Víkurfréttir


Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 15

Víkurfréttir - 19.01.2012, Qupperneq 15
15VÍKURFRÉTTIR • FIMMTUdagUrInn 19. janúar 2012 útspark Ómar JÓhannsson Ómar Jóhannsson, markvörður og starfsmaður í Fríhöfninni sparkar pennanum fram á ritvöllinn. Þá er enn eitt stórmótið í handbolta hafið og Íslendingar ætla sér að sjálfsögðu að ná í silfrið og ekkert annað. Merkilegt hvað allir fá mikinn áhuga á handbolta þegar þessi stærstu mót nálgast hjá landsliðinu. Meira að segja hér, þar sem hand- boltaáhuginn er alla jafna ekki mjög mikill umbreytast menn á einni nóttu í hina mestu handboltasnillinga sem vita allt um leikfléttur og hina klassísku 6-0 vörn. Einhverjir þykjast ekki horfa á leikina, en þegar talið berst svo að síðasta leik vita þeir oft furðu mikið um þá. Hafa oftar en ekki skoðun á dómurunum og gleyma því alveg í hita umræðanna að þeir reyndu að ljúga því í upphafi að hafa ekki horft á leikinn. Þannig verða allir Íslendingar handboltaáhugamenn einu sinni á nokkurra ára fresti. Sumum finnst þessi skyndilegi áhugi Íslendinga asnalegur. Týpískur rembingur sem kemur upp í hvert sinn sem minnst er á eitthvað íslenskt í erlendum fjölmiðli. Ég bjó í Svíþjóð í nokkur ár í kringum aldamótin. Þeir hafa lengi verið með eitt besta landslið heims. Engu að síður er nákvæmlega það sama uppi á teningnum þar. Vanalega fær handboltinn þar ekki mikla umfjöllun á kostnað fótboltans og íshokkí, sem eru lang- stærstu íþróttirnar þar. Þegar hins vegar landsliðið á í hlut rýkur sjónvarpsáhorf upp úr öllu valdi og mælist í kringum 125% eins og hér. Fjölmiðlaumfjöllunin er gríðarleg og allir hafa skoðun á liðinu og spilamennskunni. Þjóðarrembingur er ekki eitthvað alíslenskt fyrirbæri eins og sumir halda. Aðrar þjóðir verða líka stoltar af sínu fólki hvort sem það er í hand- bolta, tónlist, brids eða einhverju allt öðru. Ég æfði handbolta í nokkur ár þegar ég var í grunnskóla. Ég var ekki í marki þar eins og í fótboltanum. Sumir segja að ég sé skrítinn en ég er ekki geðveikur! Að hoppa í kross og vona að maður fái í sig bolta af 5 metra færi á yfir 100 km hraða er ekki minn tebolli. Maður getur orðið einmana í fótboltamark- inu. Í handboltanum tók ég þátt í slagsmálunum með hinum útileikmönnunum. Virkilega skemmtileg tilbreyting frá því að standa einn á enda vallarins, bíðandi eftir boltanum eins og stilltur hundur. Það er ekki laust við að maður fái fiðring í puttana þegar maður dettur inn í landsleikina. Mér skilst að það sé frítt á æfingar núna hjá HKR meðan á EM stendur. Það var ekki óalgengt að menn æfðu aðrar íþróttir með fótboltanum þegar fótbolti var aðallega sumaríþrótt. Hemmi Gunn á t.d. lands- leiki í bæði handbolta og fótbolta. Nú er fótbolti heilsársíþrótt því er ver og miður. Ég sé það alla vega fyrir mér, að ef ég væri ennþá í handbolta þá væri ég pottþétt í þessu landsliði. Það er ekki erfitt að sjá það þegar maður situr heima í stofu, þar verður allt töluvert auðveldara en inni á vellinum. strákarnir okkar Ólympíufjölskyldan Samstarfsaðilar • Vinnustaðakeppni • Hvatningarleikur í skólum • Einstaklingskeppni Skráðu þig Landskeppni í hreyfingu 5ÁRA LÍFSHLAUPIÐ Skráning og nánari upplýsingar á: www.lifshlaupid.is Lífshlaupið Þín heilsa – þín skemmtun Lífshlaupið er fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ fyrir alla aldurshópa. Markmið þess er að hvetja landsmenn til þess að fara eftir ráðleggingum embættis landlæknis um hreyfingu og gera hreyfingu að föstum lið í lífsstíl sínum. Lífshlaupið byrjar 1. febrúar! ÍS L E N S K A /S IA .I S /I S I 57 52 2 12 /1 1 Jóga með Ágústu Ágústa Hildur Gizurardóttir, jógakennari Ágústa er útskrifaður Raja jógakennari frá Jógaskóla Kristbjargar Jogamedagustu/facebook í Íþróttahúsinu Njarðvík Ný námskeið að heast þann 23. janúar. Kennsla fer fram á mánudögum