Víkurfréttir - 01.11.2012, Síða 8
fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 • VÍKURFRÉTTIR8
Ágætur leiðari Páls Ketilssonar um ferða-
mál í Víkurfréttum vekur
okkur til umhugsunar og
umræðu um þennan mála-
flokk sem lengi hefur verið
mér hugstæður. Ég eins og
margir sjá tækifærin hér á
Reykjanesi fyrir þjónustu
við ferðamenn. Margt
hefur vel verið gert, en við eigum
mikið verk óunnið.
Sandgerðingar fengu Garðinn og
KADECO með sér í lið að skipuleggja
Ferðamannaveg frá Ósabotnum að
Garðskaga. Frábær hugmynd sem
víða hefur tekist vel og ég var svo
heppinn að fá að taka þátt í og kynn-
ast. Það mætti hugsa sér að ferða-
mannavegurinn væri 8 vita ferð um
Suðurnes þegar fram líða stundir.
Hringirnir tveir hér á Rosmhvala-
nesi og síðan hringurinn á Reykjanes
og Grindavík, mynda áttu ásamt 8
vitum á hringjunum báðum ef ég tel
rétt. Ferðamannavegur er skipulögð
leið með merkingum og upplifun,
veitingastöðum með matseðil með
hráefni úr heimahögum og nálægum
fiskimiðum. Sögulegar minjar og
merkilegir staðir eru síðan
við hvert fótmál. Stuttar
ferðir úr Flugstöðinni með
farþega sem bíða eftir tengi-
flugi er kjörinn markhópur
fyrir styttri ferðir um nesið.
Vitar eru eftirsóttir af hópi
ferðamanna og margar
fyrirspurnir berast árlega
um hvort hægt sé að gista í
vitum á Íslandi. Þar liggja líka tæki-
færi og hér geta margir hagsmunaað-
ilar komið að.
Verkefni sem ég og Edda Halldórs-
dóttir höfum leitt í tvö ár hefur leitt af
sér samning um komu 30 til 40 hópa
á ári frá og með árinu 2013 um 1000
manns á ári. Hér er um að ræða nem-
endahópa frá Englandi sem koma
að hausti og vori sem hluti af námi
þeirra í náttúru og jarðfræði. Með
því að vinna í málum og leggja sig
fram og hugsa út fyrir rammann næst
árangur. Þess naut ég sem bæjarstjóri
í Garðinum og þetta er ein afurð af
þeirri vinnu með Eddu. Það eiga fleiri
verkefni eftir að líta dagsins ljós.
Þessir hópar dvelja í um vikutíma
á Suðurnesjum og þegar hafa tveir
hópar komið hingað á okkar vegum
og varð það framar vonum að þeir
kæmu strax á þessu ári. Mikil ánægja
hefur verið hjá nemendum, kenn-
urum og foreldrum sem hafa verið í
farastjórateymi hópanna. Með allan
aðbúnað á gistiheimilum í Garð-
inum, sundlaugina, aðstöðuna í
Fræðasetrinu í Sandgerði og matinn
á Vitanum. Bláa lónið, Víkingaheima,
Gunnuhver og náttúruna og nú er í
undirbúningi tenging hópanna við
grunnskóla á Suðurnesjum. Til að
nemendur geti unnið verkefni með
jafnöldrum sínum íslenskum og efla
kynni þeirra í milli. Þá munu hóp-
arnir tengjast væntanlegum Geopark
á Suðurnesjum og þeim afurðum sem
hann skapar og gefur af sér til ferða-
þjónustunnar.
Ég tek því undir með Páli þegar sagt
er að við eigum að selja Suðurnesin.
Góð orð og hvatning eru til alls fyrst
en það eru verkin sem tala. Þannig
vinn ég.
Ásmundur Friðriksson
Sækist eftir 3ja sæti á lista
Sjálfstæðisflokksins fyrir próf-
kjör flokksins í janúar.
Hvernig gengur, er nóg að gera? Svörin voru
í takt við uppganginn.
Flestir höfðu meira en nóg
að gera og við sáum varla
fram úr verkefnunum. Við
hrunið hægðist á og mörg
okkar þurftum að endur-
skoða störf okkar og þann
hátt er við lifðum á áður.
Þetta átti við í þjóðfélaginu öllu
og flest okkar áttuðum við okkur
á að um annað var ekki að ræða.
Hér höfðu orðið hamfarir skapaðar
af mannavöldum undir merkjum
frjálshyggjunnar. Ríkissjóður
tæmdist og harkalega var vegið að
velferð fjölskyldna landsins.
