Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 12
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR12 Marta kom að máli við Víkurfréttir vegna út- gáfu þessarar nýju bókar í haust og óskaði eftir samstarfi um bókaútgáfuna við starfsmenn Víkurfrétta. Hugmyndinni var vel tekið. Þetta er fyrsta íslenska bókin sem bæði Marta og Víkur- fréttir gefa út og er söguleg skáldsaga sem gerist í Keflavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar. „Höfundur rifjar upp og segir skemmtilega frá daglegu lífi barnanna í götunni þar sem hún bjó. Þetta eru minn- ingar um horfna veröld, þar sem skapandi kraftur barnanna sá um að skemmta þeim sjálfum daglangt á sumrin“, eins og segir á baksíðu bókarinnar. Í formála bókarinnar skrifar Marta; „Ég fæddist 1. maí árið 1961 og er uppalin í Keflavík, í bæjarsamfélagi sem hafði mikil og sterk áhrif á mig sem ein- stakling. Þegar ég var að alast upp þá var Keflavík lítill og litríkur bær, þar sem ameríska herstöðin veitti af allsnægtum sínum inn í bæjarfélagið okkar. Íslendingar flykktust margir til að búa nálægt hersvæðinu vegna þeirrar atvinnu, sem ameríski herinn veitti íslensku fólki. Herinn hafði mikil áhrif á okkur, sem bjuggum í Keflavík, í gegnum tónlist, sjónvarp, enska tungu og auðvitað í gegnum hermennina sjálfa, sem leigðu húsnæði niðri í bæ hjá okkur Ís- lendingunum. Þeir bjuggu annars inni á afgirtu svæði sem nefndist Völlurinn. Keflvískir unglingar urðu fyrir svo miklum áhrifum af tónlistarmenningu kanaút- varpsins, að bærinn þróaðist í að verða vagga íslenskra popptón- listarmanna. Það mætti kannski kalla Keflavík, Liverpool okkar Ís- lendinga, því unglingahljómsveitir spruttu þar upp eins og gorkúlur. Það hefur oft verið talað um ástandið og íslensku konurnar sem hermennirnir heilluðu upp úr skónum. Litlar keflvískar stúlkur heilluðust einnig af Ameríkönunum en á allt annan hátt. Þær heilluðust aðallega af litlum börnum hermannanna, sem þær vildu óspart fá að passa fyrir foreldrana amerísku“. Við á Víkurfréttum vildum forvitnast nánar um tilurð þessarar nýju bókar og lögðum nokkrar spurningar fyrir nýjustu skáldkonu okkar Íslendinga, hana Mörtu okkar Eiríks. Hvers vegna Mei mí beibísitt? Ja, það er nú saga að segja frá því. Sko ég hef haft rithöfund í leyni innra með mér alveg síðan ég var lítil stelpa. Ég var víst alltaf með pínulitla gormastílabók og skáld- aði sögur í hana. Ég man vel eftir þessari bók sjálf og sérstaklega eftir einu ævintýri sem ég byrjaði svona „Það var einu sinni út í skó“ og mamma mín spurði mig hvort ævintýrið ætti að gerast í skóm eða í skóg. Þá kannski sjö eða átta ára gömul gerði ég mér strax grein fyrir mikilvægi góðrar staf- setningar og hvað hún getur skipt sköpum þegar við skrifum. Svo ég kepptist við að hafa málfar mitt alltaf rétt upp frá þessum orðum mömmu. Ég lít sjálf á tungumál sem flæði og mér finnst stundum þegar ég er að skrifa, að ég sé að flétta orðum saman eins og þegar listmálari málar mynd eða ein- hver annar heklar teppi. Það er því orðalist hjá mér að skrifa! Bókin Mei mí beibísitt? sprettur úr æsku minni þegar ég var að alast upp í Keflavík með öllu þessu duglega fólki, sem byggði upp þennan bæ á árum áður. Keflavík var sprell- lifandi bær þar sem allsnægtir lífsins drupu af hverju strái vegna sjómennsku og amerísku her- stöðvarinnar. Þar var næg atvinna, það var gróska í menningarlífinu og mikil lífsgleði í fólkinu. Ég bý núna í Noregi og rétt áður en ég flutti út þá sá ég skemmti- legan sjónvarpsþátt hjá sjálfri Opruh Winfrey, þar sem hún hvatti fólk til að finna fram gamla ljósmynd af sjálfu sér, einhverja sem gladdi mann að horfa á. Svo átti maður að spyrja sig, hvað þessi litla manneskja vildi með líf sitt á árum áður. Hvaða hæfi- leikar bjuggu með henni þegar hún var lítil og saklaus? Ég fór og leitaði hjá mömmu minni að þessari mynd, sem nú prýðir forsíðu Mei mí beibísitt? því ég mundi eftir að hafa séð hana og fannst hún alveg týpískt ég! Marta litla gólandi og skemmtandi fólki í eldhúsinu gamla heima, ein lítil hnáta sem vildi gleðja aðra, fannst mér. Það má því