Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 19.01.2012, Blaðsíða 8
8 FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 • VÍKURFRÉTTIR ›› Víkurfréttir velja Suðurnesjamann ársins 2011 – Guðmund Stefán Gunnarsson hjá Júdódeild UMFN Vinnan með ungmennunum á hug hans allan og hann hefur hjálpað mörgum börnum sem ekki hafa fundið sig í öðrum íþróttagreinum. Auk þess sem það kostar ekkert fyrir krakk- ana að æfa hjá Júdódeild UMFN þiggur Guð- mundur engin laun fyrir vinnu sína sem hann sinnir ásamt því að starfa sem kennari í Akur- skóla í Innri-Njarðvík. Guðmundur er frábær fyrirmynd og hefur hugsjón ungmennahreyf- ingarinnar augljóslega að leiðarljósi. Nú er svo sannarlega þörf á svona hugsjónafólki sem leggur mikið á sig til að aðstoða, leiðbeina og hjálpa í okkar samfélagi sem hefur lask- ast á mörgum sviðum eftir kreppu. Eitthvað sem Guðmundur gerir með bros á vör og ánægjuna eina í laun. Antisportisti og klunni „Ég var hálfgerður antisportisti fram eftir aldri ef frá er talið júdóið. Ég var í tónlistar- skóla og prófaði körfubolta en var svolítill klunni,“ segir hann og hlær. „Ég var einu sinni á æfingu hjá Friðriki Ragnarssyni, sem nú er þjálfari meistaraflokks hjá Njarðvík. Ég var þá að sýna listir mínar og þegar ég hugðist leggja boltann ofan í körfuna þá fór ekki betur en svo að boltinn endaði uppi á miðjum vegg í íþróttahúsinu. Frikki hélt að ég væri að grínast en svo var alls ekki. Þetta endaði svo allt með því að ég fór af æfingu og lét ekki sjá mig þar aftur,“ segir Guðmundur og skellir upp úr. Guðmundur er fæddur árið 1977 og er því að verða 35 ára í ár. Hann er giftur Eydísi Mary Jónsdóttur og saman eiga þau tvo syni sem eru þriggja og níu ára. Guðmundur er uppalinn í Njarðvík og er Njarðvíkingur í húð og hár eins og oft er sagt um þá sem unna heimahögunum. Hann segist hafa prófað sund og ýmsar íþróttir sem barn en það hafi ekkert legið sérstaklega vel fyrir honum. „Ég skildi t.d. aldrei þessar óskrifuðu reglur í boltaíþróttunum þar sem menn voru að gefa hver öðrum „high five“ og þess háttar. Það að hittast eftir leiki og gera eitthvað saman var eitthvað sem ég skildi ekki heldur, ég vildi bara fara heim og slappa af.“ Það var ekki fyrr en löngu síðar þegar Guð- mundur hóf nám í Íþróttakennaraskólanum á Laugarvatni að hann fann sig í hópíþróttum en hann lék á þeim tíma eitt tímabil í utan- deildinni í handbolta og einnig körfubolta með Þrótti Vogum en þar fann hann sig ágæt- lega, enda stór og stæðilegur piltur. Gunnar Örn Guðmundsson, faðir Guð- mundar, stundaði júdó með góðum árangri hér á árum áður og hann segir að áhuginn hafi kviknað þegar hann hafi farið að kíkja á æfingar með pabba sínum sem þá fóru fram í gamla Ungó í Keflavík. Þá var hann í kringum 10 ára aldurinn. Hann hætti svo um tíma að æfa eftir að hann lenti í slysi og missti hann af æfingum í lengri tíma. Á því tímabili lognaðist deildin í Keflavík út af. „Ég byrja svo aftur að æfa þegar ég er um 18 ára en þá vorum við að æfa í Æfingastúdíóinu. Þar voru menn eins og Einar Karl, Ragnar Hafsteinsson og fleiri.“ Ætlunin var að stofna deild á þeim tíma en ekkert varð úr því að sögn Guðmundar vegna þess að einhverjir úr hópnum hafi flutt er- lendis og þvíumlíkt. Þá tók Guðmundur sér smá pásu aftur í rúmt ár en byrjaði svo aftur að æfa í Reykjavík og í Vogunum hjá Magnúsi Haukssyni. „Hann er svona minn kennari,“ segir Guðmundur sem hefur verið nánast samfleytt í íþróttinni síðan. Hann segist fyrst og fremst vera áhugamaður um íþróttina og að hópurinn í kringum júdóið sé ávallt skemmtilegur. „Þetta er svo fjölbreyttur hópur og stemningin er alltaf svo góð í kringum íþróttina.