Víkurfréttir - 13.09.2012, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGURINN 13. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR4
Leiðari Víkurfrétta
Hilmar Bragi Bárðarson, fréttastjóri
vf.is
Ekki er vika án Víkurfrétta - sem koma næst út fimmtudaginn 20. september 2012. Bókið auglýsingar í síma 421 0001 eða fusi@vf.is
Veðurofsinn og sjálfboðaliðarnir
Fyrsta haustlægðin kom með
hvelli. Segja má að hamfarir hafi
orðið á Norðurlandi þar sem stór
svæði hafa verið meira og minna
rafmagnslaus eftir að rafmagnsstaurar
brotnuðu eins og eldspýtur undan þungum
raflínum sem ísing hafði sest á í norðanbál-
inu. Almannavarnaástandi var lýst yfir í
Mývatnssveitinni, enda mörg þúsund fjár
enn á fjöllum og víða hafði sauðfé fennt í
kaf. Bændur og björgunarsveitir hafa lagt
nótt við dag að bjarga fé. Snjóflóðastangir hafa verið notaðar
til að finna skjáturnar sem eru margar á kafi í snjó. Því miður
er þó nokkuð um dauð dýr en allt kapp var lagt á það í gær að
koma dýrum í hús en talið var að allt að 12.000 fjár væru enn á
fjöllum og ekki vitað um afdrif þess.
Á sama tíma hefur bændum gengið illa að mjólka, bæði vegna
rafmagnsleysis og þá hefur ófærð komið í veg fyrir að mjólkur-
bílar kæmust á bæi til að sækja mjólkina. Fiskvinnslufyrir-
tæki á þessu landsvæði voru einnig á hálfum afköstum vegna
rafmagnsskorts og þar er talað um milljóna tjón. Þetta hafa
verið sannkallaðar hamfarir fyrir norðan og það í fyrri hluta
september. Ferðamannatíminn ekki búinn og svo virðist sem
veðurguðirnir hafi ákveðið að sleppa haustinu og skella bara
á hörðum vetri.
Í öllum þessum fréttum af veðurham og
björgunaraðgerðum honum tengdum eru
sjálfboðaliðar Slysavarnafélagsins Lands-
bjargar í framvarðasveitinni. Fólk sem
leggur mikið á sig í verðmætabjörgun og
þar er ekki spurt að því hvort það sé dagur
eða nótt. Sjálfboðaliðarnir hafa þegar þetta
er skrifað unnið dögum saman í leit og
björgun fyrir norðan. Þetta fólk tekur sér frí
frá vinnu til að sinna björgunarstörfum.
Ekki hefur ennþá komið til þess að
björgunarlið frá Suðurnesjum hafi farið norður en á Suður-
nesjum eru vel búnar björgunarsveitir sem geta unnið við
erfiðar aðstæður. Sem dæmi um það hversu öflugar björgunar-
sveitir eru á Suðurnesjum, þá eru fjórir björgunarsveitarmenn
úr Reykjanesbæ nú staddir norðanlega á Grænlandi að taka
þátt í umfangsmikilli alþjóðlegri björgunaræfingu þar. Mikið
af búnaði var flutt frá Björgunarsveitinni Suðurnes með her-
flutningavél frá Keflavíkurflugvelli til Meistaravíkur á Græn-
landi. Þar verður svo æft næstu daga fyrir norðan dúk og disk,
eins og það var orðað við blaðamann.
Nú þegar veturinn er á næsta leiti er fólk hvatt til að hugsa
til björgunarsveitanna og þeirra sjálfboðaliða sem þar starfa.
Framundan eru mikilvægir tímar í fjáröflun þessara sveita.
Hugsum til björgunarsveitanna.
Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is.
Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem
er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram
á vef Víkurfrétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á
þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á
miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um
einn sólarhring.
Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is.
Aðsendar greinar birtast á vef Víkurfrétta, vf.is. Það er mat
ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prentaðri útgáfu
blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir,
hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta.
Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319
Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000
Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is
Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is
Eyþór Sæmundsson, sími 421 0002, eythor@vf.is
Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is
Víkurfréttir ehf.
Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is
Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006
Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is
og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is
Landsprent
9000 eintök.