kannski segja að Oprah Winfrey hafi veitt mér innblástur til að rifja upp gamla tíma hjá sjálfri mér og um leið opnað fyrir þessa nýju bók. Hvað ertu eiginlega að rifja upp í Mei mí beibísitt? Ég er að aðallega að rifja upp árin þegar ég var svona fimm til ellefu ára gömul og hvernig lífið í götunni minni var. Þarna var litríkur heimur fyrir okkur krakkana og aldrei dauð stund. Við kunnum ekki að láta okkur leiðast og vorum alltaf að leika okkur á götunni í allskonar leikjum, klifrandi í nýjum bygg- ingum og gerandi ýmislegt sem mátti og mátti ekki. Ameríkanar voru stór þáttur í lífi okkar á þessum árum, því í götunni okkar leigðu nokkrar kanafjölskyldur af Íslendingum. Við stelpurnar vorum duglegar að þefa uppi nýjar kanafjölskyldur, bönkuðum upp á þeim og vildum fá að passa börnin þeirra. Til þess að brjóta ísinn með Ameríkönunum notuðum við þessa gullsetningu okkar Mei mí beibísitt? sem varð yfirleitt líka lykillinn að amerísku sælgæti, því það voru oftast launin okkar fyrir barnapíustörfin hjá Kananum. Ég og æskuvinkonur mínar höfum oft rifjað upp þessa tíma og hlegið dátt að því sem við fundum upp á. Og afþví að mér finnst svo gaman að fá fólk til að hlæja með mér, þá datt mér í hug að fleirum þættu þessar æskuminningar okkar skemmtilegar, fróðlegar og fyndnar. Þess vegna vegna ákvað ég að skrifa þessa bók. Ætlarðu að vera með bóka- áritun og kynningar á bókinni Mei mí beibísitt? Já ég kem heim til Íslands í langt jólafrí þann fjórtánda nóvember og mun vera með bókakynningar á þessari bók og einnig Gyðju- bókinni minni ensku frá og með þeim degi. Ég mun koma fram hjá allskonar félögum sem vilja fá mig í heimsókn með upplestur úr nýju íslensku bókinni minni. Kannski kem ég fram í bókaversl- unum, á kaffihúsakvöldi einhvers staðar og fleira skemmtilegt! Það verður alla vegana fjör í kringum mig þar sem ég kem og segi frá þessari bók, það er alveg pott- þétt! Hún er þannig þessi bók að ég veit að fólk á eftir að hlæja mikið þegar það heyrir lesið upp úr henni eða les hana sjálft. Fyrsta bókakynningin á Mei mí beibísitt? verður laugardaginn 17. nóvember. Þá mun ég opna fyrsta eintak bókarinnar Mei mí beibísitt? og lesa upp úr henni fyrir gesti. Það eru allir hjartanlega velkomnir í þessa fyrstu bóka- kynningu okkar. Þarna verð ég einnig með áritun fyrir þá sem vilja tryggja sjálfum sér eintak af bókinni eða kaupa hana í jólagjöf handa ástvinum nær og fjær. Meir um þennan viðburð seinna. Bókin verður til sölu á skrif- stofu Víkurfrétta, hjá mér sjálfri og hjá Eymundsson. Þessi bók er tileinkuð mínum nánustu og um leið öllum íbúum Suður- nesja. Þetta er kærleiksóður til gamla bæjar míns Keflavíkur. Hvað er svo framundan hjá Mörtu Eiríksdóttur? Ef ég á að svara þessari spurningu í einlægni, þá verð ég að hleypa ykkur inn í minn helgasta leyndar- dóm. Já, það er nú hreinlega heimsreisa framundan með ensku Gyðjubókina mína! Mig langar til að ferðast um heiminn og segja konum alls staðar frá boðskapnum hennar, hvetja allar heimsins kon- ur til dáða. Til þessa ferðalags mun ég nota markaðs nafnið mitt erlenda The Dancing Eaglewoman from Iceland! Það verður sko stuð hjá okkur kvensum, því ég nota óspart dans og tónlist til að koma skilaboðum mínum á framfæri við konur. Það er bæði áhrifaríkt og gaman, því konur kunna að skemmta sér saman! Það er voða gaman að hafa metn- aðarfullt lífsmarkmið og ég leyfi mér oft að dreyma stórt. Þetta er einn af þessum stóru draumum mínum að fara í heimsreisu með viðtalið Hún hefur lengi verið viðloðandi skriftir, var meðal annars fastur penni hérna hjá okkur á Víkurfréttum í tæp tuttugu ár með létt og skemmtileg viðtöl við hvunndagshetjur á Suðurnesjum. Því kemur það ekki á óvart að Marta Eiríksdóttir skuli nú loks ákveða að gefa út bók og ekki bara eina, heldur gefur hún út tvær bækur árið 2012, eina á ensku og nú eina á íslensku einnig. Geri aðrir nýir rithöfundar betur! Bókina nýju nefnir Marta því frumlega nafni Mei mí beibísitt? RITHöFUndURInn MaRTa EIRÍKsdóTTIR Kápa nýjU bóKaRInnaR, MEI MÍ bEIbÍsITT?

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.