.þ.b. tvær klukkustundir. Það er Anna Lóa Ólafsdóttir náms- og starfsráðgjafi sem er leiðbeinandi á námskeiðinu. Mikilvægt að skrá sig! Vonumst til að sjá þig! Fyrir hönd MSS, Anna Lóa Ólafsdóttir Náms- og starfsráðgjafi Næsta matarút- hlutun 2. febrúar Fjölskylduhjálp Íslands í Reykjanesbæ verður með næstu matarúthlutun fimmtu- daginn 2. febrúar. Engar út- hlutanir hafa verið nú í janúar. Í dag og næsta fimmtudag verður hins vegar fatamark- aður hjá Fjölskylduhjálpinni í Grófinni. Markaðurinn hefst kl. 14 og stendur til 18. Bóndadagstón- leikar í Hlöðunni Föstudaginn 20. janúar næstkomandi, á bóndadag, mun Markús Bjarnason koma fram á sérstökum Bóndadag- stónleikum Hlöðunnar. Tónleikarnir hefjast kl. 20:00 í Hlöðunni við bæinn Minni- Voga, Egilsgötu 8, í Vogum á Vatnsleysuströnd. Aðgangur er ókeypis og allir velkomnir. Viðburðurinn er sá fyrsti í röð viðburða sem Hlaðan býður upp á í ár en dagskráin er komin út og má m.a. nálgast hana á vefs íðu Hlöðunnar www. hladan.org. Menningarverk- efnið Hlaðan er styrkt af Menn- ingarráði Suðurnesja.

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.