Víkurfréttir - 13.09.2012, Page 8
FIMMTUDAGURINN 13. SEPTEMBER 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
Fjölskyldan samanstendur af föður,
móður og þremur börnum og koma
þau frá Alsír. Foreldrarnir vildu
forðast ofbeldi og óöryggi sem þau
upplifðu í heimalandi sínu Alsír og
flúðu til Íslands með börnin þeirra
þrjú sem eru níu ára og yngri. Fjöl-
skyldan kom saman til Íslands
fyrir ári síðan og sótti um hæli hér
á landi. Foreldrarnir Badreddine
og Nesma vildu skapa stöðugleika
fyrir börnin sín Nesrine, Nouredd-
ine og Nada og ákváðu að yfirgefa
fjölskyldur sínar í Alsír til þess að
eiga kost á betra lífi.
Fjölskyldan bjó fyrsta mánuðinn á
Íslandi á Fit Hostel og segja hjónin
dvölina þar hafa verið allt í lagi,
aðstaðan var fín þrátt fyrir að það
hafi verið ansi þröngt á þingi hjá
fimm manna fjölskyldunni þar sem
þau deildu öll einu herbergi. Eftir
mánuð fluttu þau í íbúð á Sjávar-
götu en voru síðan færð í íbúð í
Innri-Njarðvík. Þar líður fjölskyld-
unni mjög vel, það er nóg pláss og
húsgögnin hafa þau fengið hjá Fjöl-
smiðjunni og slíkum stöðum þar
sem hægt er að fá notuð húsgögn
fyrir lítinn pening.
Fjölskyldan bíður nú eftir að
Útlendingastofnun úrskurði um
hælisumsókn þeirra en þeim hefur
verið sagt að vænta megi úrskurðar
eftir um fjóra mánuði. Þau eru
þolinmóð en Badreddine segist
gjarnan vilja vinna og vonast til
þess að fá hæli hér á landi svo að
hann geti sótt um vinnu til þess
að geta framfleytt fjölskyldunni á
eigin vegum.
Hjónin segja mjög vel hugsað um
hælisleitendur í Reykjanesbæ og
að þau séu þakklát fyrir þá aðstoð
sem þau fá. Fjölskyldan nýtir sér þá
þjónustu sem bærinn býður upp á,
en Reykjanesbær er með samning
við ríkið um að þjónusta hælis-
leitendur hér á landi. Þau segjast
gjarnan fara í sund, nota strætó,
fara á bókasafnið og í líkamsrækt.
Aðalatriðið er þó að börnin fá að
fara í leikskóla og skóla og una þau
sér vel á Akri og í Akurskóla. Börnin
hafa öll lært íslensku í skólanum og
tala þau málið nánast lýtalaust eftir
ársdvöl hér á landi. Á heimilinu er
töluð arabíska og hjónin tala einnig
frönsku sín á milli.
Aðlögun fjölskyldunnar að nýjum
og ókunnum aðstæðum á Íslandi
hefur gengið prýðilega að sögn
hjónanna og segjast þau hafa eign-
ast íslenska vini en Nesma hefur
t.d. nýtt sér þjónustu Virkjunar
á Ásbrú og lært að prjóna og í
leiðinni kynnst íslenskum konum
sem þangað mæta. Íslendinga segja
þau mjög vingjarnlega þjóð og hafa
þau aldrei orðið fyrir fordómum.
Börnin una sér vel og finnst hjón-
unum gott að þau geti leikið sér
úti frjáls. Systkinin hafa gaman af
íþróttum og spila gjarnan fótbolta
og stunda sund.
Eftir ársdvöl á Íslandi vill fjöl-
skyldan hvergi annars staðar vera
og börnin taka undir það og segjast
ekki vilja fara aftur til Alsír, þau
séu svo ánægð á Íslandi. Börnin
finna ekki fyrir biðinni sem for-
eldrarnir upplifa á hverjum degi.
Badreddine og Nesma segja þeirra
einu ósk vera að fá tækifæri til þess
að standa á eigin fótum hér á landi.