“ Guðmundur segir að eftir að hann hafi að mestu leyti hætt í júdóinu þá hafi honum byrjað að ganga hvað best. „Þá fór ég fyrst að skilja að þetta snerist ekki bara um styrk, heldur meira um tækni. Ég komst að því að þetta er ekki bara bardagi heldur er þessi íþrótt svo miklu, miklu meira,“ segir hann og það er augljóst að ástríðan fyrir júdóinu er mikil. Uppgötvaði lesblindu í menntó Guðmundur útskrifaðist úr Kvennaskólanum í Reykjavík en þar komst hann að því að hann hafði glímt við lesblindu alla sína tíð. Eftir út- skrift fékk hann vinnu hjá Ólafi Thordersen hjá Njarðtaki við sorphirðu og hafði ekkert sérstakt í huga varðandi framtíðina. Hann fór fljótlega að hugsa sér til hreyfings eftir fyrsta veturinn í því starfi og ákvað að sækja um í Íþróttakennaraskólanum en gerði sér ekki miklar vonir um að komast þar inn. Hann þreytti þar inntökupróf sem hann stóðst með prýði og var í framhaldinu kominn inn í skól- ann. Austur og aftur vestur Eftir að námi lauk á Laugarvatni þá lá leið Guðmundar og konu hans, sem hann hafði kynnst á öðru ári í skólanum, til Eskifjarðar þar sem hann hóf kennsluferilinn. „Það var mjög skemmtileg upplifun, nánast eins og að fara til annars lands,“ segir Guðmundur en hann þjálfaði m.a. fótbolta á því ári sem hann hafði búsetu fyrir austan. Tíminn þar eystra var mjög góður að mati Guðmundar en hann langaði að flytjast aftur heim til Njarðvíkur. Hann hringdi því í Gylfa Guðmundsson skólastjóra Njarðvíkurskóla og spurði hvort hann væri ekki með vinnu fyrir hann. „Gylfi kvaðst ekki vita um neitt að svo stöddu en hann ætlaði að kanna málið. Daginn eftir hringdi Gylfi og sagði að hann væri með stöðu fyrir mig í Björkinni hjá Njarðvíkurskóla.“ Þar starfaði Guðmundur næstu tvö árin ásamt því að þjálfa yngstu krakkana í sundinu. Aftur greip ókyrrðin Guðmund en hann segist vera dálítið þannig að hann vilji breyta mikið til og vera á hreyfingu. Fjögurra ára ferðalag Á þessum tíma var góðærið hvað mest hér á landi og þau hjónin áttu saman íbúð við Hringbrautina í Keflavík. Þá barst þeim tilboð í íbúðina og þau ákveða að selja. „Við fórum strax að leita að ódýrum eignum hér á Suður- nesjum en okkur langaði að færa okkur um set. Þá allt í einu datt okkur í hug að fara til Danmerkur í smá ferðalag,“ en það ferðalag átti eftir að taka töluvert lengri tíma en ætlað var í fyrstu. Hjúin voru opin fyrir því að fara jafnvel í nám þar í landi og enduðu í Álaborg þar sem þau vissu að væri góður íþróttaskóli. „Fljótlega datt ég inn í íþróttaháskólann og spjallaði við fólk þar, segi hvað ég hafi lært og mér er í framhaldinu boðinn innganga í skólann. Þar lærði ég lyftingafræði og er með hæstu gráðu í þeim fræðum. Eftir að ég útskrifast þar þá dett ég inn í það að kenna þarna sem afleysingakennari hjá 10. bekk. Ég var ekkert sérstakur í dönskunni en kenndi ensku og dönsku engu að síður,“ segir Guðmundur og hlær við. Þar slysast hann svo til þess að fara að þjálfa sund í aukavinnu. Áður hafði hann einungis þjálfað litla krakka heima en þetta gekk bara þokkalega vel hjá Guðmundi og unglingarnir í sundinu náðu góðum árangri undir hans stjórn. Í kjölfarið er Guðmundi boðinn staða yfirþjálfara hjá félaginu sem Víkurfréttir hafa útnefnt Guðmund Stefán Gunn- arsson þjálfara hjá Júdódeild UMFN sem mann árs- ins á Suðurnesjum árið 2011. Guðmundur Stefán, sem er aðeins 35 ára, íþróttakennari og stúdent frá Kvennaskólanum og Njarðvíkingur, hefur unnið ákaflega óeigingjarnt starf í þágu íþróttahreyfingar- innar á Suðurnesjum frá stofnun júdódeildar UMFN snemma á árinu 2011. Guðmundur hefur með frum- kvæði sínu og ótrúlegum dugnaði á stuttum tíma byggt upp júdódeild sem hefur nú þegar látið til sín taka í júdó, brasilísku Jui Jitsu og íslenskri glímu og unnið til verðlauna í öllum þessum greinum. Þrátt fyrir lítið fjármagn og takmarkaða aðstöðu telja iðk- endur deildarinnar rúmlega 100 krakka og unglinga sem mæta reglulega á æfingar hjá Guðmundi og stunda íþróttina án þess að þurfa að borga neitt. Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín - 35 ára Njarðvíkingur, íþróttakennari og stúdent frá Kvennaskólanum leggur líf og sál og allan sinn aukatíma í launalausa þjálfun yfir 100 krakka sem stunda ókeypis júdó og aðrar bardagaíþróttir „Það er lítil hætta á meiðslum í þessu sporti. Barnaflokkarnir eru að standa sig gríðarlega vel og unglingaflokkarnir eru að stíga mikið upp þessa stundina“. Guðmundur Stefán starfar sem kennari við Akurskóla í Innri Njarðvík. Hér er hann með nemendum sínum í 6. og 7. bekk sem voru í Legó-smiðju í gærmorgun. Guðmundur Stefán með nokkrum svellköldum júdóköppum á æfingu nú í vikunni.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.