Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 4
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR4 PÁLL KETILSSONvf.is Víkurfréttir ehf., kt. 710183-0319 Krossmóa 4, 4. hæð, 260 Reykjanesbæ, sími 421 0000 Páll Ketilsson, sími 421 0004, pket@vf.is Hilmar Bragi Bárðarson, sími 421 0002, hilmar@vf.is Eyþór Sæmundsson, eythor@vf.is Jón Júlíus Karlsson, jjk@vf.is, GSM 849 0154 Sigfús Aðalsteinsson, sími 421 0001, fusi@vf.is Víkurfréttir ehf. Þórgunnur Sigurjónsdóttir, sími 421 0006, thorgunnur@vf.is Þorsteinn Kristinsson, steini@vf.is, sími 421 0006 Rut Ragnarsdóttir, sími 421 0000, rut@vf.is og Aldís Jónsdóttir, sími 421 0000, aldis@vf.is Landsprent 9000 eintök. Íslandspóstur www.vf.is, m.vf.is og kylfingur.is Útgefandi: afgreiðsla og ritstjórn: ritstjóri og ábm.: fréttastjóri: blaðamenn: auglýsingadeild: umbrot og hönnun: auglýsingagerð: afgreiðsla: Prentvinnsla: uPPlag: dreifing: dagleg stafræn Útgáfa: RITSTJÓRN RITSTJÓRNARBRÉF Tekið er á móti auglýsingum á póstfangið fusi@vf.is. Auglýsingar berist fyrir kl. 17 á þriðjudegi fyrir útgáfudag sem er almennt á fimmtudögum. Móttaka smáauglýsinga fer fram á vef Víkur-frétta, vf.is. Smáauglýsingar berist fyrir kl. 15 á þriðjudögum. Sé fimmtudagur frídagur þá kemur blaðið út á miðvikudögum og þá færist skilafrestur auglýsinga fram um einn sólarhring. Efni til Víkurfrétta skal sendast á póstfangið vf@vf.is. Aðsendar greinar birtast á vef Víkur-frétta, vf.is. Það er mat ritstjórnar hvaða aðsendu greinar birtast í prent- aðri útgáfu blaðsins. Ekki er greitt fyrir aðsent efni, texta eða myndir, hvort sem það birtist í blaðinu eða á vefsíðum Víkurfrétta. FORSETINN Í FORVÖRN Á SUÐURNESJUM Forsetahjónin áttu góðan dag á Suðurnesjum á forvarnar- daginn þegar þau heimsóttu Grunskóla Sandgerðis, Fjöl- brautaskóla Suðurnesja og Myllubakkaskóla. Eins og alltaf vekur heimsókn þeirra athygli og það var gaman að sjá hvað unga fólkið okkar tók vel á móti þeim. Tilefnið var stórt; vekja athygli á forvörnum gegn fíkni- efnum, áfengisneyslu og reykingum en árangur í þessum efnum hefur verið mikill á undanförnum árum og Íslendingar í fremstu röð. Forsetinn segir í viðtali við Vef-TV Víkurfrétta (á vf.is) að það sé einkar ánægjulegt hvað ungmenni á Íslandi séu glæsileg. Þau vilji njóta meiri sam- vista með foreldrum sínum, það sé ekki lummó. Þau séu dugleg að stunda íþróttir og æskulýðsstarf og þau séu virkilega að meðtaka þau skilaboð að því lengur sem þau bíði með það að hefja áfengisneyslu, þeim mun minni áhætta sé á að þau ánetjist vímuefnum. Forsetinn sá það í heimsókn sinni að skólastarf er í góðum m á l u m á Su ð u r n e s ju m . Námsárangur hefur verið á uppleið en eitt af því sem fram kom hjá forseta Íþróttasambandsins, Ólafi Rafnssyni, sem fylgdi forsetahjón- unum, en ÍSÍ er einn af samstarfsað- ilum hans á forvarnardeginum, er að margt af afreksíþróttafólki landsins er sterkt á námssviðinu. Ásdís Hjálms- dóttir, spjótkona er ein þeirra en hún tók samhliða stífri afreksþjálfun hæsta próf í lyfjafræði í Háskóla Ís- lands. Afreksfólk þarf að skipuleggja tíma sinn vel en margir hafa sýnt að það er hægt að stunda afreksíþróttir og ná árangri í námi á sama tíma. StarfSbraut fjölbrautaSkóla SuðurneSja lífi ð Þrettán hjól- börðum stolið Þrettán hjólbarðar, sem stolið var frá N1, hjól- barðaþjónustu í Reykjanesbæ, fundust við leit lögreglu á Krýsuvíkurvegi, skammt frá Hafnarfirði. Um var að ræða svokallaða „Low Profile“ hjól- barða, sem hurfu eftir að brot- ist hafði verið inn í fyrirtækið. Öryggiskerfi fór í gang og ör- yggisvörður tilkynnti lögreglu að þar hefði verið brotist inn. Fylgst var náið með umferð í nágrenni fyrirtækisins, svo og á leiðum frá Reykjanesbæ, ef þjóf- arnir skyldu ætla að koma þýfinu úr umdæminu. Tveim dögum síðar fundust dekkin svo þar sem þau höfðu verið skilin eftir á Krýsuvíkurvegi. Hústökuköttum vísað út Lögreglan á Suðurnesjum leysti upp gleðskap katta í mannlausu húsi í bænum um hádegisbilið