Þau bíða þolinmóð í von um að fá
dvalarleyfi og halda í vonina um að
fá að ala upp börnin sín í því örugga
umhverfi sem Ísland státar af.
Þrettánda Ljósanótt í Reykjanesbæ tókst með miklum ágætum en tug-
þúsundir nutu fjölbreyttrar menningar-
og skemmtidagskrár í fjóra daga í Reykja-
nesbæ. Talið er að um 20.000 manns hafi
verið á hátíðarsvæði Ljósanætur þegar hún
náði hámarki laugardagskvöldið 1. sept-
ember en þá fóru fram stórtónleikar sem
lauk með glæsilegri flugeldasýningu.
Valgerður Guðmundsdóttir menningar-
fulltrúi Reykjanesbæjar hefur í mörgu að
snúast í aðdraganda Ljósanætur enda í mörg
horn að líta. Þó svo Ljósanæturhátíðinni sé
nýlokið þá er vinnan við næstu hátíð þegar
hafin. Víkurfréttir tóku Valgerði tali eftir há-
tíðina og fyrsta spurningin var auðvitað um
hvernig til hafi tekist.
„Ég er nú frekar hjátrúarfull og gat því búist
við öllu á þessari þrettándu Ljósahátíð en
ég hef einmitt verið viðloðandi Ljósanótt
frá fyrstu tíð og því var talan 13 líka tengd
mér persónulega, ekki bara hátíðinni! Það
var því gleðileg reynsla að upplifa eina bestu
hátíð frá byrjun einmitt þessa helgi og það
jafnvel þó veðrið væri frekar að stríða okkur.
Tala 13 er nú orðin happatala hjá mér“.
- Hversu mikil vinna liggur að baki svona
hátíð hjá bæjarfélaginu?
„Mjög mikil vinna hjá mjög mörgu fólki
liggur að baki svona hátíð. Auk starfsmanna
bæjarfélagsins sem koma frá öllum sviðum
bæjarins, kemur stór hópur að undirbún-
ingnum, bæði launaðir starfsmenn og ólaun-
aðir sjálfboðaliðar. Flest menningarfélögin
eru t.d. með uppákomur í tengslum við há-
tíðina, bæði tónleika og sýningar. Íþrótta- og
tómstundafélögin skila líka sínu t.d. sjá skát-
arnir og lúðrasveitin um árgangagönguna og
sameiginlegur hópur frá körfunni í Njarðvík
og Keflavík sér um sölutjöldin og þar með
alla sölu á hátíðarsvæðinu. Björgunarsveitin
sér um gæsluna og flottustu flugeldasýningu
landsins, fyrirtækin í bænum sjá um ýmsar
uppákomur ásamt fjármögnun með styrkjum,
lögreglan og Brunavarnir Suðurnesja sjá um
sitt og þannig má lengi telja og þið hjá Víkur-
fréttum gerið t.d. ykkar í öflugri kynningu á
hátíðinni og viðburðum hennar“.
- Hver er aðkoma þín að Ljósanótt. Hver
eru þín stærstu verkefni?
„Ég telst framkvæmdastjóri hátíðarinnar
og er því nokkurs konar samræmingaraðili,
reyni að sjá til þess að allt gangi upp og nóg
sé í boði fyrir gesti og gangandi. Með mér
starfar hins vegar ótölulegur fjöldi fólks eins
og ég nefndi áðan, þéttur og reynslumikill
mannskapur sem gerir það að verkum að
þessi hátíð er ein sú besta á landinu. Þetta er
hópavinna eins og hún best getur orðið“.
- Hverju finnst þér Ljósanótt skila fyrir
bæjarbúa?
„Jákvæðasta hliðin á Ljósanótt er sú að hinn
almenni bæjarbúi tekur svo mikinn þátt.