og miðvikudögum kl. 17:30-18:30, þriðjudögum og mmtudögum kl.10:00-11:00 / 16:30-17:30 Jóga er frábær leið til þess að vera í tengingu við sjálfa sig líkamlega og andlega. Jóga eir einbeitingu, styrkir líkama og innri líæri, örvar blóðæði líkamans. Jóga er fyrir alla. Skráning er han í síma 897-5774 eða á netfanginu jogamedagustu@gmail.com veislur@simnet.is, Sími: 421 4797, 861 3376 MINNUM Á HJÓNABAKKANA OG ÞORRAVEISLUR FYRIR STÆRRI OG SMÆRRI HÓPA LOFTRÆSIKERFI VIÐHALD OG ÞJÓNUSTA Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið: „Viðhald og þjónusta loftræsikerfa“. Verkið felst í viðhaldi, eftirliti og þjónustu á loftræsikerfum í skólum, leikskólum og íþróttamannvirkjum Reykjanesbæjar. Helstu magntölur og stærðir pr. ár eru eftirfarandi: Loftsíur 176 stk Blásarar 72 stk Hitaelement 227 stk Ristar og dreifarar 1680 stk Þakblásarar 60 stk Reiknað er með að farið verði þrisvar sinnum á ári yfir loftræsikerfi á hverjum stað. Útboðsgögn (geisladiskur eingöngu) verða seld á Verkfræðistofu Suðurnesja að Víkurbraut 13, Reykjanesbæ á kr. 5.000,- frá og með fimmtudeginum 19. janúar, 2012. Tilboð verða opnuð á sama stað, miðvikudaginn 25. janúar, 2012, kl. 11:00. Umhverfis- og skipulagssvið Reykjanesbæjar Grindvíkingar hafa fengið góðan liðsauka því Ryan Pettinella mun leika með liðinu út tímabilið. Grindavík, sem trónir á toppi Iceland Express deildar karla, mun því leika með þrjá erlenda leikmenn það sem eftir lifir tímabils því nú þegar leika þeir Giordan Watson og J´Nathan Bullock með liðinu. Það vekur athygli að Grindvíkingar þurfa ekki að greiða krónu fyrir þjónustu Pettinella en nýverið kom fjársterkur aðili að máli við körfuknattleiksdeildina og bauðst til þess að bjóða Grindvíkingum leikmanninn að kostnaðarlausu. Grindvíkingar eru nú þegar líklega með sterkasta lið deildarinnar og segir Helgi Jónas Guðfinnsson, þjálfari Grindavíkur, að koma Pett- inella hafi verið óvænt. „Þetta kom óvænt upp, við vorum ekki að leita okkur að liðsstyrk því það er ekki eins og liðið hafi verið að spila illa. Við fórum vel yfir þetta og ræddum þetta vel innan liðsins. Strákarnir tóku vel í það að fá hann aftur,“ segir Helgi Jónas. Grindvíkingar eru með fjögurra stiga forystu á toppi Iceland Ex- press deildarinnar og eru gríðar- lega vel mannaðir. Liðið datt út úr Powerade-bikarnum fyrir skömmu eftir tap gegn KR en liðið ætlar sér Íslandsmeistaratitilinn. Koma Pettinella getur varla skaðað þann málsstað. Helgi segist þó skilja að hann fái gagnrýni fyrir að bæta við þriðja erlenda leikmanninum. „Ég skil það vel en hvaða þjálfari í minni stöðu hefði hafnað þessu til- boði? Hann stóð sig framar björt- ustu vonum á síðustu leiktíð. Hann hefur ekki spilað körfubolta í vetur en ég veit að hann er búinn að vera í ræktinni. Það kemur svo í ljós í hversu góðu formi hann er í,“ sagði Helgi í samtali við Víkurfréttir. Pettinella var með 14,6 stig að meðaltali í leik á síðustu leiktíð í Iceland Express deildinni og tók 11,3 fráköst. Hann mun vafalaust hjálpa liðinu í varnarleiknum og er einnig afar drjúgur undir körfunni í sóknarleiknum. Grindvíkingar með þriðja útlendinginn Keflavíkurstúlkur fá liðsstyrk í lokaátökin Kvennalið Keflavíkur hefur styrkt sig fyrir lokaátökin í Iceland Express deild kvenna, ólíkt karlaliðinu. Shanika Butler hefur gengið til liðs við Keflavík- urstúlkur og er henni ætlað að styrkja liðið enn frekar fyrir kom- andi baráttu í bikarkeppninni og Íslandsmótinu. Shanika Butler hefur síðustu fjögur tímabil spilað með háskólaliði Little Rock Arkansas; UALR Trojans með góðum árangri. Hún var m.a. valin varnarmaður ársins í Sun Belt deildinni á síðasta tímabili, en Shanika skoraði að meðaltali 7,6 stig í leik á síðasta tímabili, hirti 4,4 fráköst og gaf 5 stoðsendingar.

x

Víkurfréttir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.