á mánudag. Íbúar í nágrenninu höfðu séð nokkra ketti fara inn og út um glugga á húsinu, sem hefur staðið mannlaust um skeið. Er lögregla kom á staðinn voru þar fyrir 2-3 kettir sem höfðu gert sig heimakomna og létu fara makindalega um sig á sófa sem skilinn hafði verið eftir í hús- inu. Að sögn lögreglu var partíið leyst upp, köttunum vísað á dyr og öllum gluggum lokað og læst kirfilega til að koma í veg fyrir frekara veisluhald af þessu tagi. Starfsbraut er ein af mörgum brautum í Fjölbrautaskóla Suðurnesja. Námið á starfsbraut tekur allt mið af því að undirbúa nemendur undir atvinnuþátt- töku, sjálfstæða búsetu og virka þátttöku í félagslífi og tómstunda- starfi. Á haustönn 2012 stunda 42 nemendur nám á brautinni. Í FS er áfangakerfi og því velja nem- endur sér áfanga eftir áhugasviði og færni. Á starfsbraut eins og á öðrum brautum eru kjarnaáfangar sem allir nemendur brautarinnar taka og þar fyrir utan hafa þeir val um nám sitt. Eitt af kjarnafögum brautarinnar er starfsnám. Í starfs- námi fá nemendur tækifæri til þess að kynna sér ýmis störf og mismunandi vinnustaði. Námið felur í sér að nemendur þjálfist í að beita mismunandi aðferðum og verklagi. Starfsnám fer fram í skóla og á vinnustað. Með því að tengja námið við vinnustaði öðlast nem- endur oft aðra sýn á námið í skól- anum og tilgangur námsins verður skýrari. Nemendur á fyrsta og öðru ári fara ýmist út á vinnustaði eða fá til sín gesti úr atvinnulífinu. Þess á milli fá þeir fræðslu um mismun- andi starfsstéttir, vinnustaði, lög og reglugerðir. Nemendur á þriðja og fjórða ári fara í starfsnám í allt að 4-6 vikur. Það getur verið frá einni klukku- stund í senn upp í 10-12 klst. á viku. Starfsnámið er aðlagað að hverjum og einum og tekið er mið af áhuga, færni og staðsetningu, þ.e. áhersla er lögð á að nemendum gefist kostur á að fara í starfsnám í sínum heimabæ. Þegar nemendur eru ekki úti á vettvangi er unnið með þætti sem tengjast atvinnu- þátttöku. Á þessari önn eru t.d. nokkrir nemendur að vinna með börnum, s.s. í leikskólum, grunn- skólum og við íþróttaiðkun. Því fá þeir fræðslu um þroska barna, sam- skipti við börn, þagnarskyldu, mis- munandi uppeldisstefnur og fleira. Einnig er boðið upp á verklegt starfsnám í skólanum. Í lok annar búa nemendur til kynningar um starfsnám sitt, flytja þær og bjóða atvinnurekendum, aðstandendum og stjórnendum. Kennarar á brautinni hafa verið virkir í þróunarstarfi og náms- gagnagerð. Á þessu ári fengu undir- ritaðar styrk til námsgagnagerðar í starfsnámi en það er eins og áður kom fram ein af megin stoðum námsins á brautinni. Gaman er að segja frá því að nemendur taka virkan þátt í verkefninu, þ.e. með því að prufukeyra námsefnið og myndskreyta það. Gott samstarf er við margs konar fyrirtæki og vinnustaði á Suður- nesjum og sumir nemendur hafa staðið sig vel í starfsnáminu og fengið vinnu að námi loknu. Dæmi um vinnustaði sem nemendur hafa sótt eru, bæjarskrifstofur, bílaverk- stæði, leikskólar, grunnskólar, íþróttamiðstöðvar, matvörubúðir, matsölustaðir, kaffihús og svo mætti lengi telja. Við leggjum mikla áherslu á að finna starf við hæfi fyrir hvern og einn og að það muni um framlag þeirra til vinnu- staðarins. Við erum afar þakklát þeim góðu viðbrögðum sem við höfum fengið frá fyrirtækjum hér á Suðurnesjum. Eins er alltaf gaman að fylgjast með þeim góðu áhrifum sem nemendur hafa haft á starfsandann innan fyrirtækjanna og að sjá að vinnu- framlag þeirra getur virkilega skipt máli. Myndirnar eru af nemendum úti á starfsvettvangi. Þórunn Svava Róbertsdóttir og Ásta Birna Ólafsdóttir Starfsnámið er aðlagað að hverjum og einum og tekið er mið af áhuga, færni og staðsetningu, þ.e. áhersla er lögð á að nemendum gefist kostur á að fara í starfsnám í sínum heimabæ. ÞaRFTU að aUglýsa? Hafðu samband í síma 421 0001 eða á fusi@vf.is Forsetinn sá það í heimsókn sinni að skólastarf er í góðum málum á Suðurnesjum.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.