Eftirleikurinn hefur verið þungur,
greiðslugeta heimilanna minnkað
um leið og þeim hefur að miklu leyti
verið ætlað að standa við þá fjármála-
samninga sem gerðir voru undir
öðrum aðstæðum. Flest höfum við
reynt, sumum hefur tekist að gera líf
sitt bærilegt, en öðrum gengur ver
og eiga erfitt með að sjá tilganginn
í þessu öllu saman. Byrðarnar hafa
verið þungar, og enn eru óleystir
endar sem þarf að leysa. Mestu skiptir
þar að sanngirnin nái jafnt fram að
ganga svo venjulegt launafólk sjái
fram á bjartari daga í takt við
aukin atvinnutækifæri. Til
þess að svo megi verða þarf
að ríkja sameiginlegur skiln-
ingur á því hvert vandamálið
er og lausnirnar um leið.
Mörgum okkar þykir hægt
miða og sýnin á vandamálið
ólík. Enn er boðið upp á
sjálftöku í anda áranna fyrir
hrun. Inn í samninga stórfyrirtækja
sem fengið hafa milljarða afskrifaða
af skuldum sínum við lífeyrisjóði
landsmanna er enn verið að setja
kaupréttarsamninga sem tryggja
stjórnendunum þeirra milljóna-
hagnað við hverja breytingu á virði
fyrirtækjanna.
Liðið sem flest hefur haft á hornum
sér frá hruni, og séð ofsjónum yfir
hverri þeirri breytingu sem miðað
hefur að jöfnuði þyngir nú róðurinn
og vill færa allt í gamla horfið.
Fjármálagerningar í nafni ábyrgra
viðskiptahátta, þar sem uppsagnir
hæfs starfsfólks eru óumflýjanlegar af
hagkvæmisástæðum eru nú kynntar
með bros á vör. Þeir vilja stækka á
kostnað þeirra sem gerðu tækifærið
að raunveruleika. Stórmannlega gert.
Þar eru á ferðinni óskadrengir ís-
lenskrar þjóðar.
Baráttan um Ísland er í fullum gangi.
Baráttan um hvort við ætlum að lifa
í samfélagi fjármálafla sem svífast
einskis þegar að því kemur að skara
eld að eigin köku, eða samfélagi sem
nýtir auðlindir sínar í sameiginlegri
þágu. Það skiptir máli þegar forsætis-
ráðherra þjóðarinnar segir að nú sé
komin tími til aðgerða. Þar er ekki
um að ræða einhvern formann ein-
hvers stjórnmálaflokks sem enga vigt
hefur, eins og sumir virðast halda.
Það hefur þurft mikið langlundargeð
og bjartsýni til að ganga í gegnum
þær hremmingar sem þjóðin hefur
þurft að þola frá hruni. Það þarf að
uppræta þá siðblindu sem menn í
efstu lögum viðskiptalífsins virðast
telja eðlilegan þátt í starfsumhverfi
sínu á meðan heimili landsins borga
reikninga hrunsins. Hér verður að
rísa upp þjófélag þar sem börnin
okkar og barnabörn geta gengið að
því sem vísu að velferð allra, jafnrétti
og bræðralag eru höfuðstefin sem
lifað er eftir. Það er okkar að velja í
hvoru liðinu við erum.
Með bestu kveðju
Hannes Friðriksson
Skýrasti mælikvarðinn á styrk velferðarsam-
félagsins er staða öldrunar-
mála hverju sinni. Hvernig
við búum að kynslóðunum
sem á hverjum tíma eru að
skila langri ævi á vinnu-
markaði og setjast í helgan
stein. Fólkinu sem breytti
Íslandi úr fátæku landi
skömmtunar og skorts í framsækið
og nútímalegt allsnægtarsamfélag.
Margt gott hefur gerst á vettvangi
öldrunarmála á síðustu áratugum.
Tvíbýli annarra en hjóna og sam-
býlisfólks á öldrunarheimilum heyra
brátt sögunni til. Segja má að öll
umgjörð og inntak samfélags eldri
borgara hefur um margt tekið stakka-
skiptum.
Hins vegar er sífellt verk að vinna
í þessum viðkvæma og mikilvæga
málaflokki. Fjölmennar kynslóðir
nálgast efri árin og við verðum að
tryggja að ekki myndist eða til verði
viðvarandi biðlistar eftir rými á
dvalar- og hjúkrunarheimilum.
Ekki síst þó hinu að hinir
eldri geti gengið að slíkri
þjónustu í sinni heima-
byggð. „Hreppaflutningar“
aldraðra um langan veg frá
sínum heimahögum eiga
ekki að þekkjast í sann-
gjörnu velferðarsamfélagi.