Íslandspóstur
www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is
Útgefandi:
Afgreiðsla og ritstjórn:
Ritstjóri og ábm.:
Fréttastjóri:
Blaðamaður:
Auglýsingadeild:
Umbrot og hönnun:
Auglýsingagerð:
Afgreiðsla:
Prentvinnsla:
Upplag:
Dreifing:
Dagleg stafræn útgáfa:
Góð skólabyrjun
Nú er skólastarf hafið á nýju skóla-
ári og er ekki hægt að segja annað
en að skólabyrjunin hafi gengið
vel. Það er gaman að sjá hve tilbúin
börnin eru að hefja skólaárið og
foreldrar hafa sem fyrr sýnt í verki
að þeir hafa áhuga á skólagöngu
barna sinna. Mæting þeirra þegar
skólinn er settur er mikil og gefur
það okkur sem í skólanum störfum
aukinn kraft að sjá samstöðuna
sem er að skapast í skólasamfélag-
inu okkar.
Upphaf skólastarfsins krefst mik-
illar vinnu ef vel á að vera. Því
betur sem skólastarfið er skipulagt
og undirbúið því meiri von er á ár-
angursríkum skólavetri. Kennarar
og aðrir starfsmenn hefja undir-
búning í skólanum 15. ágúst en þá
þegar eru margir búnir að vera á
námskeiðum eða málþingum um
skólastarf. Nemendur komu svo í
skólann 22. ágúst.
Vegna góðs undirbúnings starfs-
fólks og þess hve tilbúnir nem-
endur voru að hefja skólastarfið
fór það mjög vel af stað. Það hve
tilbúnir nemendur voru stafar
sennilega að miklu leyti af jákvæðu
viðhorfi foreldra, viðhorf og áhugi
foreldra hefur mjög mótandi áhrif
á börnin.
Nú hefur skapast sú hefð að fyrsta
skóladaginn fer fram æfing í öllum
skólanum í PBS. Það er eins og
margir vita stuðningur við jákvæða
hegðun og hefur það mikil áhrif á
að skapa þann jákvæða anda sem
er svo mikilvægur í skólastarfinu.
Þriðjudaginn 4. september fóru svo
allir kennarar í Holtaskóla, Myllu-
bakkaskóla og Njarðvíkurskóla (en
þessir skólar eru allir með PBS)
á fyrirlestur um bekkjastjórnun í
anda PBS.
Fastur hluti af skólaupphafi í
Reykjanesbæ er þátttaka í setningu
Ljósanætur. Þá mæta nánast öll
börn í bæjarfélaginu við Myllu-
bakkaskóla og þar fer fram stutt
setningarathöfn. Þessi atburður
heppnaðist sérstaklega vel í ár enda
komin reynsla á framkvæmdina. Í
ár var tekin upp sú nýbreytni að tvö
börn úr hverjum skóla mynduðu
lítinn kór sem leiddi fjöldasönginn
en hefð er að syngja Ljósanætur-
lagið og Meistara Jakob á nokkrum
tungumálum.
Haustið er tími mikilla fundar-
halda í skólum. Það er mikilvægt
því við öll sem skólasamfélaginu
tilheyrum þurfum að vita hvað er
framundan og til hvers er ætlast
af okkur. Í Holtaskóla hefur sam-
skiptadagur nú þegar farið fram.
Á þeim degi koma foreldrar með
börnum sínum í viðtöl við kennara
og þá settu m.a. margir nemendur
sér markmið til að vinna að í vetur.
Nú í vikunni voru svo sérstakir
Við setningu Ljósanætur.
Unga fólkið okkar er almennt til fyrirmyndar, hér eru útskriftarnemendur Holtaskóla sl. vor.
Holtaskóli er samfélag sem einkennist
af virðingu, ábyrgð, virkni og ánægju
kvöldfundir með foreldrum hvers
árgangs. Þessir fundir hafa verið
haldnir undanfarin ár og verið vel
sóttir af foreldrum. Þessir fundir
eru mikilvægir til að allir aðilar
geti stillt saman strengi sína strax í
upphafi skólaársins. Innan skamms
verður svo námskeið fyrir foreldra
nemenda í 1. bekk þar sem farið
verður yfir það hvernig foreldrar
geta sem best staðið að lestrar-
þjálfun barna sinna heima, en við
teljum nauðsynlegt að nemendur
fái góðan stuðning við lestrarnámið
strax í upphafi. Í þeim tilvikum
þar sem erfitt er að veita þennan
stuðning heima munum við halda
áfram að njóta stuðnings frá „Lestr-
arömmum“ en sú nýbreytni hófst í
fyrra og gaf mjög góðan árangur.
