Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 17
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 17
Tilboð: 1.590 þús.
Chevrolet Lacetti Station - Bílalegubíll í ábyrgð
árgerð 2011 - söluverð: 1.800 þús.
Bílabúð Benna - Notaðir bílar
Bíldshöfða 10 • Sími: 590 2000
www.benni.is • notadir@benni.is
Opið alla virka daga frá kl. 10-18
og laugardaga frá kl. 12-16
Miðað við bílasamning til 72 mánaða á hagstæðum
kjörum hjá bílafjármögnun Landsbankans. Reiknaðu
dæmið á landsbankinn.is
25.910 kr.
Afborgun á mánuði aðeins:
Chevrolet Lacetti Station
*Hlutfallskostnaður 11.92%
1.800.000 kr.
1.350.000 kr.
210.000 kr.
240.000 kr.
1.590.000 kr.
25.910 kr.
Söluverð:
Bílafjármögnun:
Okkar hlutur:
Þín útborgun:
Heildarverð til þín:
Afborgun:
*
Auk
aga
ngu
r
af v
etra
rde
kkju
m
fylg
ir h
ver
jum
bíl
60
þús
.
virð
isau
ki
VOGAR
Kraftvélar bjóða upp á heildarlausn í
lyfturum, allt frá vöruhúsatækjum til
stærri dísel- og rafmagnslyftara.
Vertu í sambandi við sölumenn Kraftvéla og fáðu
tilboð í tæki sem hentar þínum rekstri.
D a l v e g i 6 - 8 • 2 0 1 K ó p a v o g u r • 5 3 5 3 5 0 0 • w w w. k r a f t v e l a r. i s
Þann 23. október 1932 var Ungmennafélagið Þróttur
í Vogum á Vatnsleysuströnd
stofnað og varð félagið því 80 ára
í liðinni viku.
Félagið hélt upp á afmælið á laugar-
dag með því að bjóða öllum íbúum
sveitarfélagsins og gömlum Þrótt-
urum í afmælishátíð í íþróttamið-
stöðinni í Vogum þar sem boðið
var upp á skemmtiatriði og kökur
og kaffi fyrir alla. Það var góð
mæting hjá bæjarbúum og nokkrir
gamlir brottfluttir Þróttarar létu
líka sjá sig.
Formaður Þróttar, Kristján Árna-
son flutti ávarp sem og Hanna
Helgadóttir frá Kvenfélaginu Fjólu
og Kristinn Björgvinsson frá Björg-
unarsveitinni Skyggni. Einnig flutti
Einar Haraldsson formaður Kefla-
víkur ávarp og kom inn á í ræðu
sinni að sveitarfélagið, stuðnings-
menn, foreldrar og þeir sem koma
að félaginu þyrftu að standa saman
svo félagið haldi áfram að vaxa og
dafna.
Undirr itaður var samstarfs-
samningur milli sveitarfélagsins
og Þróttar. Félagið fékk margar
góðar gjafir á afmælisdeginum
t.d. frá Lions, Þorbirni, ÍS, Golf-
klúbbi Vatnsleysustrandar, Skyggni,
sveitarfélaginu, Kvenfélaginu
Fjólu, Vífilfelli og Landsbank-
anum. Einnig fengu Guðmundur
Brynjólfsson, Guðmundur Franz
Jónason, Gunnar Helgason, Helgi
Hólm, María Jóna Jónsdóttir,
Magnús Hauksson og Marteinn
Ægisson heiðursverðlaun fyrir
störf sín í þágu félagsins.
Félagið gaf út sérstakt afmælisblað í
tengslum við hátíðina þar sem saga
þess er rakin og spjallað var við
nokkra félaga fyrr og nú. Félagið
tók í notkun fyrr á þessu ári nýtt
keppnis- og æfingasvæði og var það
algjör bylting fyrir knattspyrnu-
starfið hjá félaginu. Í dag eru 3
deildir hjá félaginu, starfandi júdó-
deild, sunddeild og knattspyrnu-
deild og iðkendur á annað hundrað
sem telst nokkuð gott í svona litlu
samfélagi.
Ljóst er að framtíðin er björt hjá
félaginu.
80 ára afmælishátíð Þróttara tókst vel
Heiðursverðlaunahafar Ungmennafélagsins Þróttar í Vogum.
Til hægri:
Tinna Hallgrímsdóttir
framkvæmdastjóri Þróttar
og Kristján Árnason
formaður Þróttar.
Að ofan: Inga Sigrún Atla-
dóttir forseti bæjarstjórnar
og Kristján Árnason formaður
Þróttar við undirskrift nýs
samstarfssamnings.
Til vinstri:
Tobbi Trúður skemmti
krökkunum af sinni
alkunnu snilld.
Strákarnir í Heiður slógu á létta strengi.