Margir eru hluti af sýningunum, tónleik-
unum eða öðrum skipulögðum viðburðum
en svo eru það líka hinir sem taka þátt með
því að mæta og njóta, bjóða gestum í súpu,
ganga í árgangagöngunni o.s. frv. Það kom
svo vel í ljós á þessari 13. hátíð að vont veður
getur ekki einu sinni haldið okkar fólki
heima, það mætir hvernig sem veðrið er og
er stolt af bænum sínum og þar með af sjálfu
sér og það er nú aldeilis jákvætt“.
- Hvað fannst þér áhugaverðast á Ljósanótt
í ár?
„Auðvitað ætti ég að nefna fjölda menn-
ingarviðburða sem gera Ljósanótt svo ein-
staka meðal bæjarhátíða landsins en við
erum orðin svo vön því, að það þarf ekki
að nefna það sérstaklega í sambandi við
hátíðina í ár. Það sem ég ætla að draga sér-
staklega fram núna er glæsilegasta flug-
eldasýning sem haldin hefur verið á Íslandi,
bæði fyrr og síðar! Sprengjudeild Björg-
unarsveitarinnar er sú al-öflugasta sem um
getur og með aðstoð HS Orku nutum við
einhvers galdurs sem var engu líkur. Þvílíkt
sjónarspil!“.
- Tókst þér að skoða margar sýningar/við-
burði?
„Með smá skipulagi tókst mér að sjá margar
sýningar en ekki þó allar og ekki komst ég
heldur á alla tónleikana. Það er bara þannig
á Ljósanótt að það nær enginn öllu og það er
bara allt í lagi. Sem betur fer heldur menn-
ingin í bænum áfram eftir Ljósanótt og því
ekki síðasta tækifærið þessa helgi“.
- Fáein orð um sýninguna „Allt eða ekk-
ert“. Þarna er rjóminn af myndlist heima-
manna, ekki satt?
„Sá siður hefur skapast á undanförnum
árum að heimafólk er alltaf í fyrirrúmi á
Ljósanótt, bæði í Listasafninu og annars
staðar. Í ár tókst einstaklega skemmtilega til
með stórri samsýningu listamanna af svæð-
inu og á þessari sýningu má glögglega sjá
gróskuna og kraftinn sem býr í listafólkinu
okkar. Verkin eru svo ólík og listamenn-
irnir líka en einhvern veginn tekst að skapa
þarna veröld sem er engu lík. Sýningin er
opin til 21. október þannig að ég hvet fólk til
að koma og sjá með eigin augum hvað við
eigum flotta listamenn“.
Valgerður vill koma á framfæri þakklæti
til þeirra fjölmörgu sem tóku þátt í undir-
búningnum, bæði nánasta samstarfsfólki hjá
bænum og allra hinna sem eiga svo stóran
þátt í að gera Ljósanótt að því sem hún er,
bestu menningar- og fjölskylduhátíð lands-
ins. „Það er svo gaman að vinna að góðu
verkefni með góðu fólki,“ sagði Valgerður
að lokum.
Texti: Hilmar Bragi
›› Málefni hælisleitenda í Reykjanesbæ:
Fimm manna
fjölskylda frá Alsír
mjög ánægð á Íslandi
Víkurfréttir hafa undanfarnar vikur fjallað um málefni hælis-leitenda í Reykjanesbæ í þeirri von um að fræða almenning um
stöðu þeirra einstaklinga sem ákveða að flýja heimaland sitt og vilja
setjast að á Íslandi. Flestir þeir sem koma hingað eiga það sameiginlegt
að vilja búa við öryggi og er það aðalþátturinn sem dregur fólk sér-
staklega til Íslands. Til að ljúka umfjölluninni vildum við skyggnast inn
í líf hælisleitanda í Reykjanesbæ og heimsótti blaðamaður Víkurfrétta
fimm manna fjölskyldu frá Alsír sem býr í Innri-Njarðvík en þar voru
móttökur hlýlegar og heimalagað alsírskt bakkelsi á boðstólum.
Talan 13 orðin happatala
›› Þrettánda Ljósanótt í Reykjanesbæ tókst með miklum ágætum:
- segir Valgerður Guðmundsdóttir menningarfulltrúi Reykjanesbæjar.