Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Page 9

Víkurfréttir - 19.01.2012, Page 9
9VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 hefur á að skipa 2000 iðkendum. Guðmundur náði þar flottum árangri og fór með nokkra sundmenn á Danmerkurmótið. Fóru að byggja í kreppunni Eydís, eiginkona Guðmundar útskrifast svo úr sínu námi eftir að þau höfðu dvalið í 4 ár í Danmörku. Þá fóru þau að hugsa heim og Sigurbjörg systir Guðmundar hringir og spyr hvort að hann vilji ekki kaupa lóð með henni og manni hennar og fara að byggja. „Það er erfitt að segja nei við Sigurbjörgu en hún var með þetta allt á hreinu og var búin að fá mömmu og pabba til þess að byggja líka. Við ákváðum að slá til og fórum að byggja rétt áður en kreppan skall á. Það var reyndar ótrú- lega þægilegt að byggja á þeim tíma þar sem allir voru að losa sig við efni og við náðum að byggja fyrir frekar lítinn pening. Þannig að nú er fjölskyldan öll á sama punktinum, sem er bara mjög þægilegt fyrir okkur systkinin en kannski ekki fyrir tengdabörnin,“ segir Guð- mundur og hlær. Hann gerðist síðan grunnskólakennari í Akurskóla sem er skammt frá heimili hans í Innri-Njarðvík og fór líka að þjálfa sund hjá Njarðvík. Hann þyrsti í að gera eitthvað meira og samhliða sundþjálfuninni fer hann að kenna nokkrum strákum tökin í júdóinu. Júdóið gott fyrir krakkana „Ég var að þjálfa sund þar sem nokkrir líflegir drengir voru að æfa hjá mér. Ég hafði platað þá til að prófa að mæta á æfingu en ég á það til að hvetja fólk sem ég hitti á förnum vegi til þess að prófa. Þessir strákar voru ekkert alveg að nenna að æfa sund og ég fór einu sinni í viku með þá upp á Ásbrú og kenndi þeim tökin í júdóinu. Á meðal þessara gutta var einn sem var dálítið utanveltu en hann var ekki í sundinu. Ég sá mikla hæfileika í honum og hann virtist ná tökunum á júdóinu alveg strax. Upp frá þessu ákvað ég að það væri kominn tími til að stofna júdódeild. Þessi strákur var í smávægilegum vandræðum og eftir stutta stund þá tók maður eftir því að hann hafði lagast mikið og var farinn að setja sér markmið og öll vandræði sem hann hafði verið að koma sér í virtust úr sögunni. Þá áttaði ég mig á því hvað þetta gæti haft mikil áhrif á krakka og þau geta í raun lært heil- margt út frá hugmyndafræðinni í júdóinu. Þú lærir að verja þig og taka á ósigri án þess að vilja hefna þín eða vera með leiðindi þrátt fyrir ósigur. Sjálfstraustið byggist upp hjá krökkum og maður sér þetta alveg greinilega. Krakkar sem lentu oft í árekstrum í skólanum hætta því nánast alveg eftir að hafa verið að æfa hjá okkur um tíma. Ef það kemur eitthvað upp á, hvort sem það er á æfingu eða annars staðar þá leysum við þau mál í sameiningu. Þannig að þetta nýtist mikið í daglega lífinu og styrkir krakkana mikið andlega,“ segir Guðmundur. „Ég á auðvelt með unglinga og finnst frábært að vinna með þeim. Þetta er því bara skemmtilegt,“ segir Guðmundur en blaðamaður leit við á æfingu í vikunni og þar var svo sannarlega líf í tuskunum. Fjölskylda Guðmundar hefur komið að júdó- deildinni og þegar hún var stofnuð þá fékk Guðmundur þau með sér í stjórn. Pabbi hans hefur hjálpað mikið og Sigurbjörg systir hans hefur verið afar dugleg í því að starfa fyrir deildina en hún er einnig í stjórn hjá Þrí- þrautardeild UMFN. Deildin er rúmlega árs gömul og Guðmundur segir stígandann vera gríðarlegan, það sé í raun allt orðið fullt. Það eru rúmlega 100 manns að æfa og hann segist eiga erfitt með það að segja nei ef fleiri vilja koma. Hann segir vera lítið um afföll og það hafi í raun komið honum á óvart. „Þetta er mjög fjölbreytt þjálfun. Það er ekki bara mætt á æfingar til þess að kljást. Þegar ég er t.d. með yngstu krakkana þá erum við í frisbee og boltaleikjum eða öðru sem þjálfar rúmskyn og fleira.“ Þurfa ekki að keppa Aðspurður um keppnisþáttinn segist Guð- mundur hafa sínar skoðanir á þeim þætti. „Ég er ekki svona afreks þenkjandi og því langar mig að koma til skila í gegnum júdódeildina. Ekki það að ég vilji ekki að fólk nái árangri hjá okkur, ef krakkarnir vilja ná árangri þá mun ég styðja þá sem það kjósa af heilum hug. Ég vil helst að hér sé starfandi júdódeild þar sem fullt af krökkum eru að æfa og fyrst og fremst sé gaman. Guðmundur vill ekki neyða alla til þess að keppa en oft er mikil pressa sem fylgir því að keppa fyrir framan fullt af fólki. „Ég held að 60% af krökkunum vilji bara mæta á æfingar og hafa gaman af þessu og ég ætla ekki að neyða neinn til þess að keppa ef við- komandi kýs það.