Því þarf sífellt að standa
vörð um uppbyggingu
öldrunarrýma.
Af því tilefni lagði ég eftirfarandi
fyrirspurn til velferðarráðherra fyrir
nokkrum dögum. Á því svari verður
síðan hægt að byggja við ákvarð-
anatöku um byggingu dvalar- og
hjúkrunarheimila og dagvistun fyrir
aldraða.
1. Hver er áætluð þörf fyrir dvalar-
rými, hvíldarrými og dagvistun fyrir
aldraða á landinu öllu? Svar óskast
sundurliðað eftir sveitarfélögum
miðað við biðlista annars vegar og
áætlaða þörf hins vegar miðað við
íbúafjölda og aldurssamsetningu.
2. Hvaða áætlanir liggja fyrir
um uppbyggingu á dvalarrýmum,
hvíldarrýmum og dagvistun fyrir
aldraða á landinu, sundurliðað eftir
sveitarfélögum?
3. Hver er fjöldi dvalarrýma,
hvíldarrýma og dagvistunarrýma
fyrir aldraða á landinu, sundurliðað
eftir sveitarfélögum?
Að mínu mati er það mikilvægt að
kortleggja stöðuna og taka ákvörðun
um frekari uppbyggingu dvalar- og
hjúkrunarrýma í Suðurkjördæmi.
Þau fjölmörgu dvalar- og hjúkrunar-
heimili sem rekin eru á svæðinu allt
frá Garðinum austur á Hornafjörð
eru vel rekin og til fyrirmyndar. Þjón-
ustu þeirra þarf að efla og gera þeim
kleift að bæta við starfsemi sína.
Við viljum með sóma geta svarað
spurningunni sem ég set fram í fyrir-
sögn um það hvort við séum góð við
gamla fólkið játandi. Til þess þarf að
tryggja þeim sem þess óska aðgang
að góðum híbýlum í heimabyggð
þegar aldur færist yfir.
Björgvin G. Sigurðsson,
þingmaður Samfylkingarinnar.
Ég byrjaði að kenna þegar ég var innan
við tvítugt og starfaði
innan íslenska grunn-
skólakerfisins í næstum
20 ár. Fyrst sem kennari
og síðan sem deildarstjóri.
Árið 2003 var ég hluti af
þriggja manna teymi sem
sérhæfði sig í kenningum
norska prófessorsins Dan Olweus
um einelti í skólum. Olweus hafði
rannsakað einelti í yfir 30 ár og
mótaði kenningar sem notaðar
eru víða um heim til að ná tökum
á einelti. Ég hélt utan um starfið
í nokkur ár og stýrði aðgerðum
þegar grunur um einelti kom upp.
Í þeirri vinnu fór ég smátt og smátt
að beina sjónum mínum að full-
orðna fólkinu í kringum nemendur,
hvernig þeir nálguðust verkefnin,
hvaða viðhorfum þeir beittu og
hvernig samskiptin voru. Ég fór að
velta fyrir mér hvers vegna verkefni
með skýr markmið og ákveðinn til-
gang náðu ekki fram að ganga og
hvers vegna vinnubrögð sem litu
út fyrir að vera rétt og árangursrík
báru ekki árangur.
Vangaveltur mínar fengu fræðilegt
inntak þegar ég byrjaði í stjórnunar-
námi við Háskóla Íslands. Í einu af
fyrstu námskeiðunum kom Arna
H. Jónsdóttir lektor við Menntavís-
indasvið Háskóla Íslands og kynnti
rannsókn frá 2008 um átök í hópi
fullorðins fólks. Rannsóknarniður-
stöður gáfu til kynna að viðvarandi
átök ættu sér stað innan vinnustaða
þar sem fullorðið fólk starfaði. Átök
milli ólíkra menningarafla og stjór-
nunaraðferða sem birtist í ýmis konar
neikvæðum afleiðingum fyrir aðra.
Átökunum fylgir stýring, þöggun
og bæling ákveðinna hug-
mynda, upplifun fólks á að
það hefði ekki vald yfir eigin
starfi og upplifun á því að
sérfræðiþekking og sér-
hæfing þeirra væri vannýtt.
Rannsóknir um einelti á
vinnustöðum og rannsóknir
á einelti meðal sjómanna
styðja þessa niðurstöðu.
Eftir að hafa velt fyrir mér einelti í 20
ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu
að einelti er samfélagslegt vandamál.
Það er alveg sama hvaða aðferðum
kennarar beita ef samfélagið byggir
ekki á þeirri grundvallarhugmynd að
það borgi sig að fara eftir reglunum.
