Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 2
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR2 FRÉTTIR VIKUNNAR n Mæta Fljótsdalshéraði í Útsvari á morgun: n Rýnihópur um málefni aldraðra í Garði: Útg erð Tólf Tún- fiska Túr Skipverjar á Stafnesi komu til Grindavíkur á föstu- dagskvöld með 12 túnfiska sem veiddust eftir fimm daga túr. Skipið var að veiðum um 200 mílur suður af Reykjanesi. Aflinn fer á markaði í Japan, en mjög hátt verð er greitt fyrir túnfisk í Japan. Stafnes er eini íslenski bátur- inn sem stundar túnfiskveiðar um þessar mundir. Hins vegar stunda japönsk skip túnfisk- veiðar á svipuðum slóðum. Í síðasta túr veiddi báturinn fjóra fiska, en heldur gekk betur í annarri veiðiferðinni. Fiskarnir eru allir um 2 metrar á lengd og um 200 kíló að þyngd. ÚTSVAR Styðjum okkar lið í Útsvari. Baldur, Hulda og Erik Olaf, gangi ykkur vel. LISTASAFN REYKJANESBÆJAR Sýningin Ásýnd fjarskans, ný málverk Þorbjargar Höskuldsdóttur. Opið virka daga kl. 12:00 - 17:00, helgar kl. 13:00 - 17:00. ATVINNA HÁALEITISSKÓLI Kennari óskast til starfa við Háaleitisskóla Starfssvið: Kennsla á miðstigi 70 % staða. Menntunar- og hæfniskröfur: Kennaramenntun og réttindi til kennslu í grunnskóla. Góð mannleg samskipti. Umsóknarfrestur er til 15. nóvember 2012. Upplýsingar gefur Ásgerður Þorgeirsdóttir skólastjóri í s. 4203000/8632426 og/eða Anna Sigríður Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri í s. 4203052/6945689. Sækja skal um starfið rafrænt á vef Reykjanesbæjar http://www.reykjanesbaer.is/stjornkerfi/laus-storf Háaleitisskóli á Ásbrú er rekinn sem útibú frá Njarðvíkurskóla. Í Háaleitisskóla er lögð áhersla á menntun og mannrækt, árangursríkt skólastarf og stuðning við jákvæða hegðun. Sjá nánar um skólann á njardvikurskoli.is/Háaleitisskóli. Útsvar Reykjanesbær tekur að vanda þátt í Útsvari, spurninga- keppni sjónvarpsins og sendir sterkan hóp eins og áður. Í liðinu eru þau Baldur Guðmundsson og Hulda G. Geirsdóttir sem eru orðin okkur að góðu kunn, enda tekið þátt í slagnum í nokkur ár og alltaf staðið sig vel. Þriðji liðsmaðurinn er ungliðinn Erik Ólaf Eriksson, sem er þó ekki að taka sín fyrstu skref í spurninga- keppnum heldur var hann lengi öflugur í spurningakeppnum framhaldsskólanna hér áður fyrr á árunum. Liðið hefur unnið ötullega að undir- búningi keppninnar síðustu vikur og hér má sjá hópinn ásamt bæjar- stjóra sem kíkti við þegar liðið var við æfingar. Fyrsti slagurinn verður 2. nóvember þegar Reykjanesbær mætir liði Fljótsdalshéraðs og eru Reyknesingar hvattir til að fylgja hópnum í sjónvarpssal en þeir sem ekki komast með, munu senda góðar hugsanir og baráttukveðjur. n Rýnihópur um málefni aldr-aðra og fatlaðs fólks í Garði hefur átt nokkra fundi þar sem farið hefur verið yfir stöðu mála. Farið var yfir stöðu aldraðra í Garðinum og hvernig rýnihópur- inn vill sjá framtíð Garðvangs. „Við viljum halda Garðvangi, en hvernig starfsemin þar ætti að vera þarf að athuga mjög vandlega. Garðvangur er mikilvægur vinnu- staður í Garðinum og þaðan kemur þjónusta við aldraða m.a. varðandi heimsendan mat,“ segir í fundar- gerð hópsins. Vinna þarf áfram í samstarfi við önnur sveitarfélög um uppbygg- ingu þjónustu við aldraða á Suður- nesjum, segir rýnihópurinn. „Litlar einingar í hverju sveitar- félagi virðast okkur góður kostur,“ segir jafnframt í fundargerð rýni- hópsins. n ERTU Á ALDRINUM 16-25 ÁRA? LÍÐUR ÞÉR ILLA ANDLEGA? ERTU MEÐ SPURNINGAR VARÐANDI KYNSJÚKDÓMA OG/EÐA GETNAÐARVARNIR? HEFURÐU ÁHYGGJUR AF EIGIN ÁFENGIS- OG/EÐA FÍKNIEFNANEYSLU? ERTU MEÐ LÍTIÐ SJÁLFSÁLIT? ER LÍFIÐ ERFITT? Ef þú ert með einhverjar spurningar eða vandamál sem þig langar að ræða um og reyna í sameiningu að fá úrlausn á þá endilega sendu okkur tölvupóst á ungmenni@hss.is. Hjúkrunarfræðingur mun svara þér innan 48 klukkustunda og hjálpa þér að nna lausn á þeim vanda sem þú ert að glíma við. Um er að ræða gjaldfrjálsa þjónustu og ekki þarf að gefa upp kennitölu eða aðrar persónurekjanlegar upplýsingar. Engar spurningar eru asnalegar eða ekki þess virði að spyrja þær. Sendu okkur frekar póst en að sleppa því, það borgar sig. UNGMENNAÞJÓNUSTA HEILBRIGÐISSTOFNUNAR SUÐURNESJA Áfram reykjanesbær! litlar einingar í hverju sveitar- félagi virðast góður kostur M y n d : J ó h a n n B er th el se n Oddur sæmundsson með fallegan túnfisk. Vilja póstnúmer Sand- gerðis við Leifsstöð Bæjarráð Sandgerðis bendir á að heimilisföng á flug- vallarsvæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar eru skráð að 235 Reykjanesbæ þrátt fyrir staðsetn- ingu þeirra í Sandgerðisbæ. Hefur bæjarstjóra Sandgerðis verið falið að leita leiðréttingar á þessu hjá viðeigandi stofnunum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.