Í næstu viku verða svo samræmd
könnunarpróf í íslensku og stærð-
fræði í 4., 7. og 10. bekk auk ensku
í 10. bekk.
Árangur okkar hér á Suðurnesjum
hefur oft verið mun lakari en við
hefðum viljað sjá. Allir skólar
eiga dæmi um góðan árangur en
stöðugleiki hefur ekki verið mikill
nema í einum skóla, Heiðarskóla,
sem hefur staðið upp úr hér á þessu
svæði.
Glögg merki eru þó farin að sjást
um bættan árangur á fleiri stöðum.
Af sjö könnunum eru t.d. nem-
endur Holtaskóla yfir meðaltali í
fjórum og í tveimur könnunum
eru nemendur í Reykjanesbæ þ.e.
meðaltal allra skólanna í bænum
komið yfir landsmeðaltal. Þetta
er góður árangur og greinilegt að
sóknarhugur er í fólki.
Við sjáum á þessu að það er hægt að
bæta árangurinn en svona árangur
næst ekki nema allir, nemendur,
kennarar og starfsfólk skóla og ekki
síst foreldrar taki höndum saman.
Afmælisár
Gagnfræðaskólinn í Keflavík var
fyrst settur í október 1952. Nú eru
því liðin 60 ár frá upphafi skólans.
Þeir eru ófáir íbúarnir sem hafa
stundað nám í þessum skóla sem
fékk nafnið Holtaskóli árið 1982
þ.e. fyrir 30 árum. Allt til ársins
1999 voru einungis eldri bekkir
grunnskólans í skólanum en skóla-
árið 1999-2000 hafa allir árgangar
grunnskólans stundað nám við
skólann. Þessi tímamót munu á
margvíslegan hátt setja svip sinn á
skólastarfið í vetur.
Að lokum vonumst við til að skóla-
árið 2012-2013 verði gleðilegt og
árangursríkt. Það eru sameiginlegir
hagsmunir okkar allra sem hér
búum að skólastarf gangi sem best.
Þjónustuheim-
sóknir í Garð og
Voga á vegum
Landsbankans
Líkt og boðað hefur verið mun Landsbankinn áfram veita
þeim íbúum í Garði og Vogum
sem ekki geta sótt bankaviðskipti
út fyrir bæinn, þjónustu í heima-
byggð þó dregið verði úr starfsemi
bankans á þessum stöðum.
Þar er einkum um að ræða þjónustu
við eldri borgara, starfsmenn fyrir-
tækja sem ekki eiga heimangengt
vegna starfa sinna og þá aðra sem
ekki geta nýtt sér rafrænar lausnir í
bankaviðskiptum.
Bankinn veitir víða um landið
þjónustu með sambærilegum
þjónustuheimsóknum og hafa þær
mælst vel fyrir þar sem þær hafa
verið reyndar.
Þjónustuheimsóknir í Voga
verða með eftirfarandi hætti:
Starfsfólk útibúsins í Reykjanesbæ
mun sjá um þjónustuheimsóknir
Landsbankans í Voga. Þjónustan
verður í Álfagerði, íbúðakjarna
aldraðra, að Akurgerði 25 alla
mánudaga og miðvikudaga milli kl.
14:00 og 16:00. Hraðbanka verður
einnig komið upp í verslun N1 í
Vogum. Þar er opið frá 7.30 til kl.
20.00 á kvöldin virka daga, laugar-
daga frá 10.00 - 20.00 og sunnudaga
frá 12.00 - 18.00.
Þjónustuheimsóknir í Garði
verða með eftirfarandi hætti:
Starfsfólk útibúsins í Reykjanesbæ
og afgreiðslu bankans í Sandgerði
mun sjá um þjónustuheimsóknir
Landsbankans í Garði. Þjónustan
fer fram í afgreiðslu bankans að
Sunnubraut 4 alla þriðjudaga og
föstudaga milli kl. 14:00 og 16:00.
Hraðbanki er fyrir í Garði og að-
gangur að honum allan sólarhring-
inn.
(Fréttatilkynning
frá Landsbankanum.)