“ Eins og staðan er í dag þá segir Guðmundur að það sé erfitt að afreka mikið eins og í pott- inn er búið varðandi húsnæðis- og þjálfara- mál. Hann er nánast einn um þjálfunina en Helgi Rafn Guðmundsson sér um tvær full- orðinsæfingar í viku og Guðmundur segir muna mikið um það. Það var stefnan hjá Guðmundi að rukka fyrir æfingar í upphafi. Hafði hann hugsað það þannig að hvatagreiðslur sem ætlaðar voru fyrir börn og unglinga frá Reykjanesbæ myndu sjá um gjöldin. „Ég sá fyrir mér að sá peningur færi í kaup á dýnum og í að leigja húsnæði og borga þjálfurum. En af því varð ekki. Við fengum æfingaaðstöðu í kaffistof- unni í Reykjaneshöllinni en það er salur á efri hæðinni í því húsi.“ Þar hefur deildin 60 fermetra til umráða en Guðmundur segir það stundum vera ansi þröngt að vera með 20 orkumikla krakka á svo litlum fleti. „Það er sá stuðningur sem við höfum fengið frá bænum en maður hefur svo verið að fá styrki til kaupa á dýnum og slíku frá fyrirtækjum héðan og þaðan, oftar en ekki úr óvæntum áttum. Hann segir Njarðvíkinga og þá hjá lyftingadeildinni Massa hafa verið afar hjálpsama. Skilningsrík fjölskylda Guðmundur hefur nóg á sinni könnu og hann er að frá því snemma á morgnana og alveg fram á kvöld. Auk þess er hann í stjórn hjá Brasilísku Jui jitsu sambandi Íslands. „Það er alveg ótrúlegt að hún konan mín þoli þetta. Hún sér um allt saman, heimilið og börnin. Ég er svo heima um helgar, þegar engin mót eru í gangi. Það er svo bara spurning hvað konan er tilbúin að leyfa mér að vinna þetta launalaust lengi,“ segir Guðmundur í léttum dúr. Hugmyndin er að setja upp æfingagjöld næsta haust en Guðmundur er búinn að setja allt í hendurnar á nýrri stjórn sem mun ákveða það. Deildin er sennilega stærsta júdódeild á landinu en Guðmundur segir það ekki vera alveg ljóst þar sem nýjar tölur liggi ekki fyrir. Hann segir viðbrögð foreldra vera góð og margir séu ánægðir. Hann hefur fundið mikið fyrir því. Hann sjái uppskeruna og það séu ýmsir litlir hlutir sem hann taki eftir hjá krökkunum. „Maður sér kannski einstakling sem fór að gráta við minnstu snertingu og eftir nokkra mánuði þá er hann farinn að harka af sér.“ Líka gerist það að foreldrar komi til hans og þakki fyrir að barnið geti varið sig í skólanum ef svo ber við. Sumir krakkanna eru að sögn Guðmundar búnir að breytast mikið síðan þeir byrjuðu að æfa júdó og margir róast mjög mikið. Oftar en ekki eru þetta orkumikil börn og ýmislegt gengur á bæði á æfingum og í daglega lífinu. „Það hefur verið sagt við mann að enginn virði það sem er ókeypis og krakkarnir mæti ekki reglulega. Að mínu mati er það fráleitt og krakkarnir mæta mjög vel. Það eru alltaf ein- hverjir sem mæta kannski illa, hvort sem þeir borga æfingagjöld eða ekki“. Hann sér fyrir sér í framtíðinni að þá verði komið húsnæði þar sem hægt er að æfa um helgar. Þar væri í raun hægt að æfa fleiri bardagaíþróttir jafnt fyrir börn og fullorðna. Þú gætir borgað eitt æfingagjald og þú gætir æft júdó, box, jui jitsu eða teakwondo. „Minn draumur er að sjá samvinnu þessara félaga og þar gætirðu bara æft það sem þér finnst skemmtilegt, þú þarft ekkert að vera heims- meistari,“ segir Guðmundar Stefán Gunnars- son, maður ársins á Suðurnesjum árið 2011. Allar upplýsingar birtar með fyrirvara um prentvillur og myndavíxl. Úrval getur verið misjafnt milli verslana Handverkfæ ri og verkfær a- töskur 25% afsláttur Fáðu afsl átt strax í da g! Allir velkomnir í Kjaraklúbbinn . Skráning í Kjara klúbbinn við af greiðslu- kassa um leið o g greitt er fyrir vöruna! Afsláttur tekur gildir strax við skráningu. LÆGSTALÁGA VERÐ HÚSASMIÐJUNNAR* *Afsláttur gildir ekki af vörum merktum Lægsta lága verð Húsasmiðjunnar Afsláttur gildir eingöngu fyrir Kjaraklúbbsmeðlimi, allir velkomnir í Kjaraklúbbinn. Skráning í næstu verslun, afsláttur tekur gildi strax. KJARA DAGAR Búsáhöld 30-70% • Vinnufatnaður 30-50% • Útivistarfatn. 30-70% • Ljós 30-70% Smáraftæki 20-30% • Leikföng 50-70% Innihurðir 20-70% • Flísar 20-70% •Parket (valdar vörur) 20-70 • Hreinlætis- og blöndunartæki 20-50% • Handverkfæri 25% Rafmagnsverkfæri 15-30% • Áltröppur og stigar 20% • Verkfæratöskur 25% • Innimálning 20% og margt fleira 20% 30% 50% 70% afsláttur afsláttur afsláttur afsláttur Parket 20-70% afsláttur Innimálning 20% afsláttur Rafmagns verkfæri 15-30% afsláttur „Það er lítil hætta á meiðslum í þessu sporti. Barnaflokkarnir eru að standa sig gríðarlega vel og unglingaflokkarnir eru að stíga mikið upp þessa stundina“. Guðmundur Stefán kennir m.a. dönsku, íþróttir og fleira. Hér kennir hann handtökin í forritun í Legó-smiðjunni í Akurskóla.

x

Víkurfréttir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.