Að sama skapi er alveg sama hvernig
við endurmótum hegðun barna í
skólanum ef samfélagið kennir þeim
að sá sem brýtur reglurnar, segir
ósatt eða lærir að klekkja á öðrum
fær stærstu verðlaunin. Það er hlut-
verk okkar stjórnmálamanna að
leiða breytingar á samfélaginu. Mín
áhersla er að berjast gegn einelti á
öllu sviðum samfélagsins en til þess
að það sé hægt þarf að virkja hinn
þögla meirihluta í íslensku samfélagi.
Er hægt að breyta hugsjón og leik-
reglum íslenska samfélagsins þannig
að þau einkennist fremur af samstöðu
en samkeppni. Leggja af spillingu og
lobbýisma í stjórnmálum og hefja til
vegs og virðingar gamlar dyggðir. Er
það ekki inntak þeirrar hugmyndar
sem viljum byggja upp samfélagið
okkar? Ef ekki fyrir okkur sjálf þá
ættum við að gera það fyrir börnin
okkar.
Inga Sigrún Atladóttir
- býður sig fram í 1. sæti
VG í Suðurkjördæmi
Það er óhætt að segja að undafarin ár hafi
verið okkur Suðurnesja-
mönnum erfið. Fæst af
því sem við hefðum viljað
sjá gerast í uppbyggingu á
sviði atvinnulífsins, hefur
orðið að veruleika. Hafi
það einhvern tímann verið
mikilvægt að Suðurnesin
hafi sem flesta öfluga fulltrúa á lög-
gjafarþingi okkar Íslendinga, þá er
það nú. Með samstöðu og samhentu
átaki getum við stutt okkar fólk. Nú
er einmitt tækifærið!
Framundan eru prófkjör flokk-
anna. Samfylkingin er með rafræna
kosningu þann 16. og 17. nóvember
næstkomandi. Þrír fulltrúar okkar
af Suðurnesjum hafa boðið sig fram.
Þau Oddný G. Harðardóttir úr Garði,
Ólafur Þór Ólafsson úr Sandgerði og
Hannes Friðriksson úr Reykjanesbæ.
Allt saman eru þetta einstaklingar
sem sýnt hafa á undanförnum árum
fyrir hvað hjarta þeirra slær og að
þau tala svo sannarlega okkar máli.
Ólafur, sem öflugur sveitarstjórnar-
maður úr Sandgerði, Hannes, sem
m.a. vann hve harðast gegn sölu
Hitaveitu Suðurnesja, einstakur
hugsjónarmaður og öflugur bar-
áttumaður. Það þarf vart að kynna
Oddnýju Harðardóttur en hún hefur
verið farsæl skólastýra Fjöl-
brautaskóla Suðurnesja,
bæjarstjóri í sinni heima-
byggð Garði og síðast en
ekki síst fjármálaráðherra.
Síðasta verk hennar þar var
að huga að barnmörgum
fjölskyldum með verulegri
hækkun barnabóta.
Þeir sem eru skráðir í Sam-
fylkinguna eða skráðir stuðnings-
menn þann 8. nóvember geta tekið
þátt í prófkjörinu. Til að skrá sig er
farið inn á síðuna xs.is og undir flip-
anum ,,Taktu þátt” er fremst hægt
að gerast flokksmeðlimur en neðar
stuðningsmaður. Kosið er síðan 16.
nóvember og þann 17. til kl. 16:59.
Kosningin er rafræn og þeir sem taka
þátt fá allar upplýsingar á síðunni
xs.is, m.a. um kjörstaði fyrir þá sem
ekki eru með heimabanka til að taka
við lykilorði eða aðgangi að netteng-
ingu. Kjörstaður fyrir Suðurnesin
verður í Reykjanesbæ.
Ég vil skora á íbúa Suðurnesja að
veita þessum einstaklingum stuðning
í baráttunni. Við þurfum á sterkri
sveit að halda sem vinnur fyrir landið
í heild en stendur vörð um okkar
heimasvæði Suðurnesin.
Með vinsemd og virðingu,
Sveindís Valdimarsdóttir
n Inga SIgrún atladóttIr SkrIfar:
Eineltismenning
n SveIndíS valdImarSdóttIr SkrIfar:
Styðjum okkar fólk!
n BjörgvIn g. SIgurðSSon, þIngmaður SkrIfar:
Erum við góð við gamla fólkið?
n hanneS frIðrIkSSon SkrIfar:
Það er okkar að velja í hvoru liðinu við erum
n ÁSmundur frIðrIkSSon SkrIfar:
Samningur um 1000 manns á ári
vf@vf.isbréf til blaðsins