Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 01.11.2012, Blaðsíða 21
VÍKURFRÉTTIR • fimmtudagurinn 1. nóvember 2012 21 V aknaði frekar þreytt og fyrsta hugsunin var: þetta verður erf- iður dagur! Fann að mér var þungt fyrir brjósti - og klukkan var rétt hálf sjö. Fékk mér sterkan kaffibolla, greip með mér boozt á leiðinni út og brunaði í vinnuna. Það fór ekki framhjá neinum þar að það var brjálað að gera hjá minni. Hljóp um gangana og munaði minnstu að ég hlypi einn nemandann niður í látunum. Hellti niður heilsuteinu með róandi jurtunum, blótaði eins og baví- ani og var farin að missa hárið upp úr kl. 11.00. Ljósritunarvélin flækti, dvd diskurinn sem ég ætl- aði að nota í kennslu var týndur og ég mætti of seint að kenna. Sveitt undir höndunum, kjóll- inn krumpaður, hálsinn rauður og svipurinn hefði landað mér hlutverki í ,,grumpy old woman“. Ég hugsaði: dæmigert, einn af þessum dögum. Borðaði hrökkbrauð í hádeginu með þurri spægipylsu, HVER hefur tíma í að borða hollan og góðan hádegismat. Komst einhvern veg- inn í gegnum daginn og fór strax eftir vinnu í líkamsræktina. Kippti með mér heyrnartólum af símanum sem pössuðu að sjálfsögðu ekki í mp-3 spilarann og tók út pirringinn á brettinu. Það reyndist erfitt að halda einbeitingunni þar, því þyngdar- punkturinn sveiflaðist til og frá þar sem brjóstahaldarinn varð eftir heima, upp, niður, upp, niður. Komst heim, útkeyrð (köllum það endurnærð á íþróttamáli), ekki í stuði til að elda mat. Tók til einhvern óspennandi meinhollan mat og þegar sonurinn ætlaði að kvarta tók ég ,,þú getur eldað þinn eigin mat ef þetta er ekki nógu gott“ ræðuna. Kominn tími til að slaka Hellti niður heilsuteinu með róandi jurtunum, blótaði eins og bavíani og var farin að missa hárið upp úr kl. 11.00. aðeins á. Hlammaði mér í sófann með bunka af þvotti til að brjóta saman, maður notar tímann. Horfði á niðurdrepandi fréttir þar sem ég öskraði á skjáinn þegar fréttamennirnir fóru með rangt mál. Í framhaldinu var það þáttur um ljósmæður sem var svo raunverulegur að ég var farin að anda ótt og títt í sófanum, komin með 5 í útvíkkun og búin á líkama og sál. Kom- inn tími á heitt og slakandi bað. Þegar ég labbaði eins og vaggandi gæs upp á bað- herbergið með hendurnar á mjóbakinu, birtist sonurinn: bíddu, hvað er málið, af hverju labbarðu svona? Ég snarstoppaði, sneri mér óhugnanlega hægt við (Anthony Hopkins hægt) pírði augun og sagði hvasst og skýrt: þú, frekar en aðrir karlmenn, mundir aldrei skilja það! Hann skynjaði hættuástand og lét sig hverfa jafnskjótt og hann birtist. Náði að pússa spegilinn, þurrka af hillunum og raða snyrtivör- unum á meðan baðið fylltist. Lagðist ofan í og var rétt að ná slökun þegar það er bankað á hurðina. Ég hrökk við og kallaði: HVAAAAAAÐ! Sonurinn ofur varlega: sorry, ég var bara að spá í af hverju síminn væri inni í ísskáp!! Þessi slökun ónýt svo þá var það bara rúmið. Lagðist hálf meðvitundarlaus upp í, loksins fengi ég hvíld. Reis upp nokkrum mínútum síðar, þráðbein í baki starandi út í tómið: pistill vikunnar, verð að skila honum á morgun. Um hvað á ég að skrifa! Jú streitu, skrifa um streitu - allt of mikið af liði þarna úti sem kann ekki að slaka á og njóta lífsins. Hvað er það!! - var síðasta hugsunin áður en ég missti meðvitund. Streita er ekki eitthvað sem gerist óhjá- kvæmilega - ég bý hana að miklu leyti til sjálf. Aðal vopnið í baráttunni við streitu er að velja eina hugsun fram yfir aðra sem þýðir að við verðum að vera meðvituð um hvaða hugsanir það eru sem auka á streituna. Hvernig ég hugsa um verk- efnin: sé ég þau sem áskorun þar sem ég hef stjórnina? Er ég tilbúin að takast á við breytingar og hvernig eru viðhorfin mín? Er glasið mitt hálf-tómt eða hálf- fullt? Hverju svara ég þegar fólk spyr mig hvernig gangi í vinnunni? Er alltaf brjálað að gera! Af hverju er svona mikið að gera hjá okkur öllum og hvað ætlum við að gera í því? Hverju getum við breytt og hvernig líf viljum við eiga? Erum við að setja samasemmerki á milli ,,mikið að gera = mikilvægur“. Við getum öll ákveðið að minnka streit- una í lífi okkar með því að byrja á því að ákveða að taka stjórnina og skoða hvaða hugsanir tengjast verkefnum daglegs lífs. Taka einn dag í einu og ákveða að einfalda lífið eftir bestu getu, vera til staðar hér og nú og stjórna sjálf tímanum í stað þess að láta hann stjórna okkur. 90:10 reglan er sú að einungis 10% af lífi okkar eru undir því komið hvað gerist en hin 90% eru viðbrögð okkar við því sem gerist. Hvernig ætlar þú að bregðast við lífinu? Þangað til næst – gangi þér vel. Anna Lóa Fylgstu með mér www.facebook.com/Hamingjuhornid PISTILL Brjálað að gera hjá minni! ANNA LÓA ÓLAFSDÓTTIR SKRIFAR HamIngjUHoRnIð Anna Lóa Hellti niður heilsuteinu með róandi jurtunum, blótaði eins og bavíani og var farin að missa hárið upp úr kl. 11 Fré ttir Fullur stuðn- ingur við „Betra líf“ SÁÁ Bæjarráð Reykjanesbæjar samþykkti í síðustu viku samhljóða eftirfarandi yfir- lýsingu: „Bæjarráð Reykjanesbæjar tekur undir þau sjónarmið sem koma fram í „frumvarpi“ SÁÁ undir heitinu „Betra líf “, og veitir því fullan stuðning. Markmið frumvarpsins er að gerbylta lífs- gæðum þeirra sem þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og bæta með því samfélagið allt. Áfengis- og vímuefnasýki er sá sjúkdómur sem hefur mest áhrif á flestar fjölskyldur á Ís- landi. Mikilvægt er að endur- heimta ómæld verðmæti sem í þeim einstaklingum búa sem enn þjást vegna áfengis- og vímuefnavandans og mun það hafa margföld jákvæð áhrif á líf alls almennings. Mikilvægt er að sveitarfélög og ríki taki höndum saman með SÁÁ um vinnu að þessum málum. Fjármunir til þessa verk- efnis eru til í gegnum áfengis- gjald sem þegar er innheimt“. Sérfræðingur frá Ecco verður á staðnum á fimmtudag og föstudag Hafnargötu 29 • Sími 421 8585 Xpedition - dömu og herra Verð nú kr. 25.595 Verð áður kr. 31.995 Stærðir: 36 - 47 | Vörunr. 810023/4 52570 Shiver - dömu Verð nú kr. 17.595 Verð áður kr. 21.995 Stærðir: 35 - 42 | Vörunr. 220523-01001 Track Uno - barna Verð nú kr. 9.595 Verð áður kr. 11.995 Stærðir: 20 - 28 | Vörunr. 750791-57585/57629 Ecco dagar í Skóbúðinni Keflavík Kynningarafsláttur á Ecco skóm dagana 1. - 3. nóvember 20% afsláttur

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.